Tekist á um ákvörðun bæjarstjórnar: „Margir sem fagna og aðrir sem gráta“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 3. nóvember 2021 13:30 Hilda Jana Gísladóttir segir að aðrir möguleikar hafi verið í stöðunni en að banna alfarið lausagöngu katta. Andri Teitsson vill þó meina að þær tilraunir séu fullreyndar. Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að banna lausagöngu katta í bæjarfélaginu frá 1. janúar 2025. Bæjarfulltrúi minnihlutans gagnrýnir að málið hafi ekki verið rætt almennilega og segir það hafa verið mögulegt að koma í veg fyrir bann. Sjö af ellefu bæjarfulltrúum samþykktu tillöguna í gær en upprunalega stóð aðeins til að samþykktir um kattarhald yrðu endurskoðaðar á fundinum. Við umræður kom þó í ljós að meirihluti væri hlynntur því að banna lausagöngu katta alfarið og tillagan því lögð fram. Andri Teitsson, bæjarfulltrúi og formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs á Akureyri, segir að meirihlutinn hafi verið sammála í málinu. „Það er búin að vera umræða í mörg ár um hvort það sé eðlilegt og æskilegt að kettir gangi lausir, og gagnrýnin hafi verið út á að þeir geri þarfir sínar í blómabeð og það sé óþrifnaður, og svo hins vegar að þeir ráðist á fugla á varptímanum. Þetta er svona aðalgagnrýnin og svo kannski líka að þeir beri sjúkdóma og fari inn í hús og fleira,“ segir Andri um aðdragandann. Þá hefur gengið illa að fá fólk til að skrá ketti í bæjarfélaginu að sögn Andra, þrátt fyrir tilraunir á síðasta ári til að koma skráningum í betra horf. Á annað hundrað kettir eru nú á skrá en ljóst er að þeir eru mun fleiri í raun, allt að tvö eða þrjú þúsund að sögn Andra. Hægt að takmarka lausagöngu í stað þess að banna Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi sem lagði fram bókun gegn tillögunni ásamt öðrum, segir eðlilegt að fólk ræði málin og leiti lausna en gagnrýnir að meirihlutinn hafi beint farið í algjört bann. „Við erum alla vega ekki hrifin af því, eins og gerðist á bæjarstjórnarfundi í gær, að rjúka til og banna hluti án þess að leita lausna eða undirbúa. Það átti sér í raun ekki stað neinn undirbúningur, ekkert samtal við hagaðila eða sérfræðinga, engin tilraun til að ná einhvers konar sáttum heldur bara rokið til og bannað,“ segir Hilda. Hún segir það hafa verið farsælla að skoða málið faglega og leggja upp úr því að framfylgja þeim samþykktum sem þegar eru í gildi. Það hafi þó ekki verið gert hingað til og eftirlitið verið mjög lítið. „Það hefði verið hægt að taka einhver skref, byrja til dæmis á því að banna lausagöngu um næturnar og yfir varptíma fugla,“ segir Hilda. Andri segir þó tilraunir til að takmarka lausagöngu katta fullreyndar og vísar til þess að hann hafi lagt fram þá tillögu fyrir ári að reyna að takmarka lausagöngu yfir varptíma fugla. Nú þegar á hólminn var komið var þó afstaða meirihlutans skýr. „Það voru þær raddir að það væri erfitt að skilgreina hvað væri nótt og svo framvegis, og einhverjum fannst bara best að fá skýrar línur, að frjáls útivera katta myndi heyra sögunni til,“ segir Andri en ítrekar að útivera katta er alls ekki bönnuð alfarið, þeir megi vera í bandi á sínum lóðum. Ekki meitlað í stein Hilda segir að það væri í hið minnsta hægt að setja á sólarlagsákvæði þannig að þeir kettir sem eru úti núna fái að vera það út sinn líftíma. Andri segir það þó ekki réttlætanlegt. „Ef við segjum sem svo að kettir séu í einhverjum skilningi gerendur gagnvart fuglum til dæmis, þá tel ég ekki ástæðu til að bíða í tíu ár eftir að ástandið batni,“ segir Andri. Andri ítrekar þó að málið sé ekki meitlað í stein. Samþykktin þarf að fara aftur fyrir mannvirkja- og umhverfisnefnd og bæjarstjórn og síðan þarf heilbrigðiseftirlitið að fara yfir málið. Þannig gæti eitthvað breyst áður en bannið á að taka gildi. Óhætt er að segja að um sé að ræða mjög eldfimt málefni en bann við lausagöngu katta hefur ítrekað verið í umræðunni víða um land. „Þetta er dæmi um mál þar sem fólk fer í svakalegar skotgrafir, með og á móti, og svona mjög fljótir að fara í einhvers konar upphrópanir,“ segir Hilda. „Auðvitað hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa, margir sem fagna og aðrir sem gráta, og mér finnst það ekki skemmtilegt til þess að nálgast það að búa til samfélag þar sem við viljum öll búa saman í sátt og samlyndi,“ segir Hilda. Akureyri Kettir Tengdar fréttir Prestur efndi til herferðar þegar yfirvöld beygðu sig fyrir herskáum kattaeigendum „Þegar kettirnir eru komnir í búrin sem ég er að ná fuglunum í til að merkja og sleppa þá er eiginlega komið nóg. Þá er mælirinn fullur.“ 12. maí 2021 23:14 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Sjö af ellefu bæjarfulltrúum samþykktu tillöguna í gær en upprunalega stóð aðeins til að samþykktir um kattarhald yrðu endurskoðaðar á fundinum. Við umræður kom þó í ljós að meirihluti væri hlynntur því að banna lausagöngu katta alfarið og tillagan því lögð fram. Andri Teitsson, bæjarfulltrúi og formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs á Akureyri, segir að meirihlutinn hafi verið sammála í málinu. „Það er búin að vera umræða í mörg ár um hvort það sé eðlilegt og æskilegt að kettir gangi lausir, og gagnrýnin hafi verið út á að þeir geri þarfir sínar í blómabeð og það sé óþrifnaður, og svo hins vegar að þeir ráðist á fugla á varptímanum. Þetta er svona aðalgagnrýnin og svo kannski líka að þeir beri sjúkdóma og fari inn í hús og fleira,“ segir Andri um aðdragandann. Þá hefur gengið illa að fá fólk til að skrá ketti í bæjarfélaginu að sögn Andra, þrátt fyrir tilraunir á síðasta ári til að koma skráningum í betra horf. Á annað hundrað kettir eru nú á skrá en ljóst er að þeir eru mun fleiri í raun, allt að tvö eða þrjú þúsund að sögn Andra. Hægt að takmarka lausagöngu í stað þess að banna Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi sem lagði fram bókun gegn tillögunni ásamt öðrum, segir eðlilegt að fólk ræði málin og leiti lausna en gagnrýnir að meirihlutinn hafi beint farið í algjört bann. „Við erum alla vega ekki hrifin af því, eins og gerðist á bæjarstjórnarfundi í gær, að rjúka til og banna hluti án þess að leita lausna eða undirbúa. Það átti sér í raun ekki stað neinn undirbúningur, ekkert samtal við hagaðila eða sérfræðinga, engin tilraun til að ná einhvers konar sáttum heldur bara rokið til og bannað,“ segir Hilda. Hún segir það hafa verið farsælla að skoða málið faglega og leggja upp úr því að framfylgja þeim samþykktum sem þegar eru í gildi. Það hafi þó ekki verið gert hingað til og eftirlitið verið mjög lítið. „Það hefði verið hægt að taka einhver skref, byrja til dæmis á því að banna lausagöngu um næturnar og yfir varptíma fugla,“ segir Hilda. Andri segir þó tilraunir til að takmarka lausagöngu katta fullreyndar og vísar til þess að hann hafi lagt fram þá tillögu fyrir ári að reyna að takmarka lausagöngu yfir varptíma fugla. Nú þegar á hólminn var komið var þó afstaða meirihlutans skýr. „Það voru þær raddir að það væri erfitt að skilgreina hvað væri nótt og svo framvegis, og einhverjum fannst bara best að fá skýrar línur, að frjáls útivera katta myndi heyra sögunni til,“ segir Andri en ítrekar að útivera katta er alls ekki bönnuð alfarið, þeir megi vera í bandi á sínum lóðum. Ekki meitlað í stein Hilda segir að það væri í hið minnsta hægt að setja á sólarlagsákvæði þannig að þeir kettir sem eru úti núna fái að vera það út sinn líftíma. Andri segir það þó ekki réttlætanlegt. „Ef við segjum sem svo að kettir séu í einhverjum skilningi gerendur gagnvart fuglum til dæmis, þá tel ég ekki ástæðu til að bíða í tíu ár eftir að ástandið batni,“ segir Andri. Andri ítrekar þó að málið sé ekki meitlað í stein. Samþykktin þarf að fara aftur fyrir mannvirkja- og umhverfisnefnd og bæjarstjórn og síðan þarf heilbrigðiseftirlitið að fara yfir málið. Þannig gæti eitthvað breyst áður en bannið á að taka gildi. Óhætt er að segja að um sé að ræða mjög eldfimt málefni en bann við lausagöngu katta hefur ítrekað verið í umræðunni víða um land. „Þetta er dæmi um mál þar sem fólk fer í svakalegar skotgrafir, með og á móti, og svona mjög fljótir að fara í einhvers konar upphrópanir,“ segir Hilda. „Auðvitað hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa, margir sem fagna og aðrir sem gráta, og mér finnst það ekki skemmtilegt til þess að nálgast það að búa til samfélag þar sem við viljum öll búa saman í sátt og samlyndi,“ segir Hilda.
Akureyri Kettir Tengdar fréttir Prestur efndi til herferðar þegar yfirvöld beygðu sig fyrir herskáum kattaeigendum „Þegar kettirnir eru komnir í búrin sem ég er að ná fuglunum í til að merkja og sleppa þá er eiginlega komið nóg. Þá er mælirinn fullur.“ 12. maí 2021 23:14 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Prestur efndi til herferðar þegar yfirvöld beygðu sig fyrir herskáum kattaeigendum „Þegar kettirnir eru komnir í búrin sem ég er að ná fuglunum í til að merkja og sleppa þá er eiginlega komið nóg. Þá er mælirinn fullur.“ 12. maí 2021 23:14