Modi tilkynnti um kolefnishlutleysi Indlands árið 2070 Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2021 22:47 Modi, forsætisráðherra Indlands, á COP26-ráðstefnunni í Glasgow. Vísir/EPA Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tilkynnti nokkuð óvænt um nýtt markmið þjóðar sinnar um kolefnishlutleysi fyrir árið 2070 á COP26-loftslagsráðstefnunni í Glasgow í dag. Eitt helsta markmið fundarins er að setja stefnuna á kolefnishlutleysi árið 2050 en ekki var búist við að Indverjar ætluðu að taka undir það. Indland er þriðji stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum um þessar mundir. Í aðdraganda ráðstefnunnar sem hófst í Glasgow í gær höfðu indverskir embættismenn talað um að þeir hefðu ekki hug á að taka þátt í markmiði um kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina. Mikilvægara væri að ákveða hvernig hægt væri að draga úr losun á næstu árum og áratugum. Modi tilkynnti um kolefnishlutleysismarkmið Indlands í blálok ávarps síns á ráðstefnunni í dag. Það sætti tíðindum því Indverjar hafa ekki áður sett sér markmið um að losun gróðurhúsalofttegunda verði nettó hlutlaus, eða að hún verði ekki umfram það magn kolefnis sem er bundið í landinu. Gangi markmið Indverja og annarra þjóða eftir verja Indverjar tuttugu árum á eftir Bandaríkjamönnum og Evrópubúum að ná kolefnishlutleysi og tíu árum á eftir Kínverjum. Þrátt fyrir að Indland sé um þessar stundir þriðji stærsti losandi heims hefur landið aðeins losað rúm þrjú prósent af öllum þeim gróðurhúsalofttegundum sem mannkynið hefur spúið út í andrúmsloft jarðar í gegnum tíðina og bera þannig tiltölulega litla ábyrgð á þeim loftslagsbreytingum sem nú eiga sér stað og eru fyrirsjáanlegar. Indverjar eru fleiri en milljarður talsins og er losun þar miðað við höfðatölu margfalt lægri en í þróaðri ríkjum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að árið 2019 hafi losun þar verið um 1,9 tonn af koltvísýringi á mann, borið saman við 15,5 tonn á hvern Bandaríkjamann og 12,5 tonn á hvern Rússa. Ætla að framleiða helming orkunnar á vistvænan hátt innan tíu ára Modi setti fram fleiri fyrirheit á COP26-ráðstefnunni. Sagði hann Indland stefna á að endurnýjanlegir orkugjafar framleiði helming alrlar orku í landinu fyrir árið 2030. Dregið verði úr losun um milljarð tonna fyrir þann tíma. Til þess að það náist þarf umbyltingu á orkukerfi Indlands en það framleiðir nú um helming af raforku sinni með því að brenna kolum, verstu uppsprettu gróðurhúsalofttegunda. COP26 Loftslagsmál Indland Tengdar fréttir Líkti heiminum við Bond bundinn við dómsdagstæki Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varaði aðra þjóðarleiðtoga á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, við því að aðgerðarleysi myndi kosta þá. Hann byrjaði á því að segja heiminn fastan við „dómsdagstæki“ úr kvikmynd um James Bond og það þyrfti að finna leið til að aftengja það. 1. nóvember 2021 13:49 COP26 sett í Glasgow: „Okkar síðasta og besta von“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í morgun. Setningin markar upphaf tveggja vikna fundarhalda og viðræðna þar sem fulltrúar næstum 200 ríkja freista þess að ná saman um aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun. 31. október 2021 13:19 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Indland er þriðji stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum um þessar mundir. Í aðdraganda ráðstefnunnar sem hófst í Glasgow í gær höfðu indverskir embættismenn talað um að þeir hefðu ekki hug á að taka þátt í markmiði um kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina. Mikilvægara væri að ákveða hvernig hægt væri að draga úr losun á næstu árum og áratugum. Modi tilkynnti um kolefnishlutleysismarkmið Indlands í blálok ávarps síns á ráðstefnunni í dag. Það sætti tíðindum því Indverjar hafa ekki áður sett sér markmið um að losun gróðurhúsalofttegunda verði nettó hlutlaus, eða að hún verði ekki umfram það magn kolefnis sem er bundið í landinu. Gangi markmið Indverja og annarra þjóða eftir verja Indverjar tuttugu árum á eftir Bandaríkjamönnum og Evrópubúum að ná kolefnishlutleysi og tíu árum á eftir Kínverjum. Þrátt fyrir að Indland sé um þessar stundir þriðji stærsti losandi heims hefur landið aðeins losað rúm þrjú prósent af öllum þeim gróðurhúsalofttegundum sem mannkynið hefur spúið út í andrúmsloft jarðar í gegnum tíðina og bera þannig tiltölulega litla ábyrgð á þeim loftslagsbreytingum sem nú eiga sér stað og eru fyrirsjáanlegar. Indverjar eru fleiri en milljarður talsins og er losun þar miðað við höfðatölu margfalt lægri en í þróaðri ríkjum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að árið 2019 hafi losun þar verið um 1,9 tonn af koltvísýringi á mann, borið saman við 15,5 tonn á hvern Bandaríkjamann og 12,5 tonn á hvern Rússa. Ætla að framleiða helming orkunnar á vistvænan hátt innan tíu ára Modi setti fram fleiri fyrirheit á COP26-ráðstefnunni. Sagði hann Indland stefna á að endurnýjanlegir orkugjafar framleiði helming alrlar orku í landinu fyrir árið 2030. Dregið verði úr losun um milljarð tonna fyrir þann tíma. Til þess að það náist þarf umbyltingu á orkukerfi Indlands en það framleiðir nú um helming af raforku sinni með því að brenna kolum, verstu uppsprettu gróðurhúsalofttegunda.
COP26 Loftslagsmál Indland Tengdar fréttir Líkti heiminum við Bond bundinn við dómsdagstæki Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varaði aðra þjóðarleiðtoga á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, við því að aðgerðarleysi myndi kosta þá. Hann byrjaði á því að segja heiminn fastan við „dómsdagstæki“ úr kvikmynd um James Bond og það þyrfti að finna leið til að aftengja það. 1. nóvember 2021 13:49 COP26 sett í Glasgow: „Okkar síðasta og besta von“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í morgun. Setningin markar upphaf tveggja vikna fundarhalda og viðræðna þar sem fulltrúar næstum 200 ríkja freista þess að ná saman um aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun. 31. október 2021 13:19 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Líkti heiminum við Bond bundinn við dómsdagstæki Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varaði aðra þjóðarleiðtoga á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, við því að aðgerðarleysi myndi kosta þá. Hann byrjaði á því að segja heiminn fastan við „dómsdagstæki“ úr kvikmynd um James Bond og það þyrfti að finna leið til að aftengja það. 1. nóvember 2021 13:49
COP26 sett í Glasgow: „Okkar síðasta og besta von“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í morgun. Setningin markar upphaf tveggja vikna fundarhalda og viðræðna þar sem fulltrúar næstum 200 ríkja freista þess að ná saman um aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun. 31. október 2021 13:19