„Við erum mjög hrædd en förum afar varlega“ Þorgils Jónsson skrifar 3. nóvember 2021 06:01 Afganska blaðakonan Adela Azeen segist óttast um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar undir ógnarstjórn Talibana, en heldur ótrauð áfram að fjalla um réttindi kvenna og stúlkna. Allt frá því að Talibanar komust til valda á ný í Afganistan í sumar hefur veröldin umturnast fyrir stóran hluta þjóðarinnar. Fyrir utan almennt ofríki og ofbeldi sem Talibanar fara fram með, hefur staða kvenna og stúlkna stórversnað, enda viðurkenna hinir nýju herrar ekki réttindi þeirra til að stunda vinnu eða sækja sér menntun og þar fram eftir götunum. Þá hefur verið gengið hart gegn fjölmiðlum og fjölmargar fréttir hafa borist af því að blaðamenn séu beittir grófu ofbeldi. Blaðakonan og skáldið Adela Azeen býr í Kabúl. Hún er á þrítugsaldri og hefur síðustu ár skrifað fréttir og pistla fyrir miðilinn Nimrokh sem fjallar um konur og kvenréttindi. Í samtali við Vísi lýsir hún ógnvænlegum og gríðarlega krefjandi aðstæðum þar sem hún óttast um líf sitt á hverjum degi en heldur ótrauð áfram að flytja fréttir af stöðu mála í landinu hannar og vekja athygli á stöðu kvenna. Ég komst í samband við Adelu í gegnum afganska blaðakonu sem kom til Íslands í sumar með öðru flóttafólki. Við sendumst á í gegnum WhatsApp, en þrátt fyrir þau takmörk sem slíkur samskiptamáti setur, er lítið mál að skynja hjá henni sársauka og ótta en líka mikið hugrekki. Vefur Nimrokh flytur lesendum sínum fréttir af konum og kvenréttindabáráttu. Meðal þess sem Adela hefur fjallað um að undanförnu er sinnaskipti sumra afganskra karlmanna sem hafa breyst í framkomu við eiginkonur sínar eftir að Talibanar tóku við stjórninni.Mynd/Skjáskot Adela byrjar á að segja mér frá Nimrokh. Hún hefur unnið þar í tvö ár. Þau voru bæði með prentútgáfu og vefsíðu, en síðan Talibanar sneru aftur til Kabúl var allt of hættulegt að prenta blaðið og dreifa því. Þau voru áður sjö á ritstjórninni, en eru fjögur eftir, eins og er. „Við erum bara með vefinn núna,“ segir hún. „Við hættum okkur ekki á skrifstofuna og vinnum því heima.“ Ég spyr hvort Talibanar séu að leita sérstaklega að blaðamönnum sem hafi uppi gagnrýni. „Já, og við erum mjög hrædd, en förum afar varlega.“ Hún bætir því við að afganskar konur séu afar hugrakkar og láti ekki bugast þrátt fyrir erfiða stöðu. „Við berjumst gegn hugmyndafræði hryðjuverkamannanna.“ Voru hrædd við bíla Adela var einungis barn að aldri þegar Talibanar voru hraktir frá völdum árið 2001 en man eftir því þegar bandaríski herinn kom. „Ég man aðallega hvað við vorum hrædd við alla bíla því að við óttuðumst að þar færu Talibanar og myndu skipa okkur að setja upp slæðu.“ Adela segir að þó að Talibönum hafi verið steypt á stóli hafi ástandið fyrir síðustu stjórnarskipti ekki verið sem best, enda er feðraveldið afar rótgróið í afgönsku samfélagi. Þrátt fyrir að hún og félagar hennar hafi getað starfað og gefið út hafi trúarleiðtogar og aðrir karlmenn oft ógnað konum sem gerðu sig gildandi og risu upp gegn hefðbundnum siðum. „Við áttum alltaf á hættu að verða fyrir aðkasti eða árás. Það var líka ráðist gegn okkur á samfélagsmiðlum.“ Adela segir að Talibanar leyfi ákveðna fjölmiðla, en í ákveðnum tilgangi. „Þeir reyna að sýnast hófstilltir, því að þeir vita að heimurinn fylgist með.“ Almenningur andsnúinn Talibönum en má sín lítils Ég spyr hana hvort meirihluti hinna almennu borgara í Afganistan séu andsnúnir Talibönum. Afganskar konur létu í sér heyra á götum úti fyrst eftir valdatöku Talibana, en mótmæli voru svo barin niður með harðri hendi.Mynd Adela Azeen Hún svarar því játandi, en telur útilokað að þeir geti risið upp gegn drottnurum sínum. „Nei. Vegna þess að fólkið á ekki vopn. En ég hef séð mótmæli þar eru konur sem eru að krefjast þess að lögbundin réttindi þeirra verði virt.“ Hún bætir við að alþjóðasamfélagið ætti að halda áfram að þrýsta á Talibana að virða réttindi kvenna. Breyttur borgarbragur í Kabúl Hvað varðar hið almenna líf í Kabúl segir hún að ýmislegt hafi breyst. Göturnar séu ekki eins iðandi af mannlífi og áður. Lífið breyttist mikið í Kabúl eftir að Talibanar sneru aftur. Nú er líklegra að konur kjósi frekar að klæða sig í íhaldssamari klæði og fylgi eiginmönnum sínum eða öðrum karlmönnum á götum úti til að verða síður fyrir áreiti af höndum Talibana.Mynd/Adela Azeen „Konum er frjálst að ganga úti á götu, en þær eru kannski ekki í uppáhaldskjólunum sínum. Þeim finnst samt betra að vera í fylgd með eiginmönnum sínum, eða öðrum mönnum, ef að Talibönum dytti í hug að skipta sér af þeim. Margar halda sig líka bara heima og fara ekki út að versla.“ Borgarastyrjöld ekki útilokuð Adela segist vonast til þess að komast brátt úr landi.Mynd/Aðsend Adela segir að suma gruni að borgarastyrjöld gæti brotist út í landinu enn einu sinni, þar sem fyrri valdhafar horfi til þess að snúa aftur til landsins og hrekja Talibana á brott. „En maður veit ekkert hvernig það gæti farið. Svo er eru hryðjuverkamenn frá Daesh (Íslamska ríkinu) líka farnir að láta finna fyrir sér.“ Hún segist aðspurð vonast til þess að komast burt frá Afganistan sem fyrst ásamt fjölskyldu sinni. Hún er ógift en segist trúlofuð góðum manni. „Staða mín og fjölskyldu minnar er alls ekki góð. Við höfum ekki nóg af peningum og erum ekki örugg.“ Enn um sinn bíður Adela þó kúgunarstjórninni byrginn og heldur áfram að skrifa og kalla eftir réttindum kvenna og stúlkna. Afganistan Mannréttindi Jafnréttismál Tengdar fréttir Baráttukona komin til Íslands frá Afganistan: Barnið missti meðvitund í mannþrönginni við flugvöllinn í Kabúl Zeba Sultani er alvön því að þurfa að berjast fyrir sínu. Sem ung stúlka í Afganistan hóf hún skólagöngu sína í laumi, undir fyrri stjórn Talibana, og þó að ástandið hafi skánað á árunum sem frá liðu, fólust margar áskoranir í því að starfa að jafnréttismálum í íhaldssömu samfélagi. 12. október 2021 06:00 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Sjá meira
Fyrir utan almennt ofríki og ofbeldi sem Talibanar fara fram með, hefur staða kvenna og stúlkna stórversnað, enda viðurkenna hinir nýju herrar ekki réttindi þeirra til að stunda vinnu eða sækja sér menntun og þar fram eftir götunum. Þá hefur verið gengið hart gegn fjölmiðlum og fjölmargar fréttir hafa borist af því að blaðamenn séu beittir grófu ofbeldi. Blaðakonan og skáldið Adela Azeen býr í Kabúl. Hún er á þrítugsaldri og hefur síðustu ár skrifað fréttir og pistla fyrir miðilinn Nimrokh sem fjallar um konur og kvenréttindi. Í samtali við Vísi lýsir hún ógnvænlegum og gríðarlega krefjandi aðstæðum þar sem hún óttast um líf sitt á hverjum degi en heldur ótrauð áfram að flytja fréttir af stöðu mála í landinu hannar og vekja athygli á stöðu kvenna. Ég komst í samband við Adelu í gegnum afganska blaðakonu sem kom til Íslands í sumar með öðru flóttafólki. Við sendumst á í gegnum WhatsApp, en þrátt fyrir þau takmörk sem slíkur samskiptamáti setur, er lítið mál að skynja hjá henni sársauka og ótta en líka mikið hugrekki. Vefur Nimrokh flytur lesendum sínum fréttir af konum og kvenréttindabáráttu. Meðal þess sem Adela hefur fjallað um að undanförnu er sinnaskipti sumra afganskra karlmanna sem hafa breyst í framkomu við eiginkonur sínar eftir að Talibanar tóku við stjórninni.Mynd/Skjáskot Adela byrjar á að segja mér frá Nimrokh. Hún hefur unnið þar í tvö ár. Þau voru bæði með prentútgáfu og vefsíðu, en síðan Talibanar sneru aftur til Kabúl var allt of hættulegt að prenta blaðið og dreifa því. Þau voru áður sjö á ritstjórninni, en eru fjögur eftir, eins og er. „Við erum bara með vefinn núna,“ segir hún. „Við hættum okkur ekki á skrifstofuna og vinnum því heima.“ Ég spyr hvort Talibanar séu að leita sérstaklega að blaðamönnum sem hafi uppi gagnrýni. „Já, og við erum mjög hrædd, en förum afar varlega.“ Hún bætir því við að afganskar konur séu afar hugrakkar og láti ekki bugast þrátt fyrir erfiða stöðu. „Við berjumst gegn hugmyndafræði hryðjuverkamannanna.“ Voru hrædd við bíla Adela var einungis barn að aldri þegar Talibanar voru hraktir frá völdum árið 2001 en man eftir því þegar bandaríski herinn kom. „Ég man aðallega hvað við vorum hrædd við alla bíla því að við óttuðumst að þar færu Talibanar og myndu skipa okkur að setja upp slæðu.“ Adela segir að þó að Talibönum hafi verið steypt á stóli hafi ástandið fyrir síðustu stjórnarskipti ekki verið sem best, enda er feðraveldið afar rótgróið í afgönsku samfélagi. Þrátt fyrir að hún og félagar hennar hafi getað starfað og gefið út hafi trúarleiðtogar og aðrir karlmenn oft ógnað konum sem gerðu sig gildandi og risu upp gegn hefðbundnum siðum. „Við áttum alltaf á hættu að verða fyrir aðkasti eða árás. Það var líka ráðist gegn okkur á samfélagsmiðlum.“ Adela segir að Talibanar leyfi ákveðna fjölmiðla, en í ákveðnum tilgangi. „Þeir reyna að sýnast hófstilltir, því að þeir vita að heimurinn fylgist með.“ Almenningur andsnúinn Talibönum en má sín lítils Ég spyr hana hvort meirihluti hinna almennu borgara í Afganistan séu andsnúnir Talibönum. Afganskar konur létu í sér heyra á götum úti fyrst eftir valdatöku Talibana, en mótmæli voru svo barin niður með harðri hendi.Mynd Adela Azeen Hún svarar því játandi, en telur útilokað að þeir geti risið upp gegn drottnurum sínum. „Nei. Vegna þess að fólkið á ekki vopn. En ég hef séð mótmæli þar eru konur sem eru að krefjast þess að lögbundin réttindi þeirra verði virt.“ Hún bætir við að alþjóðasamfélagið ætti að halda áfram að þrýsta á Talibana að virða réttindi kvenna. Breyttur borgarbragur í Kabúl Hvað varðar hið almenna líf í Kabúl segir hún að ýmislegt hafi breyst. Göturnar séu ekki eins iðandi af mannlífi og áður. Lífið breyttist mikið í Kabúl eftir að Talibanar sneru aftur. Nú er líklegra að konur kjósi frekar að klæða sig í íhaldssamari klæði og fylgi eiginmönnum sínum eða öðrum karlmönnum á götum úti til að verða síður fyrir áreiti af höndum Talibana.Mynd/Adela Azeen „Konum er frjálst að ganga úti á götu, en þær eru kannski ekki í uppáhaldskjólunum sínum. Þeim finnst samt betra að vera í fylgd með eiginmönnum sínum, eða öðrum mönnum, ef að Talibönum dytti í hug að skipta sér af þeim. Margar halda sig líka bara heima og fara ekki út að versla.“ Borgarastyrjöld ekki útilokuð Adela segist vonast til þess að komast brátt úr landi.Mynd/Aðsend Adela segir að suma gruni að borgarastyrjöld gæti brotist út í landinu enn einu sinni, þar sem fyrri valdhafar horfi til þess að snúa aftur til landsins og hrekja Talibana á brott. „En maður veit ekkert hvernig það gæti farið. Svo er eru hryðjuverkamenn frá Daesh (Íslamska ríkinu) líka farnir að láta finna fyrir sér.“ Hún segist aðspurð vonast til þess að komast burt frá Afganistan sem fyrst ásamt fjölskyldu sinni. Hún er ógift en segist trúlofuð góðum manni. „Staða mín og fjölskyldu minnar er alls ekki góð. Við höfum ekki nóg af peningum og erum ekki örugg.“ Enn um sinn bíður Adela þó kúgunarstjórninni byrginn og heldur áfram að skrifa og kalla eftir réttindum kvenna og stúlkna.
Afganistan Mannréttindi Jafnréttismál Tengdar fréttir Baráttukona komin til Íslands frá Afganistan: Barnið missti meðvitund í mannþrönginni við flugvöllinn í Kabúl Zeba Sultani er alvön því að þurfa að berjast fyrir sínu. Sem ung stúlka í Afganistan hóf hún skólagöngu sína í laumi, undir fyrri stjórn Talibana, og þó að ástandið hafi skánað á árunum sem frá liðu, fólust margar áskoranir í því að starfa að jafnréttismálum í íhaldssömu samfélagi. 12. október 2021 06:00 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Sjá meira
Baráttukona komin til Íslands frá Afganistan: Barnið missti meðvitund í mannþrönginni við flugvöllinn í Kabúl Zeba Sultani er alvön því að þurfa að berjast fyrir sínu. Sem ung stúlka í Afganistan hóf hún skólagöngu sína í laumi, undir fyrri stjórn Talibana, og þó að ástandið hafi skánað á árunum sem frá liðu, fólust margar áskoranir í því að starfa að jafnréttismálum í íhaldssömu samfélagi. 12. október 2021 06:00