Lífið breyttist: Fékk ADHD greiningu 33 ára og faðir hans um sjötugt Rakel Sveinsdóttir skrifar 3. nóvember 2021 07:01 Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna vissi um 13 ára aldur að hann glímdi við þunglyndi. Eftir að hafa skammað sjálfan sig út í eitt frá unglingsaldri og verið í niðurrifi og neikvæðum hugsunum um sjálfan sig allt sitt fullorðinslíf, fékk Vilhjálmur loksins réttu greininguna: Hann er með ADHD. Vísir/Vilhelm „Eins og allir vita þá er „normal“ ekki til. Ef allir væru eins þá væri líf okkar allra heldur snautt. Punktur,“ segir Vilhjálmur Hjálmarsson formaður ADHD samtakanna. Vilhjálmur telur mikilvægt að auka aðgengi fullorðinna að vönduðum greiningum. Það geti skipt sköpum og er auk þess mikilvægt fyrir atvinnulífið þannig að styrkleikar og mannauður hvers og eins einstaklings njóti sín sem best. Sjálfur fékk hann ADHD greiningu 33 ára en fram að því hafði hann fyrst og fremst talið sig glíma við þunglyndi. Í Atvinnulífinu í dag og á morgun er fjallað um ADHD fullorðinna en eins er fólki bent á fræðslubækling samtakanna Atvinna og ADHD, en þar er að finna ýmsan fróðleik sem nýtist vel fullorðnum og fyrirtækjum um ADHD. Bæklinginn má nálgast hér. Kannast þú við þessi einkenni? (hjá þér eða samstarfsfélaga) Það sem talið er valda einkennum sem fylgja ADHD er vanvirkni í þeim framheilastöðvum sem hafa með einbeitingu, athygli og hömlur að gera. Þessi vanvirkni gerir það að verkum að höfuðeinkenni ADHD er ofvirkni, athyglisbrestur og hvatvísi. Í grein eftir Grétar Sigurbergsson lækni segir að athyglisbresturinn sé oftast sá hluti sem er höfuðvandamál fullorðinna með ADHD. Í umræddri grein segir: „Hjá fullorðnum með ADHD er athyglisbrestur oftast höfuðvandamálið. Þetta einkenni hverfur síður en önnur með aldrinum. Um er að ræða einbeitingarskort, erfiðleika við að halda athyglinni vakandi nema stutta stund í einu við sama viðfangsefni, sérstaklega ef efnið er ekki áhugavert. Þá er tilhneiging til að fara stöðugt úr einu í annað, eiga í erfiðleikum með að byrja á viðfangsefni og ekki síður við að ljúka við það. Fólk kvartar um minnisleysi, það þurfi að skrifa allt á minnismiða, týni endurtekið hlutum eins og lyklum, farsímum, fötum o.s.frv. og eyði miklum tíma við að leita að hlutum.“ Talið er að í um helmingi tilfella glími fólk áfram við ADHD á fullorðinsárum. Það skýrist einfaldlega af því að heilaþroskinn okkar hægir á sér eftir 23 til 25 ára aldurinn og þar sem ADHD er röskun á líffræðilegum þroska heilans, er eðlilegt að einungis um helmingur einstaklinga með ADHD glími áfram við einkenni ADHD á fullorðinsárum. Ekki eru til tölur á Íslandi um það hversu margir eru með ADHD. Vilhjálmur segir þó oft stuðst við gamlar rannsóknir í Evrópu sem gefa vísbendingar um að um 5-6% barna glími við ADHD en um 2-2,5% fullorðinna. Að mati Vilhjálms eru þessar viðmiðanir úreltar. Mikil aukning hafi verið á þekkingu um ADHD síðan þessar rannsóknir voru gerðar, en sjálfur segist hann telja að um 15 til 18 þúsund fullorðna einstaklinga glími við ADHD. Var alltaf að glíma við þunglyndi en ekki ADHD Vilhjálmur hefur sjálfur reynslu af því að fá greiningu á fullorðinsárum, sem breytti öllu. „Í kringum þrettán ára aldurinn vissi ég að ég ætti það til að vera þunglyndur,“ segir Vilhjálmur. Ekki aðeins gerði hann sér grein fyrir því strax þá, heldur þekkti hann þunglyndi einnig frá föður sínum Hjálmari Vilhjálmssyni fiskifræðingi. Löngu síðar lærðist Vilhjálmi að föðuramma hans hefði glímt við mikið þunglyndi. Mun meira og verra en hann sjálfur eða faðir hans. „Á þeim tíma vissi ég hreint ekki hver hin raunverulega orsök var.“ Og Vilhjálmur heldur áfram. „Sjáðu til. Ég er klár, örugglega vel yfir meðaltali. En þarna á unglingsárum hafði ég áttað mig á að ég var gjarn á að klúðra einföldu hlutunum aftur og aftur,“ segir Vilhjálmur og nefnir dæmi: Enn í dag heyri ég mömmu hlæja upphátt og kalla fram: Villi minn, varstu í eldhúsinu. Af hverju? spyr ég hissa. Jú, það eru hálf opnar skáphurðir alls staðar, svarar hún og þá átta ég mig á að þótt ég hefði getað svarið fyrir að ég hefði lokað skápunum, hafði ég víst bara gert það í huganum.“ Eflaust brosa margir í kambinn við þessa frásögn, hvort heldur sem er fullorðið fólk sem gerir sér grein fyrir því að það er með ADHD eða þekkir einhvern nákominn með ADHD. Það skrýtna er þó þetta: „Ég sem sagt klikka á svona afar einföldum hlutum. En á sama tíma leysi ég mjög svo flókin verkefni, jafnvel á máta sem aðrir sáu ekki fyrir.“ Þessi lýsing Vilhjálms rímar vel við þá lýsingu sem finna má um einstaklinga með ADHD í bæklingnum sem gefinn var út fyrir vinnustaði. Því þar má einnig finna upplýsingar um styrkleika sem fólk með ADHD hefur jafnvel umfram aðra: „Einstaklingar með ADHD eru oft skapandi og frumlegir, hafa oft sérþekkingu, geta sökkt sér niður í verkefni (e. hyperfokus) og eiga auðvelt með að koma auga á smáatriði.“ Þá er það vel þekkt að fólk með ADHD hefur oft mikla getu til að afkasta miklu undir pressu. Vilhjálmur segir mikilvægt að greiða fyrir aðgangi fullorðinna að vönduðum ADHD greiningum því þær geti skipt sköpum, aukið lífsgæði fólks og gert fólki auðveldara með að nýta styrkleika sína. Til dæmis eru einstaklingar með ADHD oft mjög skapandi og frumlegir, búa oft yfir sérþekkingu, geta sökkt sér niður í verkefni og eiga auðvelt með að koma auga á smáatriði. Vísir/Vilhelm Nýtt líf með greiningu 33 ára og um sjötugt Þegar Vilhjálmur var orðinn 33 ára var staðan hans svona: Orkuboltinn ég var kominn út í horn. Sex ára sambúð var farin í hundana. Ég fór á hausinn með leiksýningu og var komin í enn eina vinnuna. Ég var líka í ársnámi hjá EHÍ, var í skilnaðinum að hjálpa fyrrverandi konunni minni til að kaupa mig út úr íbúð þannig að ég gæti keypt nýja íbúð og var að díla vel við allar þessar flækjur.“ En einu gleymdi hann þó: Sjálfum sér. Fór svo að heimilislæknir Vilhjálms „gafst upp“ á að reyna enn eitt þunglyndislyfið og sendi hann áfram til geðlæknis. Þetta var í janúar árið 2000. Og viti menn: Eftir að hafa skammað sjálfan sig út í eitt frá unglingsaldri og verið í niðurrifi og neikvæðum hugsunum um sjálfan sig allt sitt fullorðinslíf, fékk Vilhjálmur loksins réttu greininguna. Mitt þunglyndi var fyrst og fremst afleiðing af ógreindu og um leið vanmeðhöndluðu ADHD. Þess vegna hjálpaði lítið að taka einhver þunglyndislyf þegar orsök þunglyndis var af allt öðrum toga.“ Vilhjálmur segir lífið hreinlega hafa breyst til batnaðar eftir þetta. Enn er hann í sömu vinnu og þá var og í einu og öllu, á hann mun auðveldara með líf og starf. Í hans huga snúast greiningar fyrst og fremst um að fólk fái rétta meðhöndlun þannig að lífsgæðin þeirra aukist og hver og einn fái að njóta sín. Þá segir hann sögu föður síns afar svipaða en faðir hans, Hjálmar Vilhjálmsson, fékk ADHD greiningu þegar hann var um sjötugt. Fyrir síðustu fimm æviárin hans, skipti þessi greining sköpum. „Pabbi var mikils metinn fiskifræðingur og þúsundþjalasmiður. Eftir á að hyggja sýndi hann greinileg merki um ADHD þó það hafi lítið háð honum við vinnu. En með ADHD greiningu og lyfjameðferð tókst að draga mikið úr öðrum lyfjum sem hann var tók vegna hryggverkja. Kannski vegna þess að hann fór að hlusta á skrokkinn frekar en að keyra sig í kaf,“ segir Vilhjálmur og bætir við: „Næstu fimm árin birti hann fjölda vísindagreina, einn eða með öðrum og átti eina stóra í ritrýningarferli þegar hann féll frá 75 ára gamall.“ Áður en Vilhjálmur fékk ADHD greininguna sína og meðhöndlun við henni, var hann gjarn á að skipta mjög oft um vinnu. Eftir greiningu og rétta meðhöndlun, hefur hann starfað á sama vettvangi í tæp tuttugu ár. Algengur styrkleiki fólks með ADHD er að geta afkastað miklu undir pressu. Margir sem fá greiningu læra síðan aðferðir til að nýta styrkleika sína enn betur. Til dæmis til að afkasta miklu án þess að eiga hættu á að vera í tímapressu og stressi.Vísir/Vilhelm Til mikils að vinna fyrir atvinnulífið Aðspurður um góð ráð fyrir vinnustaði, nefnir Vilhjálmur að fræðsla um ADHD sé alltaf góð og eins geti stjórnendur stuðst við einföld og ódýr ráð. Til dæmis að vera alltaf með starfslýsingu skýra og aðgengilega eða að brjóta niður verkefni í smærri einingar. Þá segir Vilhjálmur líka fínt fyrir fólk með ADHD eða aðra sem eiga vinnufélaga með ADHD að nota húmorinn. „Stundum er bara hollt og gott að gera grín að allri vitleysunni og hlæja dátt. Hjá okkur sem erum með ADHD er oft stutt í húmorinn enda fátt betra en að viðurkenna eigin mistök með bros á vör og láta svo vaða aftur í verkið.“ Vilhjálmur fagnar því að sífellt fleiri vinnustaðir leggi áherslu á andlega vellíðan starfsfólks, enda mikilvægt að byggja upp mannauðinn. Þar skipti miklu máli að auka á aðgengi fullorðins fólks í greiningar, enda skarist oft ADHD við ýmislegt annað: Það þarf að hafa í huga að oft er skörun á ADHD einkennum við aðra möguleika eins og þunglyndi, kvíðaröskun, einhverfuróf, geðhvörf og fleira. Þá þarf líka að skoða hvort til dæmis kvíði og þunglyndi séu afleiðing af ógreindu eða ómeðhöndluðu ADHD eða hvort kvíðinn eða þunglyndið sé til staðar á eigin forsendum.“ Í dag segir Vilhjálmur aðgengi fullorðinna að ADHD greiningum of erfiða og kostnaðarsama. Stytta þurfi biðlista og tryggja fólki kostnaðarþátttöku við sálfræðiþjónustu. Ef marka má yfirlýsingar stjórnmálamanna fyrir síðustu alþingiskosningar, ættu þessi mál að batna á næstu misserum. Aðalmálið er að fyrir samfélagið sem heild, getur vönduð greining verið lykillinn að breyttri framtíð fyrir svo marga einstaklinga. „Það er síðan allur gangur á því hvort viðkomandi kýs lyfjameðferð og/eða aðra möguleika. Bara að skilja, fræðast og setja upp rétt gleraugu er stærsta skrefið.“ Heilsa Starfsframi Góðu ráðin Vinnustaðurinn Tengdar fréttir ADHD og slys í Thailandi kveikjan að nýju öndunartækninni Til að tengjast sköpunarkraftinum okkar sem best þurfum við að losa okkur við allt sem heitir áhyggjur, kvíði eða ótti. Berglind Rúnarsdóttir hefur þróað öndunartækni sem getur hjálpað fólki til þess. 27. október 2021 07:00 Þurfum að þjálfa og styrkja tilfinningavöðvann okkar Tilfinningaviðbrögðin okkar eru ekki hönnuð fyrir nútímann og þess vegna erum við oftar í dag að upplifa líðan eins og kvíða, depurð, áhyggjur, þunglyndi, svefnleysi og fleira. En við getum þjálfað okkur í andlegri heilsu, rétt eins og þeirri líkamlegu. 