Jóhann Berg lék allan leikinn í fyrsta sigri Burnley | Palace með óvæntan sigur í Manchester Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2021 16:21 Jóhann Berg vann loks leik. Nigel French/Getty Images Fjöldi leikja fór fram í ensku úrvalsdeildinni í dag. Burnley vann óvæntan 3-1 sigur á Brentford og Crystal Palace vann enn óvæntari sigur á Etihad-vellinum í Manchester. Jóhann Berg Guðmundsson var á sínum stað í byrjunarliði Burnley sem tók á móti Brentford. Gestirnir hafa orðið fyrir hverju áfallinu á fætur öðru nýverið og það nýttu heimamenn sér svo sannarlega í dag. Chris Wood kom Burnley yfir í upphafi leiks og á 15. mínútu var staðan orðin 2-0 eftir að Maxwel Cornet kom knettinum í netið. Markið hins vegar dæmt af og gestirnir gátu andað léttar. Stórsókn Burnley hélt hins vegar áfram og hægri bakvörðurinn Matthew Lowton kom liðinu í 2-0 á 32. mínútu. Aðeins fjórum mínútum síðar var staðan orðin 3-0 er Cornet skoraði og markið stóð að þessu sinni. Leikmenn Brentford hafa eflaust verið fegnir er flautað var til hálfleiks þar sem staðan var 3-0 og leikurinn svo gott sem búinn. Leikar róuðust í síðari hálfleik og minnkuðu gestirnir muninn í 3-1 þökk sé marki Saman Ghoddos undir lok leiks, reyndust það lokatölur leiksins. Fyrsti sigur Burnley í vetur og liðið loks komið upp úr fallsæti. Jóhann Berg og félagar eru með sjö stig að loknum 10 leikjum. Brentford er á sama tíma með 12 stig. FULL TIME | Burnley 3 - 1 BrentfordA fantastic 3 points for the Clarets, get in! #BURBRE | #UTC pic.twitter.com/ku5cP5FGa7— Burnley FC (@BurnleyOfficial) October 30, 2021 Á Etihad-vellinum í Manchester var Crystal Palace í heimsókn hjá Englandsmeisturum Manchester City. Wilf Zaha kom gestunum yfir strax á 6. mínútu eftir sendingu Conor Gallagher. Staðan 1-0 í hálfleik en skömmu áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks fékk Aymeric Laporte rautt spjald fyrir að rífa leikmann Palace niður. Laporte var álitinn aftasti maður og fékk því rautt spjald að launum. Lærisveinar Pep Guardiola því manni færri og marki undir í hálfleik. Heimamenn sóttu og sóttu í síðari hálfleik. Gabriel Jesus hélt hann hefði jafnað metin en Phil Foden var dæmdur rangstæður í aðdraganda marksins. Allt kom fyrir ekki og undir lok leiks gulltryggði Conor Gallagher sigur gestanna. This club. pic.twitter.com/sx0iWKzGBZ— Crystal Palace F.C. (@CPFC) October 30, 2021 Lokatölur 0-2 og Palace fagnaði óvæntum en í raun verðskulduðum sigri. Þá vann Southampton 1-0 útisigur á Watford þökk sé marki Che Adams eftir tuttugu mínútna leik. Man City er í 3. sæti deildarinnar með 20 stig á meðan Palace er í 13. sæti með 12 stig. Southampton er í 14. sæti með 11 stig og Watford í 16. sæti með 10 stig. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool kastaði frá sér tveggja marka forskoti Liverpool kastaði frá sér tveggja marka forskoti er liðið tók á móti Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 2-2, en Liverpool komst tveimur mörkum yfir snemma leiks. 30. október 2021 16:00 Chelsea keyrði yfir Newcastle í seinni hálfleik og heldur toppsætinu Topplið Chelsea vann góðan 3-0 sigur er liðið heimsótti Newcastle í tíundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Öll mörkin voru skoruð á seinustu 25 mínútum leiksins. 30. október 2021 16:13 Arsenal kláraði Leicester í fyrri hálfleik Arsenal vann góðan 2-0 útisigur er liðið heimsótti Leicester í fyrsta leik tíundu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Bæði mörkin voru skoruð á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. 30. október 2021 13:26 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson var á sínum stað í byrjunarliði Burnley sem tók á móti Brentford. Gestirnir hafa orðið fyrir hverju áfallinu á fætur öðru nýverið og það nýttu heimamenn sér svo sannarlega í dag. Chris Wood kom Burnley yfir í upphafi leiks og á 15. mínútu var staðan orðin 2-0 eftir að Maxwel Cornet kom knettinum í netið. Markið hins vegar dæmt af og gestirnir gátu andað léttar. Stórsókn Burnley hélt hins vegar áfram og hægri bakvörðurinn Matthew Lowton kom liðinu í 2-0 á 32. mínútu. Aðeins fjórum mínútum síðar var staðan orðin 3-0 er Cornet skoraði og markið stóð að þessu sinni. Leikmenn Brentford hafa eflaust verið fegnir er flautað var til hálfleiks þar sem staðan var 3-0 og leikurinn svo gott sem búinn. Leikar róuðust í síðari hálfleik og minnkuðu gestirnir muninn í 3-1 þökk sé marki Saman Ghoddos undir lok leiks, reyndust það lokatölur leiksins. Fyrsti sigur Burnley í vetur og liðið loks komið upp úr fallsæti. Jóhann Berg og félagar eru með sjö stig að loknum 10 leikjum. Brentford er á sama tíma með 12 stig. FULL TIME | Burnley 3 - 1 BrentfordA fantastic 3 points for the Clarets, get in! #BURBRE | #UTC pic.twitter.com/ku5cP5FGa7— Burnley FC (@BurnleyOfficial) October 30, 2021 Á Etihad-vellinum í Manchester var Crystal Palace í heimsókn hjá Englandsmeisturum Manchester City. Wilf Zaha kom gestunum yfir strax á 6. mínútu eftir sendingu Conor Gallagher. Staðan 1-0 í hálfleik en skömmu áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks fékk Aymeric Laporte rautt spjald fyrir að rífa leikmann Palace niður. Laporte var álitinn aftasti maður og fékk því rautt spjald að launum. Lærisveinar Pep Guardiola því manni færri og marki undir í hálfleik. Heimamenn sóttu og sóttu í síðari hálfleik. Gabriel Jesus hélt hann hefði jafnað metin en Phil Foden var dæmdur rangstæður í aðdraganda marksins. Allt kom fyrir ekki og undir lok leiks gulltryggði Conor Gallagher sigur gestanna. This club. pic.twitter.com/sx0iWKzGBZ— Crystal Palace F.C. (@CPFC) October 30, 2021 Lokatölur 0-2 og Palace fagnaði óvæntum en í raun verðskulduðum sigri. Þá vann Southampton 1-0 útisigur á Watford þökk sé marki Che Adams eftir tuttugu mínútna leik. Man City er í 3. sæti deildarinnar með 20 stig á meðan Palace er í 13. sæti með 12 stig. Southampton er í 14. sæti með 11 stig og Watford í 16. sæti með 10 stig.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool kastaði frá sér tveggja marka forskoti Liverpool kastaði frá sér tveggja marka forskoti er liðið tók á móti Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 2-2, en Liverpool komst tveimur mörkum yfir snemma leiks. 30. október 2021 16:00 Chelsea keyrði yfir Newcastle í seinni hálfleik og heldur toppsætinu Topplið Chelsea vann góðan 3-0 sigur er liðið heimsótti Newcastle í tíundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Öll mörkin voru skoruð á seinustu 25 mínútum leiksins. 30. október 2021 16:13 Arsenal kláraði Leicester í fyrri hálfleik Arsenal vann góðan 2-0 útisigur er liðið heimsótti Leicester í fyrsta leik tíundu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Bæði mörkin voru skoruð á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. 30. október 2021 13:26 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjá meira
Liverpool kastaði frá sér tveggja marka forskoti Liverpool kastaði frá sér tveggja marka forskoti er liðið tók á móti Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 2-2, en Liverpool komst tveimur mörkum yfir snemma leiks. 30. október 2021 16:00
Chelsea keyrði yfir Newcastle í seinni hálfleik og heldur toppsætinu Topplið Chelsea vann góðan 3-0 sigur er liðið heimsótti Newcastle í tíundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Öll mörkin voru skoruð á seinustu 25 mínútum leiksins. 30. október 2021 16:13
Arsenal kláraði Leicester í fyrri hálfleik Arsenal vann góðan 2-0 útisigur er liðið heimsótti Leicester í fyrsta leik tíundu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Bæði mörkin voru skoruð á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. 30. október 2021 13:26