Biðjast afsökunar á að hafa óvart sýnt frá Emil í höndum sjúkrafólks Sindri Sverrisson skrifar 2. nóvember 2021 08:01 Emil er samningsbundinn Sarpsborg í Noregi en að láni hjá Sogndal. MYND/SARPSBORG08.NO Sjónvarpsstöðin Discovery hefur beðist afsökunar á því að hafa sýnt frá því þegar sjúkraflutningamenn hlúðu að Emil Pálssyni sem fór í hjartastopp í fótboltaleik með Sogndal í Noregi í gær. Endurlífgunartilraunir báru árangur og Emil var með meðvitund þegar hann var fluttur með þyrlu á Haukeland-spítalann þar sem hlúð er að honum. Fjöldi fólks hefur í gegnum samfélagsmiðla sent Emil hlýlegar kveðjur á meðan að frekari fregna er beðið af líðan hans. „Ég elska þig. Sjáumst á morgun,“ skrifaði Stefán Pálsson, bróðir Emils, í gærkvöld. @EmilPals ég elska þig sjáumst á morgun pic.twitter.com/mbmODD8oho— Stefán Pálsson (@stebbipals) November 1, 2021 Emil hné niður á 12. mínútu í leik gegn Stjørdals/Blink í norsku B-deildinni. Discovery var með netútsendingu frá leiknum en eftir að Emil hné niður var myndavélinni beint í burtu frá atvikinu. Fyrir það var Discovery hrósað, meðal annars af Lasse A. Vangstein sem stýrir hlaðvarpsþætti um norska fótboltann. „Til fyrirmyndar!“ skrifaði Vangstein á Twitter en snerist hugur nokkrum mínútum seinna þegar myndavélinni var aftur beint að Emil og sjúkraflutningamönnum sem reyndu að bjarga lífi hans, og tókst það. Atvikið minnti á það þegar Christian Eriksen hné niður á EM í sumar en sjónvarpsstöðvar voru þá einnig gagnrýndar fyrir að sýna of mikið frá atvikinu. „Hefði auðvitað ekki átt að gerast“ Martin Hinsch, talsmaður Discovery, segir í samtali við Dagbladet að mistök hafi verið gerð með því að sýna frá atvikinu í gær: „Það eru bara vonbrigði að við skyldum snúa aftur til atviksins. Þetta var leikur með einni sjónvarpsmyndavél og það urðu mistök í samskiptum. Tökumaðurinn hélt að útsendingunni væri lokið og súmmeraði þess vegna á atvikið til að taka upp efni eins og fréttatökumaður myndi gera. Þetta hefði auðvitað ekki átt að gerast á meðan að við vorum enn að sýna frá leiknum og við biðjum þá sem málið snertir og almenning afsökunar,“ sagði Hinsch. Norski boltinn Íslendingar erlendis Noregur Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Sjá meira
Endurlífgunartilraunir báru árangur og Emil var með meðvitund þegar hann var fluttur með þyrlu á Haukeland-spítalann þar sem hlúð er að honum. Fjöldi fólks hefur í gegnum samfélagsmiðla sent Emil hlýlegar kveðjur á meðan að frekari fregna er beðið af líðan hans. „Ég elska þig. Sjáumst á morgun,“ skrifaði Stefán Pálsson, bróðir Emils, í gærkvöld. @EmilPals ég elska þig sjáumst á morgun pic.twitter.com/mbmODD8oho— Stefán Pálsson (@stebbipals) November 1, 2021 Emil hné niður á 12. mínútu í leik gegn Stjørdals/Blink í norsku B-deildinni. Discovery var með netútsendingu frá leiknum en eftir að Emil hné niður var myndavélinni beint í burtu frá atvikinu. Fyrir það var Discovery hrósað, meðal annars af Lasse A. Vangstein sem stýrir hlaðvarpsþætti um norska fótboltann. „Til fyrirmyndar!“ skrifaði Vangstein á Twitter en snerist hugur nokkrum mínútum seinna þegar myndavélinni var aftur beint að Emil og sjúkraflutningamönnum sem reyndu að bjarga lífi hans, og tókst það. Atvikið minnti á það þegar Christian Eriksen hné niður á EM í sumar en sjónvarpsstöðvar voru þá einnig gagnrýndar fyrir að sýna of mikið frá atvikinu. „Hefði auðvitað ekki átt að gerast“ Martin Hinsch, talsmaður Discovery, segir í samtali við Dagbladet að mistök hafi verið gerð með því að sýna frá atvikinu í gær: „Það eru bara vonbrigði að við skyldum snúa aftur til atviksins. Þetta var leikur með einni sjónvarpsmyndavél og það urðu mistök í samskiptum. Tökumaðurinn hélt að útsendingunni væri lokið og súmmeraði þess vegna á atvikið til að taka upp efni eins og fréttatökumaður myndi gera. Þetta hefði auðvitað ekki átt að gerast á meðan að við vorum enn að sýna frá leiknum og við biðjum þá sem málið snertir og almenning afsökunar,“ sagði Hinsch.
Norski boltinn Íslendingar erlendis Noregur Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn