Ungir bændur nytja fornfrægt höfuðból Kristján Már Unnarsson skrifar 30. október 2021 13:30 Bændurnir á Sólvöllum, þau Illugi Breki Albertsson og Hanna Valdís Guðjónsdóttir, heyja túnin í Odda og annast bústofn prestsins. Oddi sést á milli þeirra og ber kirkjustaðinn í Eyjafjallajökul. Sigurjón Ólason Sá siður að presturinn í Odda á Rangárvöllum sinni jafnframt búskapnum á þessu fornfræga höfuðbóli heyrir sögunni til. „Ég er bara með einn hund,“ segir sóknarpresturinn Elína Hrund Kristjánsdóttir. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 kynnumst við Odda. „Starf prestsins hefur breyst. Okkar sauðir eru aðrir sauðir heldur en þeir sem þarf að heyja fyrir,“ segir Elína, sem samið hefur við unga nágrannabændur sína á Sólvöllum um að heyja túnin og annast fjárstofninn sem fylgir Odda. Elína Hrund Kristjánsdóttir, sóknarprestur í Odda, við útsýnisskífuna á Gammabrekku. Fjær sést til Vestmannaeyja.Sigurjón Ólason Sólvellir eru vestan Odda en þau Hanna Valdís Guðjónsdóttir og Illugi Breki Albertsson, bæði Rangæingar, keyptu jörðina í fyrra af frænda hennar og gerðust bændur. Á Sólvöllum búa þau með sauðfé og hross auk þess að annast búskapinn í Odda. „Við hugsum um átján kindur fyrir prestinn. Og heyjum þá í staðinn ofan í þær og okkar í leiðinni,“ segir Hanna Valdís. -En hvernig heyskaparjörð er Oddi? „Hún er bara mjög fín. Sprettur vel á henni,“ svarar Illugi Breki. Frá Oddahátíð síðastliðið sumar.Arnar Halldórsson -En fylgir því öðruvísi tilfinning að slá og heyja túnin í Odda heldur en önnur tún? „Nei, það er nú bara eins,“ svarar hann. -Þú hugsar ekki um: Hér var Snorri Sturluson og hér var Sæmundur fróði? „Nei, ég hef nú aldrei pælt í því. En góð pæling.“ Í þættinum Um land allt lýsa forystumenn Oddafélagsins áformum um endurreisn staðarins sem menningar- og fræðaseturs. Við förum á Oddahátíð, ræðum við fræðimenn og heyrum af rannsókn, þar sem grafist er fyrir um upphaf ritmenningar Íslendinga með Sæmundi fróða og veldi Oddaverja, sem reis hæst á tíma Jóns Loftssonar. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld klukkan 19:10. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Um land allt Rangárþing ytra Menning Fornminjar Landbúnaður Tengdar fréttir Oddaverjar virðast hafa grafið gríðarstóra hella fyrir bústofninn Hellir sem fornleifafræðingar rannsaka núna í Odda á Rangárvöllum var í notkun á tíma Sæmundar fróða og er elsta staðfesta dæmi um manngerðan helli á Íslandi. Gríðarleg stærð hans vekur athygli og bendir til að Oddaverjar hafi staðið fyrir miklum búrekstri. 2. ágúst 2021 22:22 Vilja sjá Odda rísa á ný sem menningar- og fræðasetur Áform um endurreisn Odda á Rangárvöllum með byggingu Sæmundarstofu, nýrrar kirkju og tónlistarhúss voru kynnt á Oddahátíð um helgina samtímis því sem Sinfónuhljómsveit Suðurlands kom fram á sínum fyrstu opinberu tónleikum. 5. júlí 2021 22:36 Oddi á Rangárvöllum í þjóðbraut á ný með brú til Vestur-Landeyja Hið forni höfuðstaður, Oddi á Rangárvöllum, er aftur kominn í alfaraleið með nýrri brú yfir Þverá, sem styttir verulega leiðina milli Rangárvalla og Vestur-Landeyja. Brúin er 93 metra löng og reist í samstarfi sveitarfélagsins Rangárþings ytra og Vegagerðarinnar. 4. júlí 2021 21:21 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Í þættinum Um land allt á Stöð 2 kynnumst við Odda. „Starf prestsins hefur breyst. Okkar sauðir eru aðrir sauðir heldur en þeir sem þarf að heyja fyrir,“ segir Elína, sem samið hefur við unga nágrannabændur sína á Sólvöllum um að heyja túnin og annast fjárstofninn sem fylgir Odda. Elína Hrund Kristjánsdóttir, sóknarprestur í Odda, við útsýnisskífuna á Gammabrekku. Fjær sést til Vestmannaeyja.Sigurjón Ólason Sólvellir eru vestan Odda en þau Hanna Valdís Guðjónsdóttir og Illugi Breki Albertsson, bæði Rangæingar, keyptu jörðina í fyrra af frænda hennar og gerðust bændur. Á Sólvöllum búa þau með sauðfé og hross auk þess að annast búskapinn í Odda. „Við hugsum um átján kindur fyrir prestinn. Og heyjum þá í staðinn ofan í þær og okkar í leiðinni,“ segir Hanna Valdís. -En hvernig heyskaparjörð er Oddi? „Hún er bara mjög fín. Sprettur vel á henni,“ svarar Illugi Breki. Frá Oddahátíð síðastliðið sumar.Arnar Halldórsson -En fylgir því öðruvísi tilfinning að slá og heyja túnin í Odda heldur en önnur tún? „Nei, það er nú bara eins,“ svarar hann. -Þú hugsar ekki um: Hér var Snorri Sturluson og hér var Sæmundur fróði? „Nei, ég hef nú aldrei pælt í því. En góð pæling.“ Í þættinum Um land allt lýsa forystumenn Oddafélagsins áformum um endurreisn staðarins sem menningar- og fræðaseturs. Við förum á Oddahátíð, ræðum við fræðimenn og heyrum af rannsókn, þar sem grafist er fyrir um upphaf ritmenningar Íslendinga með Sæmundi fróða og veldi Oddaverja, sem reis hæst á tíma Jóns Loftssonar. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld klukkan 19:10. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Um land allt Rangárþing ytra Menning Fornminjar Landbúnaður Tengdar fréttir Oddaverjar virðast hafa grafið gríðarstóra hella fyrir bústofninn Hellir sem fornleifafræðingar rannsaka núna í Odda á Rangárvöllum var í notkun á tíma Sæmundar fróða og er elsta staðfesta dæmi um manngerðan helli á Íslandi. Gríðarleg stærð hans vekur athygli og bendir til að Oddaverjar hafi staðið fyrir miklum búrekstri. 2. ágúst 2021 22:22 Vilja sjá Odda rísa á ný sem menningar- og fræðasetur Áform um endurreisn Odda á Rangárvöllum með byggingu Sæmundarstofu, nýrrar kirkju og tónlistarhúss voru kynnt á Oddahátíð um helgina samtímis því sem Sinfónuhljómsveit Suðurlands kom fram á sínum fyrstu opinberu tónleikum. 5. júlí 2021 22:36 Oddi á Rangárvöllum í þjóðbraut á ný með brú til Vestur-Landeyja Hið forni höfuðstaður, Oddi á Rangárvöllum, er aftur kominn í alfaraleið með nýrri brú yfir Þverá, sem styttir verulega leiðina milli Rangárvalla og Vestur-Landeyja. Brúin er 93 metra löng og reist í samstarfi sveitarfélagsins Rangárþings ytra og Vegagerðarinnar. 4. júlí 2021 21:21 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Oddaverjar virðast hafa grafið gríðarstóra hella fyrir bústofninn Hellir sem fornleifafræðingar rannsaka núna í Odda á Rangárvöllum var í notkun á tíma Sæmundar fróða og er elsta staðfesta dæmi um manngerðan helli á Íslandi. Gríðarleg stærð hans vekur athygli og bendir til að Oddaverjar hafi staðið fyrir miklum búrekstri. 2. ágúst 2021 22:22
Vilja sjá Odda rísa á ný sem menningar- og fræðasetur Áform um endurreisn Odda á Rangárvöllum með byggingu Sæmundarstofu, nýrrar kirkju og tónlistarhúss voru kynnt á Oddahátíð um helgina samtímis því sem Sinfónuhljómsveit Suðurlands kom fram á sínum fyrstu opinberu tónleikum. 5. júlí 2021 22:36
Oddi á Rangárvöllum í þjóðbraut á ný með brú til Vestur-Landeyja Hið forni höfuðstaður, Oddi á Rangárvöllum, er aftur kominn í alfaraleið með nýrri brú yfir Þverá, sem styttir verulega leiðina milli Rangárvalla og Vestur-Landeyja. Brúin er 93 metra löng og reist í samstarfi sveitarfélagsins Rangárþings ytra og Vegagerðarinnar. 4. júlí 2021 21:21