21. október 2021 07:00 „Það er í lagi að segja ekki alltaf allt gott“ Í stað þess að segjast alltaf segja allt gott og þykjast vera hress, þurfum við mögulega að læra að segja satt og viðurkenna að okkur líður ekkert alltaf vel. Líka í vinnunni. 20. október 2021 07:01 Heilsa starfsfólks: Stjórnarhættir, hreyfing, mataræði og áfengi meðal viðmiða „Viðmiðin skiptast í átta flokka eða gátlista sem snúa að vinnuumhverfi, umhverfi, starfsháttum, stjórnunarháttum, vellíðan, hreyfingu og útiveru, mataræði og áfengi og öðrum vímuefnum,“ segir Ingibjörg Loftsdóttir sviðsstjóri hjá VIRK um viðmið og verklag fyrir Heilsueflandi vinnustaði sem kynnt voru formlega í gær. 8. október 2021 07:00 Mikilvægt fyrir okkur öll að gera stundum ekkert Það kann að hljóma undarlega en það er mikilvægt fyrir okkur öll að gera stundum ekki neitt. Já, við erum að tala um að iðjuleysi er eitthvað sem gerir okkur gott. En hvernig getur það mögulega verið og hvaða árangur upplifum við af iðjuleysi? 24. september 2021 07:01 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Vilhjálmur telur mikilvægt að auka aðgengi fullorðinna að vönduðum greiningum. Það geti skipt sköpum og er auk þess mikilvægt fyrir atvinnulífið þannig að styrkleikar og mannauður hvers og eins einstaklings njóti sín sem best. Sjálfur fékk hann ADHD greiningu 33 ára en fram að því hafði hann fyrst og fremst talið sig glíma við þunglyndi. Í Atvinnulífinu í dag og á morgun er fjallað um ADHD fullorðinna en eins er fólki bent á fræðslubækling samtakanna Atvinna og ADHD, en þar er að finna ýmsan fróðleik sem nýtist vel fullorðnum og fyrirtækjum um ADHD. Bæklinginn má nálgast hér. Kannast þú við þessi einkenni? (hjá þér eða samstarfsfélaga) Það sem talið er valda einkennum sem fylgja ADHD er vanvirkni í þeim framheilastöðvum sem hafa með einbeitingu, athygli og hömlur að gera. Þessi vanvirkni gerir það að verkum að höfuðeinkenni ADHD er ofvirkni, athyglisbrestur og hvatvísi. Í grein eftir Grétar Sigurbergsson lækni segir að athyglisbresturinn sé oftast sá hluti sem er höfuðvandamál fullorðinna með ADHD. Í umræddri grein segir: „Hjá fullorðnum með ADHD er athyglisbrestur oftast höfuðvandamálið. Þetta einkenni hverfur síður en önnur með aldrinum. Um er að ræða einbeitingarskort, erfiðleika við að halda athyglinni vakandi nema stutta stund í einu við sama viðfangsefni, sérstaklega ef efnið er ekki áhugavert. Þá er tilhneiging til að fara stöðugt úr einu í annað, eiga í erfiðleikum með að byrja á viðfangsefni og ekki síður við að ljúka við það. Fólk kvartar um minnisleysi, það þurfi að skrifa allt á minnismiða, týni endurtekið hlutum eins og lyklum, farsímum, fötum o.s.frv. og eyði miklum tíma við að leita að hlutum.“ Talið er að í um helmingi tilfella glími fólk áfram við ADHD á fullorðinsárum. Það skýrist einfaldlega af því að heilaþroskinn okkar hægir á sér eftir 23 til 25 ára aldurinn og þar sem ADHD er röskun á líffræðilegum þroska heilans, er eðlilegt að einungis um helmingur einstaklinga með ADHD glími áfram við einkenni ADHD á fullorðinsárum. Ekki eru til tölur á Íslandi um það hversu margir eru með ADHD. Vilhjálmur segir þó oft stuðst við gamlar rannsóknir í Evrópu sem gefa vísbendingar um að um 5-6% barna glími við ADHD en um 2-2,5% fullorðinna. Að