Deilu Íslands og Iceland Foods ekki lokið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2021 09:00 Ísland og breska verslunarkeðjan Iceland hafa átt í deilum um notkun á orðinu ICELAND. Vísir Deilu íslenskra yfirvalda og bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods um yfirráð yfir orðinu Iceland er ekki lokið. Fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) er með málið til umfjöllunar eftir að breska verslunarkeðjan áfrýjaði á síðasta ári úrskurði sem féll Íslandi í vil árið 2019. Í afar stuttu máli snýst deilan um það hvort að fyrirtæki geti slegið eign sinni á nafn fullvalda ríkis. Málið má rekja til þess að Iceland Foods skráði vörumerkið ICELAND í öllum ríkjum Evrópusambandsins. Á grundvelli skráningarinnar kvartaði fyrirtækið ítrekað undan íslenskum aðilum sem notuðu orðið Iceland sem hluta af vörumerki sínu. Sáttaviðræður skiluðu litlu á sínum tíma Sáttaviðræður á milli fulltrúa yfirvalda og bresku keðjunnar skiluðu litlum árangri árið 2016. Fór það svo að yfirvöld hér á landi stefndu verslunarkeðjunni og kröfðust ógildingar á einkarétti hennar á notkun á orðinu Iceland innan ESB. Vörumerkið var skráð hjá Hugverkastofu Evrópusambandsins. Iceland Foods markaðssetur fjölmargar vörur undir nafninu Iceland.Vísir/Getty Röksemdir Íslands í málinu snerust um það að skráningin væri of víðtækt og það kæmi í veg fyrir að íslenskir aðilar gætu vísað til landfræðilegs uppruna síns. Meðals annar var því haldið fram að aðgerðir Iceland Foods hafi lagt stein í götu markaðsátaksins Inspired by Iceland, þar sem Ísland var markaðssett sem spennandi áfangastaður fyrir ferðamenn. Þá benti Ísland á það staðreynd verslunarkeðjan ætti sér um fimmtíu ára sögu, en Ísland um 1200 ára sögu. Krafa Íslands var að þessi skráning Iceland Foods yrði ógilt, enda væri um þekkt landfræðilegt heiti að ræða og einnig að merkið Iceland væri almennt, sérkennalaust og hefði aldrei átt að fást skráð til þess að byrja með. Walker barðist við víking í jólaboðinu í miðjum deilum Deilan tók á sig nokkuð skoplegar birtingamyndir á köflum. Þannig túlkaði Malcolm Walker, stofnandi Iceland Foods, deiluna við íslensk yfirvöld á táknrænan hátt í árlegu jólaboði fyrirtækisins árið 2016, þegar deilurnar stóðu sem hæst. Þema veislunnar var víkingaþema og barðist Walker meðal annars við víking. Reyndar grínaðist Walker með hann hefði ekki hugmynd um hver hefði átt þá „fáránlegu hugmynd“ að hafa víkingaþema á meðan fyrirtækið stæði í deilum við íslenska ríkið. Þá sagði Walker eitt sinn að Ísland ætti ekki möguleika í málinu, þar sem margfalt fleiri versluðu við bresku verslunarkeðjuna en ættu heima á Íslandi. Að lokum fór það svo að EUIPO ógilti vörumerkjaskráningu bresku verslunarkeðjunnar á orðinu Iceland innan Evrópusambandsins. Úrskurðurinn féll árið 2019 og var haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarssyni utanríkisráðherra að niðurstaðan kæmi ekki á óvart, það gengi gegn almennri skynsemi að erlent fyrirtæki gæti slegið eign sinni á nafn fullvalda ríkisins. Áfrýjuðu fyrir tveimur árum Iceland Foods áfrýjaði úrskurði Hugverkastofunnar sumarið 2019 til kærunefndar stofnunarinnar þar sem fyrirtækið krafðist þess að ákvörðuninni yrði hnekkt. Samkvæmt upplýsingum frá Utanríkisráðuneytinu skiluðu íslensk yfirvöld inn greinargerð vegna málsins í október á síðasta ári. Í janúar á þessu ári ákvað kærunefndin að vísa ákveðnum grundvallarspurningum málsins til fjölskipaðrar áfrýjunarnefndar Hugverkastofu Evrópusambandsins, svokallaðrar Grand Board, sem hefur málið nú til umfjöllunar. Breska verslunarkeðjan Iceland er fyrirferðarmikil á Bretlandi.In Pictures/Corbis/Getty Í henni sitja níu aðilar, í stað þriggja í hefðbundinni áfrýjunarnefnd EUIPO . Á sama tíma var öðru aðskildu máli vegna vörumerkisskráningar ICELAND orð- og myndmerki sem rekið er af Icelandic Trademark Holding, sem er í umsjón Íslandsstofu, einnig vísað til fjölskipaðrar áfrýjunarnefndar, en bæði málin eru gegn Iceland Foods og angi af sama meiði, að því er kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis vegna málsins. Líklegt að þróun á vettvangi WIPO verði á hraða jökulsins Í ákvörðun áfrýjunarnefndarinnar um að vísa ákveðnum spurningum um málið til hinnar fjölskipuðu áfrýjunarnefndar segir að málið sé mikilvægt. „Það snertir vandamálið við að nota nöfn á ríkjum sem vörumerki, málefni sem hefur haft athygli WIPO [innskot blm: Alþjóðahugverkastofnunin], í meira en áratug án þess að samkomulag hafi náðst á alþjóðlegum grundvelli,“ en Vísir hefur ákvörðunina undir höndum. Tekið er fram að líklegt sé að þróun í átt að samkomulagi um þessi mál innan WIPO muni vera hægfara, eða „glacial“ líkt og það er orðað, á hraða jökulsins. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu vinnur það einnig að verndun landaheita á almennun grundvelli innan WIPO. Segir ennfremur í ákvörðun áfrýjunarnefndarinnar að svo virðist sem að samkvæmt lögum sem gildi innan Evrópusambandsins sé ekki að finna nein ákvæði sem verndi nöfn einstaka ríkja á afdráttarlausan hátt á borð við til dæmis fána þeirra. Metur hún það því að það sé mikilvægt að fjölskipaða áfrýjunarnefndin taki afstöðu til málsins. Áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópu telur að þróun í samskonar málum á heimsvísu ferðist með hraða jökulsins, með öðrum orðum hægt.Vísir/Vilhelm Ekki er ljóst hvenær niðurstöðu fjölskipuðu áfrýjunarnefndarinnar er að vænta. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er það háð ákveðinni óvissu þó ekki sé reiknað með niðurstöðu fyrr en á næsta ári eða jafn vel því þarnæsta. „Niðurstaðan er fordæmisgefandi á þessu réttarsviði ef hún stendur óhögguð. Iceland Foods Ltd. á eftir sem áður orð- og myndmerki sitt, svokallað „lógó“, skráð í Evrópu og víðar og getur haldið áfram að stunda viðskipti undir nafninu. Þessu til viðbótar má geta þess að utanríkisráðuneytið hefur einnig haft umsjón með að sinnt sé vöktun og mótmælum gegn skráningu Iceland Foods Ltd. víðar um heim samhliða rekstri málsins á evrópskum vettvangi,“ segir í svari Utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um málið. Deila Íslands og Iceland Foods Evrópusambandið Tengdar fréttir Einkaleyfi Iceland Foods á orðinu Iceland ógilt Hugverkastofa Evrópu, EUIPO, hefur ógilt vörumerkjaskráningu bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods Ltd. á orðinu Iceland í Evrópusambandinu. 11. apríl 2019 19:47 Jón Ásgeir um Iceland-nafnadeiluna: Buðumst til að klára þetta fyrir tíu árum Segir að lítið mál sé að leysa deiluna. 8. desember 2016 12:57 Walker fór illa með víking í jólaboði Iceland Virðist ekki hafa miklar áhyggjur af nafnadeilu Iceland Foods við íslensk stjórnvöld. 5. desember 2016 15:07 Notkun á orðinu Ísland snýst um grundvallaratriði Íslenska ríkið segir ólíðandi að einkafyrirtæki eigi einkarétt á orðmerkinu Iceland. 2. desember 2016 18:10 Mest lesið Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Sjá meira
