Leikurinn var í raun aldrei jafn og Íslandsmeistararnir alltaf með tögl og haldir á vellinum. Tólf stigum munaði á liðunum að loknum fyrsta leikhluta og var sá munur kominn upp í 23 stig er flautað var til hálfleiks.
Gestirnir frá Þorlákshöfn gerðu svo út um leikinn í þriðja leikhluta og leyfðu sér því að slaka vel á klónni í fjórða leikhluta. Heimamenn unnu hann með 17 stiga mun en það kom ekki að sök þar sem Þórsarar unnu öruggan 25 stiga sigur.
Daniel Mortensen var stigahæstur í liði Þórs með 25 stig. Glynn Watson skoraði 17 stig og gaf 10 stoðsendingar. Gasper Rojko var stigahæstur í liði heimamannar með 20 stig ásamt því að taka 10 fráköst.