Robert Durst ákærður fyrir að hafa myrt eiginkonu sína Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. nóvember 2021 10:41 Robert Durst hefur verið ákærður fyrir morðið á fyrstu eiginkonu sinni, Kathie Durst, sem hvarf fyrir nær fjórum áratugum síðan. Getty/Myung J. Chung Bandaríski fasteignaerfinginn og morðinginn Robert Durst hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt fyrstu eiginkonu sína, Kathie Durst, sem hvarf fyrir nær fjórum áratugum síðan. Ákærudómstóll í New York fylki tilkynnti í gær að Durst yrði ákærður vegna málsins. Hann hefur lengi verið grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana en hann afplánar nú lífstíðardóm í Kaliforníu fyrir að hafa myrt vinkonu sína, sem hjálpaði Durst að fela morðið á Kathie. Fréttastofa AP segir frá. Durst var sakfelldur fyrir morðið í Los Angeles 14. október síðastliðinn en var stuttu síðar lagður inn á sjúkrahús vegna Covid-19, þar sem hann þurfti að vera í öndunarvél. Hann var í síðustu viku færður yfir á fangelsissjúkrahús. Handtökuskipun hefur nú verið gefin út á hendur honum í New York fylki. Kathie Durst hvarf 31. janúar 1982, þá aðeins 29 ára gömul og á síðasta ári sínu í læknisnámi. Hún og Robert, sem þá var 38 ára gamall höfðu verið gift í nær níu ár og bjuggu í bænum South Salem í New York. Lík Kathie fannst aldrei en að sögn Roberts hafði hún farið til New York borgar, þar sem hún stundaði nám, kvöldið sem síðast sást til hennar. Aldrei fengust sannanir fyrir því að hún hafi farið til New York. Robert skildi formlega við hana árið 1990 og vísaði þar til þess að hún hafi yfirgefið hann en hún var ekki úrskurðuð látin fyrr en árið 2017 að beiðni fjölskyldu hennar. „Myrti þau öll, að sjálfsögðu“ Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en gleymdist nær alveg þar til málið var til umfjöllunar í HBO heimildaþáttunum The Jinx sem komu út árið 2015. Í þáttunum voru tekin ítarleg og viðamikil viðtöl við Robert en mesta athygli vakti þó að Robert náðist á upptöku viðurkenna að hafa myrt fólk eftir að hann fór afsíðis enn með hljóðnema fastan á sér og sagði: „Myrti þau öll, að sjálfsögðu.“ Durst var, eins og áður segir, sakfelldur fyrir að hafa myrt Susan Berman vinkonu sína í desember árið 2000. Á þeim tíma var Berman að undirbúa sig undir það að s´tiga fra og segja lögreglu frá aðkomu sinnin að morðinu á Kathie. Að sögn saksóknara hafði Berman sagt vinum sínum að hún hafi logið til um fjarvistarsönnun Durst. Eftir morðið á Berman fór Durst í felur. Hann flutti til Galveston í Texas og þóttist þar vera mállaus kona. Durst myrti þar nágranna sinn, limlesti lík hans og kastaði út í sjó. Durst bar fyrir sig sjálfsvörn í málinu og var sýknaður af morðákæru en var sakfelldur fyrir að hafa fargað sönnunargögnum og fyrir að hafa losað sig við líkið. Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Auðkýfingurinn Robert Durst dæmdur í lífstíðarfangelsi Auðkýfingurinn Robert Durst, sem öðlaðist frægð þegar hann var viðfangsefni heimildarþáttaraðar HBO, The Jinx, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Susan Berman árið 2000. 14. október 2021 23:16 Auðkýfingurinn Robert Durst sakfelldur fyrir að myrða bestu vinkonu sína Robert Durst, sem er 78 ára gamall, var í dag sakfelldur fyrir að myrða Susan Berman árið 2000. Meðal sönnunargagna í málinu var atriði úr heimildarþætti um hann þar sem hann heyrðist segja „Þarna kom það. Þeir náðu þér.“ 17. september 2021 23:57 Robert Durst þarf að svara fyrir ummælin í The Jinx Bandaríski auðkýfingurinn Robert Durst þarf að svara til saka vegna andláts vinkonu hans, sem talið er að hafa verið myrt árið 2000. 26. október 2018 16:45 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
Ákærudómstóll í New York fylki tilkynnti í gær að Durst yrði ákærður vegna málsins. Hann hefur lengi verið grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana en hann afplánar nú lífstíðardóm í Kaliforníu fyrir að hafa myrt vinkonu sína, sem hjálpaði Durst að fela morðið á Kathie. Fréttastofa AP segir frá. Durst var sakfelldur fyrir morðið í Los Angeles 14. október síðastliðinn en var stuttu síðar lagður inn á sjúkrahús vegna Covid-19, þar sem hann þurfti að vera í öndunarvél. Hann var í síðustu viku færður yfir á fangelsissjúkrahús. Handtökuskipun hefur nú verið gefin út á hendur honum í New York fylki. Kathie Durst hvarf 31. janúar 1982, þá aðeins 29 ára gömul og á síðasta ári sínu í læknisnámi. Hún og Robert, sem þá var 38 ára gamall höfðu verið gift í nær níu ár og bjuggu í bænum South Salem í New York. Lík Kathie fannst aldrei en að sögn Roberts hafði hún farið til New York borgar, þar sem hún stundaði nám, kvöldið sem síðast sást til hennar. Aldrei fengust sannanir fyrir því að hún hafi farið til New York. Robert skildi formlega við hana árið 1990 og vísaði þar til þess að hún hafi yfirgefið hann en hún var ekki úrskurðuð látin fyrr en árið 2017 að beiðni fjölskyldu hennar. „Myrti þau öll, að sjálfsögðu“ Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en gleymdist nær alveg þar til málið var til umfjöllunar í HBO heimildaþáttunum The Jinx sem komu út árið 2015. Í þáttunum voru tekin ítarleg og viðamikil viðtöl við Robert en mesta athygli vakti þó að Robert náðist á upptöku viðurkenna að hafa myrt fólk eftir að hann fór afsíðis enn með hljóðnema fastan á sér og sagði: „Myrti þau öll, að sjálfsögðu.“ Durst var, eins og áður segir, sakfelldur fyrir að hafa myrt Susan Berman vinkonu sína í desember árið 2000. Á þeim tíma var Berman að undirbúa sig undir það að s´tiga fra og segja lögreglu frá aðkomu sinnin að morðinu á Kathie. Að sögn saksóknara hafði Berman sagt vinum sínum að hún hafi logið til um fjarvistarsönnun Durst. Eftir morðið á Berman fór Durst í felur. Hann flutti til Galveston í Texas og þóttist þar vera mállaus kona. Durst myrti þar nágranna sinn, limlesti lík hans og kastaði út í sjó. Durst bar fyrir sig sjálfsvörn í málinu og var sýknaður af morðákæru en var sakfelldur fyrir að hafa fargað sönnunargögnum og fyrir að hafa losað sig við líkið.
Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Auðkýfingurinn Robert Durst dæmdur í lífstíðarfangelsi Auðkýfingurinn Robert Durst, sem öðlaðist frægð þegar hann var viðfangsefni heimildarþáttaraðar HBO, The Jinx, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Susan Berman árið 2000. 14. október 2021 23:16 Auðkýfingurinn Robert Durst sakfelldur fyrir að myrða bestu vinkonu sína Robert Durst, sem er 78 ára gamall, var í dag sakfelldur fyrir að myrða Susan Berman árið 2000. Meðal sönnunargagna í málinu var atriði úr heimildarþætti um hann þar sem hann heyrðist segja „Þarna kom það. Þeir náðu þér.“ 17. september 2021 23:57 Robert Durst þarf að svara fyrir ummælin í The Jinx Bandaríski auðkýfingurinn Robert Durst þarf að svara til saka vegna andláts vinkonu hans, sem talið er að hafa verið myrt árið 2000. 26. október 2018 16:45 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
Auðkýfingurinn Robert Durst dæmdur í lífstíðarfangelsi Auðkýfingurinn Robert Durst, sem öðlaðist frægð þegar hann var viðfangsefni heimildarþáttaraðar HBO, The Jinx, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Susan Berman árið 2000. 14. október 2021 23:16
Auðkýfingurinn Robert Durst sakfelldur fyrir að myrða bestu vinkonu sína Robert Durst, sem er 78 ára gamall, var í dag sakfelldur fyrir að myrða Susan Berman árið 2000. Meðal sönnunargagna í málinu var atriði úr heimildarþætti um hann þar sem hann heyrðist segja „Þarna kom það. Þeir náðu þér.“ 17. september 2021 23:57
Robert Durst þarf að svara fyrir ummælin í The Jinx Bandaríski auðkýfingurinn Robert Durst þarf að svara til saka vegna andláts vinkonu hans, sem talið er að hafa verið myrt árið 2000. 26. október 2018 16:45