Biðjast afsökunar á að hafa óvart sýnt frá Emil í höndum sjúkrafólks Sindri Sverrisson skrifar 2. nóvember 2021 08:01 Emil er samningsbundinn Sarpsborg í Noregi en að láni hjá Sogndal. MYND/SARPSBORG08.NO Sjónvarpsstöðin Discovery hefur beðist afsökunar á því að hafa sýnt frá því þegar sjúkraflutningamenn hlúðu að Emil Pálssyni sem fór í hjartastopp í fótboltaleik með Sogndal í Noregi í gær. Endurlífgunartilraunir báru árangur og Emil var með meðvitund þegar hann var fluttur með þyrlu á Haukeland-spítalann þar sem hlúð er að honum. Fjöldi fólks hefur í gegnum samfélagsmiðla sent Emil hlýlegar kveðjur á meðan að frekari fregna er beðið af líðan hans. „Ég elska þig. Sjáumst á morgun,“ skrifaði Stefán Pálsson, bróðir Emils, í gærkvöld. @EmilPals ég elska þig sjáumst á morgun pic.twitter.com/mbmODD8oho— Stefán Pálsson (@stebbipals) November 1, 2021 Emil hné niður á 12. mínútu í leik gegn Stjørdals/Blink í norsku B-deildinni. Discovery var með netútsendingu frá leiknum en eftir að Emil hné niður var myndavélinni beint í burtu frá atvikinu. Fyrir það var Discovery hrósað, meðal annars af Lasse A. Vangstein sem stýrir hlaðvarpsþætti um norska fótboltann. „Til fyrirmyndar!“ skrifaði Vangstein á Twitter en snerist hugur nokkrum mínútum seinna þegar myndavélinni var aftur beint að Emil og sjúkraflutningamönnum sem reyndu að bjarga lífi hans, og tókst það. Atvikið minnti á það þegar Christian Eriksen hné niður á EM í sumar en sjónvarpsstöðvar voru þá einnig gagnrýndar fyrir að sýna of mikið frá atvikinu. „Hefði auðvitað ekki átt að gerast“ Martin Hinsch, talsmaður Discovery, segir í samtali við Dagbladet að mistök hafi verið gerð með því að sýna frá atvikinu í gær: „Það eru bara vonbrigði að við skyldum snúa aftur til atviksins. Þetta var leikur með einni sjónvarpsmyndavél og það urðu mistök í samskiptum. Tökumaðurinn hélt að útsendingunni væri lokið og súmmeraði þess vegna á atvikið til að taka upp efni eins og fréttatökumaður myndi gera. Þetta hefði auðvitað ekki átt að gerast á meðan að við vorum enn að sýna frá leiknum og við biðjum þá sem málið snertir og almenning afsökunar,“ sagði Hinsch. Norski boltinn Íslendingar erlendis Noregur Mest lesið Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Dómarinn spilaði fyrir lið sem hann dæmdi hjá í sömu viku Sport Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Fótbolti Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Enski boltinn „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Handbolti Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Íslenski boltinn Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Handbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Naumt hjá Juve en Dortmund í frábærum málum Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Sjóðheitur Dembélé kom PSG nær leik á móti Liverpool eða Barcelona Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Rubiales segir að Hermoso hafi samþykkt kossinn Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Ari Freyr og Ólafur Ingi sameinaðir á ný í U21-landsliðinu Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Sigurvegarinn í einvígi Real Madrid og City vinni Meistaradeildina Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Albert fékk bara níu mínútur í tapi á móti Inter Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Feyenoord rak eftirmann Arne Slot Rekinn fyrir sjö vikum en er nú mættur aftur Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Sjá meira
Endurlífgunartilraunir báru árangur og Emil var með meðvitund þegar hann var fluttur með þyrlu á Haukeland-spítalann þar sem hlúð er að honum. Fjöldi fólks hefur í gegnum samfélagsmiðla sent Emil hlýlegar kveðjur á meðan að frekari fregna er beðið af líðan hans. „Ég elska þig. Sjáumst á morgun,“ skrifaði Stefán Pálsson, bróðir Emils, í gærkvöld. @EmilPals ég elska þig sjáumst á morgun pic.twitter.com/mbmODD8oho— Stefán Pálsson (@stebbipals) November 1, 2021 Emil hné niður á 12. mínútu í leik gegn Stjørdals/Blink í norsku B-deildinni. Discovery var með netútsendingu frá leiknum en eftir að Emil hné niður var myndavélinni beint í burtu frá atvikinu. Fyrir það var Discovery hrósað, meðal annars af Lasse A. Vangstein sem stýrir hlaðvarpsþætti um norska fótboltann. „Til fyrirmyndar!“ skrifaði Vangstein á Twitter en snerist hugur nokkrum mínútum seinna þegar myndavélinni var aftur beint að Emil og sjúkraflutningamönnum sem reyndu að bjarga lífi hans, og tókst það. Atvikið minnti á það þegar Christian Eriksen hné niður á EM í sumar en sjónvarpsstöðvar voru þá einnig gagnrýndar fyrir að sýna of mikið frá atvikinu. „Hefði auðvitað ekki átt að gerast“ Martin Hinsch, talsmaður Discovery, segir í samtali við Dagbladet að mistök hafi verið gerð með því að sýna frá atvikinu í gær: „Það eru bara vonbrigði að við skyldum snúa aftur til atviksins. Þetta var leikur með einni sjónvarpsmyndavél og það urðu mistök í samskiptum. Tökumaðurinn hélt að útsendingunni væri lokið og súmmeraði þess vegna á atvikið til að taka upp efni eins og fréttatökumaður myndi gera. Þetta hefði auðvitað ekki átt að gerast á meðan að við vorum enn að sýna frá leiknum og við biðjum þá sem málið snertir og almenning afsökunar,“ sagði Hinsch.
Norski boltinn Íslendingar erlendis Noregur Mest lesið Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Dómarinn spilaði fyrir lið sem hann dæmdi hjá í sömu viku Sport Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Fótbolti Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Enski boltinn „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Handbolti Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Íslenski boltinn Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Handbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Naumt hjá Juve en Dortmund í frábærum málum Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Sjóðheitur Dembélé kom PSG nær leik á móti Liverpool eða Barcelona Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Rubiales segir að Hermoso hafi samþykkt kossinn Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Ari Freyr og Ólafur Ingi sameinaðir á ný í U21-landsliðinu Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Sigurvegarinn í einvígi Real Madrid og City vinni Meistaradeildina Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Albert fékk bara níu mínútur í tapi á móti Inter Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Feyenoord rak eftirmann Arne Slot Rekinn fyrir sjö vikum en er nú mættur aftur Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Sjá meira