Sjötugasta og þriðja þing Norðurlandaráðs var sett í Kaupmannahöfn í gær. Þinginu er framhaldið í dag en því lýkur á morgun. Sigurður Ingi Jóhannsson samstarfsráðherra Íslands í Norðrulandaráði segir Norðurlandaráð vera miklu meira en kjaftaklúbb eins og sumir gagnrýnendur vilji meina. Þingfulltrúar fagni því að geta nú hist á ný í eigin persónu eftir heimsfaraldurinn.

„Mikil svona eftirvænting í því að geta sett meiri kraft í hið norræna samstarf á fjölmörgum sviðum. Þar sem ber kannski hæst er einmitt afleiðingar af alheimsfaraldrinum,“ segir Sigurður Ingi. Reynslan sýni að norrænu ríkin hefðu getað unnið betur saman.
Áfangaskýrsla fráfinnskum sérfræðingi um þau mál hafi verið til umræðu bæði hjá samstarfsráðherrunum og þingfulltrúum. Ríkisstjórnir einstakra ríkja og ráðherrar sem beri eðlilega ábyrgð ávelferð þegna sinna hafi hver um sig tekið sínar ákvarðanir.

„Þá höfðu þeir kannski ekki nægjanlegt samtal og samráðvið nágrannaríkin. Fyrir vikið komu upp vandamál. Ekki hvaðsíst á þeim svæðum þar sem fólk fer dagsdaglega á milli til vinnu. Þaðeru vandamál sem við þekkjum kannski ekki svo mikið á Íslandi en eru talsvert hér til umræðu hér á Norðurlándaráðsþinginu,“ segir Sigurður Ingi.

Þá hafi loftlagsmálin veriðtöluvert til umræðu en einnig öryggis- og varnarmál. Forsætisráðherrar ríkjanna hafi meðal annars fundaðum þau mál ímorgun og verði í þingsal í dag. Þá muni Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins flytur ræðu áþinginu.
„Sem er svolítil áherslubreyting í vinnu Norpurlandaráðs síðustu árin. Þaðhefur meira verið fjallað um öryggis- og varnarmál en áður,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.