mati Vilhjálms eru þessar viðmiðanir úreltar. Mikil aukning hafi verið á þekkingu um ADHD síðan þessar rannsóknir voru gerðar, en sjálfur segist hann telja að um 15 til 18 þúsund fullorðna einstaklinga glími við ADHD. Var alltaf að glíma við þunglyndi en ekki ADHD Vilhjálmur hefur sjálfur reynslu af því að fá greiningu á fullorðinsárum, sem breytti öllu. „Í kringum þrettán ára aldurinn vissi ég að ég ætti það til að vera þunglyndur,“ segir Vilhjálmur. Ekki aðeins gerði hann sér grein fyrir því strax þá, heldur þekkti hann þunglyndi einnig frá föður sínum Hjálmari Vilhjálmssyni fiskifræðingi. Löngu síðar lærðist Vilhjálmi að föðuramma hans hefði glímt við mikið þunglyndi. Mun meira og verra en hann sjálfur eða faðir hans. „Á þeim tíma vissi ég hreint ekki hver hin raunverulega orsök var.“ Og Vilhjálmur heldur áfram. „Sjáðu til. Ég er klár, örugglega vel yfir meðaltali. En þarna á unglingsárum hafði ég áttað mig á að ég var gjarn á að klúðra einföldu hlutunum aftur og aftur,“ segir Vilhjálmur og nefnir dæmi: Enn í dag heyri ég mömmu hlæja upphátt og kalla fram: Villi minn, varstu í eldhúsinu. Af hverju? spyr ég hissa. Jú, það eru hálf opnar skáphurðir alls staðar, svarar hún og þá átta ég mig á að þótt ég hefði getað svarið fyrir að ég hefði lokað skápunum, hafði ég víst bara gert það í huganum.“ Eflaust brosa margir í kambinn við þessa frásögn, hvort heldur sem er fullorðið fólk sem gerir sér grein fyrir því að það er með ADHD eða þekkir einhvern nákominn með ADHD. Það skrýtna er þó þetta: „Ég sem sagt klikka á svona afar einföldum hlutum. En á sama tíma leysi ég mjög svo flókin verkefni, jafnvel á máta sem aðrir sáu ekki fyrir.“ Þessi lýsing Vilhjálms rímar vel við þá lýsingu sem finna má um einstaklinga með ADHD í bæklingnum sem gefinn var út fyrir vinnustaði. Því þar má einnig finna upplýsingar um styrkleika sem fólk með ADHD hefur jafnvel umfram aðra: „Einstaklingar með ADHD eru oft skapandi og frumlegir, hafa oft sérþekkingu, geta sökkt sér niður í verkefni (e. hyperfokus) og eiga auðvelt með að koma auga á smáatriði.“ Þá er það vel þekkt að fólk með ADHD hefur oft mikla getu til að afkasta miklu undir pressu. Vilhjálmur segir mikilvægt að greiða fyrir aðgangi fullorðinna að vönduðum ADHD greiningum því þær geti skipt sköpum, aukið lífsgæði fólks og gert fólki auðveldara með að nýta styrkleika sína. Til dæmis eru einstaklingar með ADHD oft mjög skapandi og frumlegir, búa oft yfir sérþekkingu, geta sökkt sér niður í verkefni og eiga auðvelt með að koma auga á smáatriði. Vísir/Vilhelm Nýtt líf með greiningu 33 ára og um sjötugt Þegar Vilhjálmur var orðinn 33 ára var staðan hans svona: Orkuboltinn ég var kominn út í horn. Sex ára sambúð var farin í hundana. Ég fór á hausinn með leiksýningu og var komin í enn eina vinnuna. Ég var líka í ársnámi hjá EHÍ, var í skilnaðinum að hjálpa fyrrverandi konunni minni til að kaupa mig út úr íbúð þannig að ég gæti keypt nýja íbúð og var að díla vel við allar þessar flækjur.“ En einu gleymdi hann þó: Sjálfum sér. Fór svo að heimilislæknir Vilhjálms „gafst upp“ á að reyna enn eitt þunglyndislyfið og sendi hann áfram til geðlæknis. Þetta var í janúar árið 2000. Og viti menn: Eftir að hafa skammað sjálfan sig út í eitt frá unglingsaldri og verið í niðurrifi og neikvæðum hugsunum um sjálfan sig allt sitt fullorðinslíf, fékk Vilhjálmur loksins réttu greininguna. Mitt þunglyndi var fyrst og fremst afleiðing af ógreindu og um leið vanmeðhöndluðu ADHD. Þess vegna hjálpaði lítið að taka einhver þunglyndislyf þegar orsök þunglyndis var af allt öðrum toga.“ Vilhjálmur segir lífið hreinlega hafa breyst til batnaðar eftir þetta. Enn er hann í sömu vinnu og þá var og í einu og öllu, á hann mun auðveldara með líf og starf. Í hans huga snúast greiningar fyrst og fremst um að fólk fái rétta meðhöndlun þannig að lífsgæðin þeirra aukist og hver og einn fái að njóta sín. Þá segir hann sögu föður síns afar svipaða en faðir hans, Hjálmar Vilhjálmsson, fékk ADHD greiningu þegar hann var um sjötugt. Fyrir síðustu fimm æviárin hans, skipti þessi greining sköpum. „Pabbi var mikils metinn fiskifræðingur og þúsundþjalasmiður. Eftir á að hyggja sýndi hann greinileg merki um ADHD þó það hafi lítið háð honum við vinnu. En með ADHD greiningu og lyfjameðferð tókst að draga mikið úr öðrum lyfjum sem hann var tók vegna hryggverkja. Kannski vegna þess að hann fór að hlusta á skrokkinn frekar en að keyra sig í kaf,“ segir Vilhjálmur og bætir við: „Næstu fimm árin birti hann fjölda vísindagreina, einn eða með öðrum og átti eina stóra í ritrýningarferli þegar hann féll frá 75 ára gamall.“ Áður en Vilhjálmur fékk ADHD greininguna sína og meðhöndlun við henni, var hann gjarn á að skipta mjög oft um vinnu. Eftir greiningu og rétta meðhöndlun, hefur hann starfað á sama vettvangi í tæp tuttugu ár. Algengur styrkleiki fólks með ADHD er að geta afkastað miklu undir pressu. Margir sem fá greiningu læra síðan aðferðir til að nýta styrkleika sína enn betur. Til dæmis til að afkasta miklu án þess að eiga hættu á að vera í tímapressu og stressi.Vísir/Vilhelm Til mikils að vinna fyrir atvinnulífið Aðspurður um góð ráð fyrir vinnustaði, nefnir Vilhjálmur að fræðsla um ADHD sé alltaf góð og eins geti stjórnendur stuðst við einföld og ódýr ráð. Til dæmis að vera alltaf með starfslýsingu skýra og aðgengilega eða að brjóta niður verkefni í smærri einingar. Þá segir Vilhjálmur líka fínt fyrir fólk með ADHD eða aðra sem eiga vinnufélaga með ADHD að nota húmorinn. „Stundum er bara hollt og gott að gera grín að allri vitleysunni og hlæja dátt. Hjá okkur sem erum með ADHD er oft stutt í húmorinn enda fátt betra en að viðurkenna eigin mistök með bros á vör og láta svo vaða aftur í verkið.“ Vilhjálmur fagnar því að sífellt fleiri vinnustaðir leggi áherslu á andlega vellíðan starfsfólks, enda mikilvægt að byggja upp mannauðinn. Þar skipti miklu máli að auka á aðgengi fullorðins fólks í greiningar, enda skarist oft ADHD við ýmislegt annað: Það þarf að hafa í huga að oft er skörun á ADHD einkennum við aðra möguleika eins og þunglyndi, kvíðaröskun, einhverfuróf, geðhvörf og fleira. Þá þarf líka að skoða hvort til dæmis kvíði og þunglyndi séu afleiðing af ógreindu eða ómeðhöndluðu ADHD eða hvort kvíðinn eða þunglyndið sé til staðar á eigin forsendum.“ Í dag segir Vilhjálmur aðgengi fullorðinna að ADHD greiningum of erfiða og kostnaðarsama. Stytta þurfi biðlista og tryggja fólki kostnaðarþátttöku við sálfræðiþjónustu. Ef marka má yfirlýsingar stjórnmálamanna fyrir síðustu alþingiskosningar, ættu þessi mál að batna á næstu misserum. Aðalmálið er að fyrir samfélagið sem heild, getur vönduð greining verið lykillinn að breyttri framtíð fyrir svo marga einstaklinga. „Það er síðan allur gangur á því hvort viðkomandi kýs lyfjameðferð og/eða aðra möguleika. Bara að skilja, fræðast og setja upp rétt gleraugu er stærsta skrefið.“
Heilsa Starfsframi Góðu ráðin Vinnustaðurinn Tengdar fréttir ADHD og slys í Thailandi kveikjan að nýju öndunartækninni Til að tengjast sköpunarkraftinum okkar sem best þurfum við að losa okkur við allt sem heitir áhyggjur, kvíði eða ótti. Berglind Rúnarsdóttir hefur þróað öndunartækni sem getur hjálpað fólki til þess. 27. október 2021 07:00 Þurfum að þjálfa og styrkja tilfinningavöðvann okkar Tilfinningaviðbrögðin okkar eru ekki hönnuð fyrir nútímann og þess vegna erum við oftar í dag að upplifa líðan eins og kvíða, depurð, áhyggjur, þunglyndi, svefnleysi og fleira. En við getum þjálfað okkur í andlegri heilsu, rétt eins og þeirri líkamlegu. 21. október 2021 07:00 „Það er í lagi að segja ekki alltaf allt gott“ Í stað þess að segjast alltaf segja allt gott og þykjast vera hress, þurfum við mögulega að læra að segja satt og viðurkenna að okkur líður ekkert alltaf vel. Líka í vinnunni. 20. október 2021 07:01 Heilsa starfsfólks: Stjórnarhættir, hreyfing, mataræði og áfengi meðal viðmiða „Viðmiðin skiptast í átta flokka eða gátlista sem snúa að vinnuumhverfi, umhverfi, starfsháttum, stjórnunarháttum, vellíðan, hreyfingu og útiveru, mataræði og áfengi og öðrum vímuefnum,“ segir Ingibjörg Loftsdóttir sviðsstjóri hjá VIRK um viðmið og verklag fyrir Heilsueflandi vinnustaði sem kynnt voru formlega í gær. 8. október 2021 07:00 Mikilvægt fyrir okkur öll að gera stundum ekkert Það kann að hljóma undarlega en það er mikilvægt fyrir okkur öll að gera stundum ekki neitt. Já, við erum að tala um að iðjuleysi er eitthvað sem gerir okkur gott. En hvernig getur það mögulega verið og hvaða árangur upplifum við af iðjuleysi? 24. september 2021 07:01 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
ADHD og slys í Thailandi kveikjan að nýju öndunartækninni Til að tengjast sköpunarkraftinum okkar sem best þurfum við að losa okkur við allt sem heitir áhyggjur, kvíði eða ótti. Berglind Rúnarsdóttir hefur þróað öndunartækni sem getur hjálpað fólki til þess. 27. október 2021 07:00
Þurfum að þjálfa og styrkja tilfinningavöðvann okkar Tilfinningaviðbrögðin okkar eru ekki hönnuð fyrir nútímann og þess vegna erum við oftar í dag að upplifa líðan eins og kvíða, depurð, áhyggjur, þunglyndi, svefnleysi og fleira. En við getum þjálfað okkur í andlegri heilsu, rétt eins og þeirri líkamlegu. 21. október 2021 07:00
„Það er í lagi að segja ekki alltaf allt gott“ Í stað þess að segjast alltaf segja allt gott og þykjast vera hress, þurfum við mögulega að læra að segja satt og viðurkenna að okkur líður ekkert alltaf vel. Líka í vinnunni. 20. október 2021 07:01
Heilsa starfsfólks: Stjórnarhættir, hreyfing, mataræði og áfengi meðal viðmiða „Viðmiðin skiptast í átta flokka eða gátlista sem snúa að vinnuumhverfi, umhverfi, starfsháttum, stjórnunarháttum, vellíðan, hreyfingu og útiveru, mataræði og áfengi og öðrum vímuefnum,“ segir Ingibjörg Loftsdóttir sviðsstjóri hjá VIRK um viðmið og verklag fyrir Heilsueflandi vinnustaði sem kynnt voru formlega í gær. 8. október 2021 07:00
Mikilvægt fyrir okkur öll að gera stundum ekkert Það kann að hljóma undarlega en það er mikilvægt fyrir okkur öll að gera stundum ekki neitt. Já, við erum að tala um að iðjuleysi er eitthvað sem gerir okkur gott. En hvernig getur það mögulega verið og hvaða árangur upplifum við af iðjuleysi? 24. september 2021 07:01