Hörður hlaut sekt vegna mannsins sem rekinn var af Hlíðarenda Sindri Sverrisson skrifar 3. nóvember 2021 11:30 Hörður fagnaði sigri gegn ungmennaliði Vals eftir að mikið hafði gengið á á Hlíðarenda. Getty Aganefnd HSÍ hefur sektað handknattleiksdeild Harðar vegna „vítaverðrar framkomu“ manns sem vísað var út úr Origo-höllinni að Hlíðarenda 15. október. Maðurinn var á meðal áhorfenda á leik Harðar og ungmennaliðs Vals, í Grill 66-deildinni, þar sem Hörður vann þriggja marka sigur, 29-26. Sýndi hann af sér ósæmilega framkomu í garð dómara og sjálfboðaliða með hrópum og köllum. Orðaval á upptöku sýni að maðurinn hafi verið á vegum Harðar Samkvæmt úrskurði aganefndar fær Hörður 25.000 króna sekt. Nefndin safnaði upplýsingum og nýtti meðal annars myndbandsupptöku af leiknum við sína ákvörðun. Í úrskurðinum segir: „Af fyrirliggjandi gögnum málsins er ljóst að hlutaðeigandi aðili var á vegum handknattleiksdeildar Harðar, en orðaval hans á fyrrgreindri myndabandsupptöku rennir enn frekari stoðum undir það. Þó aðilum beri ekki saman um málsatvik, þá er hafið yfir vafa að mati aganefndar, að það orðfæri sem var viðhaft og lýst í skýrslu dómara, og heyrist að hluta til á fyrirliggjandi myndbandsupptöku, teljist vítaverð framkoma gagnvart starfsmönnum leiksins.“ Ragnar Heiðar Sigtryggsson, framkvæmdastjóri Harðar, sagði við Vísi eftir að aganefnd ákvað að taka málið fyrir að sér þætti „furðulegt“ ef að málið leiddi til refsingar fyrir félagið. Ekki hafi verið um forsvarsmann Harðar að ræða heldur stuðningsmann. Mat aganefndar er annað. Ragnar sagði manninum hafa orðið heitt í hamsi í seinni hálfleik, meðal annars vegna þess að tónlist hefði verið spiluð á Hlíðarenda þegar leikurinn var í gangi, þegar leikmenn Harðar hófu sóknir sínar. „Það var pínu hiti í mönnum þegar það var kvartað undan starfsmönnum hússins. Kannski hefðu menn mátt gera það öðruvísi en það var hiti og mikil spenna í leiknum,“ sagði Ragnar. Handbolti Valur Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Maðurinn var á meðal áhorfenda á leik Harðar og ungmennaliðs Vals, í Grill 66-deildinni, þar sem Hörður vann þriggja marka sigur, 29-26. Sýndi hann af sér ósæmilega framkomu í garð dómara og sjálfboðaliða með hrópum og köllum. Orðaval á upptöku sýni að maðurinn hafi verið á vegum Harðar Samkvæmt úrskurði aganefndar fær Hörður 25.000 króna sekt. Nefndin safnaði upplýsingum og nýtti meðal annars myndbandsupptöku af leiknum við sína ákvörðun. Í úrskurðinum segir: „Af fyrirliggjandi gögnum málsins er ljóst að hlutaðeigandi aðili var á vegum handknattleiksdeildar Harðar, en orðaval hans á fyrrgreindri myndabandsupptöku rennir enn frekari stoðum undir það. Þó aðilum beri ekki saman um málsatvik, þá er hafið yfir vafa að mati aganefndar, að það orðfæri sem var viðhaft og lýst í skýrslu dómara, og heyrist að hluta til á fyrirliggjandi myndbandsupptöku, teljist vítaverð framkoma gagnvart starfsmönnum leiksins.“ Ragnar Heiðar Sigtryggsson, framkvæmdastjóri Harðar, sagði við Vísi eftir að aganefnd ákvað að taka málið fyrir að sér þætti „furðulegt“ ef að málið leiddi til refsingar fyrir félagið. Ekki hafi verið um forsvarsmann Harðar að ræða heldur stuðningsmann. Mat aganefndar er annað. Ragnar sagði manninum hafa orðið heitt í hamsi í seinni hálfleik, meðal annars vegna þess að tónlist hefði verið spiluð á Hlíðarenda þegar leikurinn var í gangi, þegar leikmenn Harðar hófu sóknir sínar. „Það var pínu hiti í mönnum þegar það var kvartað undan starfsmönnum hússins. Kannski hefðu menn mátt gera það öðruvísi en það var hiti og mikil spenna í leiknum,“ sagði Ragnar.
Handbolti Valur Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira