Þetta kemur fram í innköllun í Lögbirtingablaðinu í dag, en vefur Morgunblaðsins sagði frá þessu fyrr í dag.
Norðurál hugðist starfrækja álver í Helguvík og hafði lagt í miklar fjárfestingar og framkvæmdir við kerskála og fleira, en verkefnið féll um sjálft sig af ýmsum ástæðum.
Í innkölluninni er skorað á er skorað á alla þá sem telja sig hafa kröfu á búið, að lýsa þeim fyrir 28. janúar næstkomandi.
Fyrir skemmstu var sagt frá því að Íslenski sjávarklasinn í samstarfi við fyrirtæki á Reykjanesi hafi verið í viðræðum við Norðurál um kaup á byggingunum í Helguvík. Þar sé í undirbúningi sprotagarður sem hefur hlotið vinnuheitið Reykjanesklasinn.