María Ólafs og Einar frumsýna myndband við nýja ballöðu Stefán Árni Pálsson skrifar 1. nóvember 2021 13:00 María Ólafs tók eitt sinn þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd. „Við erum búin að vera á fullu að taka upp nýja tónlist í Stúdíó Sýrlandi síðustu daga og vikur og erum mjög spennt fyrir framhaldinu,” segir María Ólafsdóttir söngkona, en hún ásamt Einari Erni Jónssyni píanóleikara skipa Löður Music. Þau gefa út sitt fyrsta lag í dag og ber það nafnið Þér fylgja englar en Einar Örn semur bæði lag og texta. Nafn Löður Music er ákveðin skírskotun í þá tónlistarstefnu sem þau hyggjast leggja áherslu á í sinni tónlistarsköpun, sem er ballöðu-tónlist. „Við ætlum okkur að gefa út nýjar íslenskar ballöður, enda erum við Einar miklir ballöðu-unnendur,” segir María létt í lundu. Hún segist jafnframt hafa orðið mjög spennt um leið og Einar Örn hafði samband við hana og upplýsti hana um áform sín með Löður Music. „Einar hafði samband við mig með þessa hugmynd og spurði hvort ég væri til. Fljótlega var ég komin upp í stúdíó að syngja nokkur demó eftir hann, sem að hentuðu mér mjög vel og ég fann mig í, þannig að við ákváðum að hefja samstarf,” útskýrir María. Einar Örn er sannarlega enginn nýgræðingur þegar kemur að tónlist en hann er líklega best þekktastur fyrir að hafa verið í hljómsveitinni Í svörtum fötum. Það er þó ekki eingöngu tónlistin sem tengir þau Einar Örn og Maríu saman því þau eru bæði stoltir Húnvetningar frá Blönduósi. Einar Örn samdi lag og texta. Í nýju lögunum og á tónleikum verða með þeim úrvals hljóðfæraleikarar en Einar Örn og María fengu til liðs við sig þá Davíð Sigurgeirsson gítarleikara, Friðrik Sturluson bassaleikara og Gunnar Leó Pálsson trommuleikara til að leika inn á nýju lögin. Þá leikur strengjakvartett einnig stórt hlutverk í nýju lögunum, ásamt gospelröddum. Upptökustjórn annaðist Kristinn Sturluson í Stúdíó Sýrlandi, ásamt því að hljóðblanda lagið. Löður Music hefur eins og fyrr segir mikið verið í hljóðverinu undanfarnar vikur en eru mörg lög væntanleg til útgáfu á næstunni? „Við erum með nokkur lög sem eru vel á veg komin í vinnslu. Við erum að leggja mikla vinnu og metnað í þetta verkefni og hlökkum mikið til að gefa út fleiri lög,” segir María full tilhlökkunar. Ásamt því að gefa út nýjar íslenskar ballöður þá ætlar Löður Music að heiðra hinar ýmsu ballöður á tónleikum sínum, sem fyrirhugaðir eru strax á nýju ári. „Við ætlum okkur að leika bæði nýjar ballöður sem Einar hefur verið að semja, ásamt því að spila bestu og þekktustu ballöður allra tíma á tónleikum okkar. Við stefnum á að halda tónleika fljótlega eftir áramót en á þeim ætlum við að vera með strengjakvartett og þessa frábæru hljóðfæraleikara sem spiluðu inn á lögin í stúdíóinu,” segir María að lokum. Myndband við nýja lagið má sjá hér að neðan. Tónlist Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Sjá meira
Þau gefa út sitt fyrsta lag í dag og ber það nafnið Þér fylgja englar en Einar Örn semur bæði lag og texta. Nafn Löður Music er ákveðin skírskotun í þá tónlistarstefnu sem þau hyggjast leggja áherslu á í sinni tónlistarsköpun, sem er ballöðu-tónlist. „Við ætlum okkur að gefa út nýjar íslenskar ballöður, enda erum við Einar miklir ballöðu-unnendur,” segir María létt í lundu. Hún segist jafnframt hafa orðið mjög spennt um leið og Einar Örn hafði samband við hana og upplýsti hana um áform sín með Löður Music. „Einar hafði samband við mig með þessa hugmynd og spurði hvort ég væri til. Fljótlega var ég komin upp í stúdíó að syngja nokkur demó eftir hann, sem að hentuðu mér mjög vel og ég fann mig í, þannig að við ákváðum að hefja samstarf,” útskýrir María. Einar Örn er sannarlega enginn nýgræðingur þegar kemur að tónlist en hann er líklega best þekktastur fyrir að hafa verið í hljómsveitinni Í svörtum fötum. Það er þó ekki eingöngu tónlistin sem tengir þau Einar Örn og Maríu saman því þau eru bæði stoltir Húnvetningar frá Blönduósi. Einar Örn samdi lag og texta. Í nýju lögunum og á tónleikum verða með þeim úrvals hljóðfæraleikarar en Einar Örn og María fengu til liðs við sig þá Davíð Sigurgeirsson gítarleikara, Friðrik Sturluson bassaleikara og Gunnar Leó Pálsson trommuleikara til að leika inn á nýju lögin. Þá leikur strengjakvartett einnig stórt hlutverk í nýju lögunum, ásamt gospelröddum. Upptökustjórn annaðist Kristinn Sturluson í Stúdíó Sýrlandi, ásamt því að hljóðblanda lagið. Löður Music hefur eins og fyrr segir mikið verið í hljóðverinu undanfarnar vikur en eru mörg lög væntanleg til útgáfu á næstunni? „Við erum með nokkur lög sem eru vel á veg komin í vinnslu. Við erum að leggja mikla vinnu og metnað í þetta verkefni og hlökkum mikið til að gefa út fleiri lög,” segir María full tilhlökkunar. Ásamt því að gefa út nýjar íslenskar ballöður þá ætlar Löður Music að heiðra hinar ýmsu ballöður á tónleikum sínum, sem fyrirhugaðir eru strax á nýju ári. „Við ætlum okkur að leika bæði nýjar ballöður sem Einar hefur verið að semja, ásamt því að spila bestu og þekktustu ballöður allra tíma á tónleikum okkar. Við stefnum á að halda tónleika fljótlega eftir áramót en á þeim ætlum við að vera með strengjakvartett og þessa frábæru hljóðfæraleikara sem spiluðu inn á lögin í stúdíóinu,” segir María að lokum. Myndband við nýja lagið má sjá hér að neðan.
Tónlist Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein