Hæstiréttur hlýðir á mál er varðar vopnaburð á almannafæri Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. nóvember 2021 12:32 Spurningin sem liggur fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna er sú hvort yfirvöldum sé heimilt að takmarka vopnaburð á almannafæri. Hæstiréttur Bandaríkjanna mun í dag hlýða á málflutning í máli sem varðar annan viðauka stjórnarskrár landsins, þar sem fjallað er um skotvopnaeign. Málið varðar lög í New York, sem takmarka verulega rétt fólks til að bera skotvopn. Dómstóllinn úrskurðaði árið 2008 að einstaklingum væri almennt heimilt að eiga skotvopna á heimili sínu í sjálfsvarnarskyni. Árið 2010 var sá dómur útvíkkaður þannig að niðurstaða dómstólsins á nú ekki bara um alríkislög heldur einnig ríkis- og staðarlöggjöf. Síðan þá hefur Hæstiréttur ekki fjallað um annað viðaukann. Aðrir dómstólar hafa yfirleitt úrskurðað með takmörkunum á skotvopnaeign en eru ósammála um þá spurningu sem er uppi í New York; hvort yfirvöldum sé heimilt að banna einstaklingum að bera skotvopn á sér í sjálfsvarnarskyni. New York Times leiðir líkur að því að dómstólinn hafi ekki fjallað um vopnalög í áratug vegna þess hvernig hann hefur verið skipaður. Nú sé meirihluti dómara íhaldssamur og hættuminna að taka mál af þessum toga til umfjöllunar. Sækjendur í málinu eru Robert Nash og Brandon Koch. Báðir hafa leyfi til að bera byssu á leið til æfinga eða til veiða fjarri byggð. Þá hefur Kock heimild til að bera byssu til og frá vinnu. Þeim var hins vegar neitað um leyfi til að bera skotvopn hvert sem þeir fara. Reglurnar í New York eru svipaðar reglum í Kaliforníu, Havaí, Maryland, Massachusetts, New Jersey og Rhode Island. Dómarinn sem fjallaði um áþekkt mál við áfrýjunardómstól vegna laganna á Havaí sagði yfirferð á 700 ára lagasögu Bretlands og Bandaríkjanna hafa leitt í ljós greinilegt þema: Að stjórnvöld hefðu vald til að setja reglur um vopnaburð á almannafæri. Skotvopn Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Dómarar gætu leyft stefnur vegna þungunarrofsbannsins í Texas Íhaldssamir dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna virtust hallast að því að leyfa heilsugæslustöðvum sem framkvæmda þungunarrof að höfða mál til að fá bann við þungunarrofi í Texas ógilt þegar mál þeirra var tekið fyrir í dag. 1. nóvember 2021 23:26 Taka fyrir mál sem gæti bundið hendur Bidens í umhverfismálum Hæstiréttur Bandaríkjanna samþykkti í gær að taka fyrir mál sem gæti bundið hendur Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum. Einnig verður mál tekið fyrir sem gæti haft mikil áhrif á málefni innflytjenda í Bandaríkjunum. 30. október 2021 14:01 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Dómstóllinn úrskurðaði árið 2008 að einstaklingum væri almennt heimilt að eiga skotvopna á heimili sínu í sjálfsvarnarskyni. Árið 2010 var sá dómur útvíkkaður þannig að niðurstaða dómstólsins á nú ekki bara um alríkislög heldur einnig ríkis- og staðarlöggjöf. Síðan þá hefur Hæstiréttur ekki fjallað um annað viðaukann. Aðrir dómstólar hafa yfirleitt úrskurðað með takmörkunum á skotvopnaeign en eru ósammála um þá spurningu sem er uppi í New York; hvort yfirvöldum sé heimilt að banna einstaklingum að bera skotvopn á sér í sjálfsvarnarskyni. New York Times leiðir líkur að því að dómstólinn hafi ekki fjallað um vopnalög í áratug vegna þess hvernig hann hefur verið skipaður. Nú sé meirihluti dómara íhaldssamur og hættuminna að taka mál af þessum toga til umfjöllunar. Sækjendur í málinu eru Robert Nash og Brandon Koch. Báðir hafa leyfi til að bera byssu á leið til æfinga eða til veiða fjarri byggð. Þá hefur Kock heimild til að bera byssu til og frá vinnu. Þeim var hins vegar neitað um leyfi til að bera skotvopn hvert sem þeir fara. Reglurnar í New York eru svipaðar reglum í Kaliforníu, Havaí, Maryland, Massachusetts, New Jersey og Rhode Island. Dómarinn sem fjallaði um áþekkt mál við áfrýjunardómstól vegna laganna á Havaí sagði yfirferð á 700 ára lagasögu Bretlands og Bandaríkjanna hafa leitt í ljós greinilegt þema: Að stjórnvöld hefðu vald til að setja reglur um vopnaburð á almannafæri.
Skotvopn Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Dómarar gætu leyft stefnur vegna þungunarrofsbannsins í Texas Íhaldssamir dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna virtust hallast að því að leyfa heilsugæslustöðvum sem framkvæmda þungunarrof að höfða mál til að fá bann við þungunarrofi í Texas ógilt þegar mál þeirra var tekið fyrir í dag. 1. nóvember 2021 23:26 Taka fyrir mál sem gæti bundið hendur Bidens í umhverfismálum Hæstiréttur Bandaríkjanna samþykkti í gær að taka fyrir mál sem gæti bundið hendur Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum. Einnig verður mál tekið fyrir sem gæti haft mikil áhrif á málefni innflytjenda í Bandaríkjunum. 30. október 2021 14:01 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Dómarar gætu leyft stefnur vegna þungunarrofsbannsins í Texas Íhaldssamir dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna virtust hallast að því að leyfa heilsugæslustöðvum sem framkvæmda þungunarrof að höfða mál til að fá bann við þungunarrofi í Texas ógilt þegar mál þeirra var tekið fyrir í dag. 1. nóvember 2021 23:26
Taka fyrir mál sem gæti bundið hendur Bidens í umhverfismálum Hæstiréttur Bandaríkjanna samþykkti í gær að taka fyrir mál sem gæti bundið hendur Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum. Einnig verður mál tekið fyrir sem gæti haft mikil áhrif á málefni innflytjenda í Bandaríkjunum. 30. október 2021 14:01
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent