Héraðsdómur hafnaði nauðasamningi Gray Line Eiður Þór Árnason skrifar 3. nóvember 2021 12:08 Þórir Garðarsson er framkvæmdastjóri Gray Line Stöð 2/ Egill Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í morgun að staðfesta nauðasamning Allrahanda GL ehf. sem rekur ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line. Félagið hyggst áfrýja niðurstöðunni til Landsréttar en það hefur verið í greiðsluskjóli frá því á seinasta ári. „Auðvitað er þessi niðurstaða vonbrigði en í raun og veru getur maður ekki annað sagt en að þetta er rétt hjá dómaranum, það hefði mátt gera þennan samning betur og við munum bara bæta úr því,“ segir Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Gray Line á Íslandi, í samtali við fréttastofu. Félagið hyggist greiða umræddar kröfur. Niðurstaðan hafi ekki mikil áhrif á áætlanir félagsins Ellefu félög mótmæltu nauðasamningnum en þeirra á meðal voru Laugarvatn Fontana, N1, Isavia og samkeppnisaðilarnir Hópbílar, Airport Direct og Reykjavík Sightseeing. Þórir segir að héraðsdómur hafi ekki tekið undir málaleitan fyrirtækjanna en talið að samningur um breytt fyrirkomulag á sölu og markaðsmálum Gray Line væri haldinn ágöllum sem gæti skert rétt kröfuhafa. Taldi dómari því rétt að hafna staðfestingu nauðasamningsfrumvarpsins en féllst í öllum atriðum á túlkun félagsins um meðferð krafna á hendur því. Hyggst rekstrarfélag Gray Line áfrýja málinu til Landsréttar og bæta úr þeim ágöllum sem héraðsdómur bendir á í viðkomandi samningum milli félaganna. „Þetta er ekki stórmál í okkar augum og það er betra að fá svona ábendingu í héraðsdómi en í Landsrétti,“ segir Þórir. Félagið verður áfram í greiðsluskjóli þar til dómur fellur í Landsrétti og starfsemi með óbreyttum hætti þar til endanleg niðurstaða liggur fyrir. Heimild þess til fjárhagslegrar endurskipulagningar rann út í júní síðastliðnum og var þá lagt fram frumvarp að nauðasamningi. Vilja endurreisa félagið á næstu þremur árum Í greinargerð með frumvarpinu segjast stjórnendur stefna á að endurreisa félagið á næstu þremur árum og efna nauðasamninginn á því tímabili. Atli Björn Þorbjörnsson, lögmaður er skipaður umsjónarmaður með nauðasamningsumleitunum. Fram kom í tilkynningu frá félaginu í júní að það hafi verið eitt það fyrsta í ferðaþjónustunni til að óska eftir fjárhagslegri endurskipulagningu eftir að faraldurinn skall á og að tekjur þess hafi fallið um 97 prósent nánast á einum degi. Auk endurskipulagningar nýtti félagið sér styrki til greiðslu launa á uppsagnarfresti og svokallaða hlutabótaleið. Í tilkynningu félagsins sagði að án þeirra aðgerða hefði félagið að öllum líkindum orðið gjaldþrota sumarið 2020. Fréttin hefur verið uppfærð. Ferðamennska á Íslandi Dómsmál Tengdar fréttir Gray Line áætlar endurreisn Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line áætlar endurreisn á næstu þremur árum. Heimild félagsins til fjárhagslegrar endurskipulagningar rennur út á morgun en félagið hefur lagt fram frumvarp að nauðasamningi. 24. júní 2021 13:37 Gray Line óskar eftir greiðsluskjóli Rekstraraðili Gray Line á Íslandi, ferðaþjónustufyrirtækið Allrahanda GL ehf, hefur óskað eftir greiðsluskjóli þar til að ferðamenn fara að láta sjá sig aftur. 26. júní 2020 15:29 Mest lesið Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
„Auðvitað er þessi niðurstaða vonbrigði en í raun og veru getur maður ekki annað sagt en að þetta er rétt hjá dómaranum, það hefði mátt gera þennan samning betur og við munum bara bæta úr því,“ segir Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Gray Line á Íslandi, í samtali við fréttastofu. Félagið hyggist greiða umræddar kröfur. Niðurstaðan hafi ekki mikil áhrif á áætlanir félagsins Ellefu félög mótmæltu nauðasamningnum en þeirra á meðal voru Laugarvatn Fontana, N1, Isavia og samkeppnisaðilarnir Hópbílar, Airport Direct og Reykjavík Sightseeing. Þórir segir að héraðsdómur hafi ekki tekið undir málaleitan fyrirtækjanna en talið að samningur um breytt fyrirkomulag á sölu og markaðsmálum Gray Line væri haldinn ágöllum sem gæti skert rétt kröfuhafa. Taldi dómari því rétt að hafna staðfestingu nauðasamningsfrumvarpsins en féllst í öllum atriðum á túlkun félagsins um meðferð krafna á hendur því. Hyggst rekstrarfélag Gray Line áfrýja málinu til Landsréttar og bæta úr þeim ágöllum sem héraðsdómur bendir á í viðkomandi samningum milli félaganna. „Þetta er ekki stórmál í okkar augum og það er betra að fá svona ábendingu í héraðsdómi en í Landsrétti,“ segir Þórir. Félagið verður áfram í greiðsluskjóli þar til dómur fellur í Landsrétti og starfsemi með óbreyttum hætti þar til endanleg niðurstaða liggur fyrir. Heimild þess til fjárhagslegrar endurskipulagningar rann út í júní síðastliðnum og var þá lagt fram frumvarp að nauðasamningi. Vilja endurreisa félagið á næstu þremur árum Í greinargerð með frumvarpinu segjast stjórnendur stefna á að endurreisa félagið á næstu þremur árum og efna nauðasamninginn á því tímabili. Atli Björn Þorbjörnsson, lögmaður er skipaður umsjónarmaður með nauðasamningsumleitunum. Fram kom í tilkynningu frá félaginu í júní að það hafi verið eitt það fyrsta í ferðaþjónustunni til að óska eftir fjárhagslegri endurskipulagningu eftir að faraldurinn skall á og að tekjur þess hafi fallið um 97 prósent nánast á einum degi. Auk endurskipulagningar nýtti félagið sér styrki til greiðslu launa á uppsagnarfresti og svokallaða hlutabótaleið. Í tilkynningu félagsins sagði að án þeirra aðgerða hefði félagið að öllum líkindum orðið gjaldþrota sumarið 2020. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ferðamennska á Íslandi Dómsmál Tengdar fréttir Gray Line áætlar endurreisn Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line áætlar endurreisn á næstu þremur árum. Heimild félagsins til fjárhagslegrar endurskipulagningar rennur út á morgun en félagið hefur lagt fram frumvarp að nauðasamningi. 24. júní 2021 13:37 Gray Line óskar eftir greiðsluskjóli Rekstraraðili Gray Line á Íslandi, ferðaþjónustufyrirtækið Allrahanda GL ehf, hefur óskað eftir greiðsluskjóli þar til að ferðamenn fara að láta sjá sig aftur. 26. júní 2020 15:29 Mest lesið Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Gray Line áætlar endurreisn Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line áætlar endurreisn á næstu þremur árum. Heimild félagsins til fjárhagslegrar endurskipulagningar rennur út á morgun en félagið hefur lagt fram frumvarp að nauðasamningi. 24. júní 2021 13:37
Gray Line óskar eftir greiðsluskjóli Rekstraraðili Gray Line á Íslandi, ferðaþjónustufyrirtækið Allrahanda GL ehf, hefur óskað eftir greiðsluskjóli þar til að ferðamenn fara að láta sjá sig aftur. 26. júní 2020 15:29