Viðskipti innlent

Bilun hjá Landsbankanum og fólk hvatt til að nota netbankann

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. Vísir/Vilhelm

Landsbankaappið hefur verið óaðgengilegt viðskiptavinum stóran hluta dagsins. Unnið er að viðgerð á appinu og eru viðskiptavinir hvattir til að nota netbankann á meðan.

Rúnar Pálmarsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir að bilun hafi orðið í kerfum bankans í morgun sem leitt hafi til rekstrartruflana.

Unnið sé að viðgerð.

Uppfært klukkan 15:11

Landsbankaappið virkar aftur eftir bilun.

„Við erum búin að gera við bilunina sem olli því að Landsbankaappið var óaðgengilegt. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta hefur valdið,“ segir í tilkynningu frá Landsbankanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×