Í afar stuttu máli snýst deilan um það hvort að fyrirtæki geti slegið eign sinni á nafn fullvalda ríkis. Málið má rekja til þess að Iceland Foods skráði vörumerkið ICELAND í öllum ríkjum Evrópusambandsins. Á grundvelli skráningarinnar kvartaði fyrirtækið ítrekað undan íslenskum aðilum sem notuðu orðið Iceland sem hluta af vörumerki sínu. Sáttaviðræður skiluðu litlu á sínum tíma Sáttaviðræður á milli fulltrúa yfirvalda og bresku keðjunnar skiluðu litlum árangri árið 2016. Fór það svo að yfirvöld hér á landi stefndu verslunarkeðjunni og kröfðust ógildingar á einkarétti hennar á notkun á orðinu Iceland innan ESB. Vörumerkið var skráð hjá Hugverkastofu Evrópusambandsins. Iceland Foods markaðssetur fjölmargar vörur undir nafninu Iceland.Vísir/Getty Röksemdir Íslands í málinu snerust um það að skráningin væri of víðtækt og það kæmi í veg fyrir að íslenskir aðilar gætu vísað til landfræðilegs uppruna síns. Meðals annar var því haldið fram að aðgerðir Iceland Foods hafi lagt stein í götu markaðsátaksins Inspired by Iceland, þar sem Ísland var markaðssett sem spennandi áfangastaður fyrir ferðamenn. Þá benti Ísland á það staðreynd verslunarkeðjan ætti sér um fimmtíu ára sögu, en Ísland um 1200 ára sögu. Krafa Íslands var að þessi skráning Iceland Foods yrði ógilt, enda væri um þekkt landfræðilegt heiti að ræða og einnig að merkið Iceland væri almennt, sérkennalaust og hefði aldrei átt að fást skráð til þess að byrja með. Walker barðist við víking í jólaboðinu í miðjum deilum Deilan tók á sig nokkuð skoplegar birtingamyndir á köflum. Þannig túlkaði Malcolm Walker, stofnandi Iceland Foods, deiluna við íslensk yfirvöld á táknrænan hátt í árlegu jólaboði fyrirtækisins árið 2016, þegar deilurnar stóðu sem hæst. Þema veislunnar var víkingaþema og barðist Walker meðal annars við víking. Reyndar grínaðist Walker með hann hefði ekki hugmynd um hver hefði átt þá „fáránlegu hugmynd“ að hafa víkingaþema á meðan fyrirtækið stæði í deilum við íslenska ríkið. Þá sagði Walker eitt sinn að Ísland ætti ekki möguleika í málinu, þar sem margfalt fleiri versluðu við bresku verslunarkeðjuna en ættu heima á Íslandi. Að lokum fór það svo að EUIPO ógilti vörumerkjaskráningu bresku verslunarkeðjunnar á orðinu Iceland innan Evrópusambandsins. Úrskurðurinn féll árið 2019 og var haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarssyni utanríkisráðherra að niðurstaðan kæmi ekki á óvart, það gengi gegn almennri skynsemi að erlent fyrirtæki gæti slegið eign sinni á nafn fullvalda ríkisins. Áfrýjuðu fyrir tveimur árum Iceland Foods áfrýjaði úrskurði Hugverkastofunnar sumarið 2019 til kærunefndar stofnunarinnar þar sem fyrirtækið krafðist þess að ákvörðuninni yrði hnekkt. Samkvæmt upplýsingum frá Utanríkisráðuneytinu skiluðu íslensk yfirvöld inn greinargerð vegna málsins í október á síðasta ári. Í janúar á þessu ári ákvað kærunefndin að vísa ákveðnum grundvallarspurningum málsins til fjölskipaðrar áfrýjunarnefndar Hugverkastofu Evrópusambandsins, svokallaðrar Grand Board, sem hefur málið nú til umfjöllunar. Breska verslunarkeðjan Iceland er fyrirferðarmikil á Bretlandi.In Pictures/Corbis/Getty Í henni sitja níu aðilar, í stað þriggja í hefðbundinni áfrýjunarnefnd EUIPO . Á sama tíma var öðru aðskildu máli vegna vörumerkisskráningar ICELAND orð- og myndmerki sem rekið er af Icelandic Trademark Holding, sem er í umsjón Íslandsstofu, einnig vísað til fjölskipaðrar áfrýjunarnefndar, en bæði málin eru gegn Iceland Foods og angi af sama meiði, að því er kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis vegna málsins. Líklegt að þróun á vettvangi WIPO verði á hraða jökulsins Í ákvörðun áfrýjunarnefndarinnar um að vísa ákveðnum spurningum um málið til hinnar fjölskipuðu áfrýjunarnefndar segir að málið sé mikilvægt. „Það snertir vandamálið við að nota nöfn á ríkjum sem vörumerki, málefni sem hefur haft athygli WIPO [innskot blm: Alþjóðahugverkastofnunin], í meira en áratug án þess að samkomulag hafi náðst á alþjóðlegum grundvelli,“ en Vísir hefur ákvörðunina undir höndum. Tekið er fram að líklegt sé að þróun í átt að samkomulagi um þessi mál innan WIPO muni vera hægfara, eða „glacial“ líkt og það er orðað, á hraða jökulsins. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu vinnur það einnig að verndun landaheita á almennun grundvelli innan WIPO. Segir ennfremur í ákvörðun áfrýjunarnefndarinnar að svo virðist sem að samkvæmt lögum sem gildi innan Evrópusambandsins sé ekki að finna nein ákvæði sem verndi nöfn einstaka ríkja á afdráttarlausan hátt á borð við til dæmis fána þeirra. Metur hún það því að það sé mikilvægt að fjölskipaða áfrýjunarnefndin taki afstöðu til málsins. Áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópu telur að þróun í samskonar málum á heimsvísu ferðist með hraða jökulsins, með öðrum orðum hægt.Vísir/Vilhelm Ekki er ljóst hvenær niðurstöðu fjölskipuðu áfrýjunarnefndarinnar er að vænta. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er það háð ákveðinni óvissu þó ekki sé reiknað með niðurstöðu fyrr en á næsta ári eða jafn vel því þarnæsta. „Niðurstaðan er fordæmisgefandi á þessu réttarsviði ef hún stendur óhögguð. Iceland Foods Ltd. á eftir sem áður orð- og myndmerki sitt, svokallað „lógó“, skráð í Evrópu og víðar og getur haldið áfram að stunda viðskipti undir nafninu. Þessu til viðbótar má geta þess að utanríkisráðuneytið hefur einnig haft umsjón með að sinnt sé vöktun og mótmælum gegn skráningu Iceland Foods Ltd. víðar um heim samhliða rekstri málsins á evrópskum vettvangi,“ segir í svari Utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um málið.
Deila Íslands og Iceland Foods Evrópusambandið Tengdar fréttir Einkaleyfi Iceland Foods á orðinu Iceland ógilt Hugverkastofa Evrópu, EUIPO, hefur ógilt vörumerkjaskráningu bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods Ltd. á orðinu Iceland í Evrópusambandinu. 11. apríl 2019 19:47 Jón Ásgeir um Iceland-nafnadeiluna: Buðumst til að klára þetta fyrir tíu árum Segir að lítið mál sé að leysa deiluna. 8. desember 2016 12:57 Walker fór illa með víking í jólaboði Iceland Virðist ekki hafa miklar áhyggjur af nafnadeilu Iceland Foods við íslensk stjórnvöld. 5. desember 2016 15:07 Notkun á orðinu Ísland snýst um grundvallaratriði Íslenska ríkið segir ólíðandi að einkafyrirtæki eigi einkarétt á orðmerkinu Iceland. 2. desember 2016 18:10 Mest lesið Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Sjá meira
Einkaleyfi Iceland Foods á orðinu Iceland ógilt Hugverkastofa Evrópu, EUIPO, hefur ógilt vörumerkjaskráningu bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods Ltd. á orðinu Iceland í Evrópusambandinu. 11. apríl 2019 19:47
Jón Ásgeir um Iceland-nafnadeiluna: Buðumst til að klára þetta fyrir tíu árum Segir að lítið mál sé að leysa deiluna. 8. desember 2016 12:57
Walker fór illa með víking í jólaboði Iceland Virðist ekki hafa miklar áhyggjur af nafnadeilu Iceland Foods við íslensk stjórnvöld. 5. desember 2016 15:07
Notkun á orðinu Ísland snýst um grundvallaratriði Íslenska ríkið segir ólíðandi að einkafyrirtæki eigi einkarétt á orðmerkinu Iceland. 2. desember 2016 18:10