Ungir bændur nytja fornfrægt höfuðból Kristján Már Unnarsson skrifar 30. október 2021 13:30 Bændurnir á Sólvöllum, þau Illugi Breki Albertsson og Hanna Valdís Guðjónsdóttir, heyja túnin í Odda og annast bústofn prestsins. Oddi sést á milli þeirra og ber kirkjustaðinn í Eyjafjallajökul. Sigurjón Ólason Sá siður að presturinn í Odda á Rangárvöllum sinni jafnframt búskapnum á þessu fornfræga höfuðbóli heyrir sögunni til. „Ég er bara með einn hund,“ segir sóknarpresturinn Elína Hrund Kristjánsdóttir. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 kynnumst við Odda. „Starf prestsins hefur breyst. Okkar sauðir eru aðrir sauðir heldur en þeir sem þarf að heyja fyrir,“ segir Elína, sem samið hefur við unga nágrannabændur sína á Sólvöllum um að heyja túnin og annast fjárstofninn sem fylgir Odda. Elína Hrund Kristjánsdóttir, sóknarprestur í Odda, við útsýnisskífuna á Gammabrekku. Fjær sést til Vestmannaeyja.Sigurjón Ólason Sólvellir eru vestan Odda en þau Hanna Valdís Guðjónsdóttir og Illugi Breki Albertsson, bæði Rangæingar, keyptu jörðina í fyrra af frænda hennar og gerðust bændur. Á Sólvöllum búa þau með sauðfé og hross auk þess að annast búskapinn í Odda. „Við hugsum um átján kindur fyrir prestinn. Og heyjum þá í staðinn ofan í þær og okkar í leiðinni,“ segir Hanna Valdís. -En hvernig heyskaparjörð er Oddi? „Hún er bara mjög fín. Sprettur vel á henni,“ svarar Illugi Breki. Frá Oddahátíð síðastliðið sumar.Arnar Halldórsson -En fylgir því öðruvísi tilfinning að slá og heyja túnin í Odda heldur en önnur tún? „Nei, það er nú bara eins,“ svarar hann. -Þú hugsar ekki um: Hér var Snorri Sturluson og hér var Sæmundur fróði? „Nei, ég hef nú aldrei pælt í því. En góð pæling.“ Í þættinum Um land allt lýsa forystumenn Oddafélagsins áformum um endurreisn staðarins sem menningar- og fræðaseturs. Við förum á Oddahátíð, ræðum við fræðimenn og heyrum af rannsókn, þar sem grafist er fyrir um upphaf ritmenningar Íslendinga með Sæmundi fróða og veldi Oddaverja, sem reis hæst á tíma Jóns Loftssonar. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld klukkan 19:10. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Um land allt Rangárþing ytra Menning Fornminjar Landbúnaður Tengdar fréttir Oddaverjar virðast hafa grafið gríðarstóra hella fyrir bústofninn Hellir sem fornleifafræðingar rannsaka núna í Odda á Rangárvöllum var í notkun á tíma Sæmundar fróða og er elsta staðfesta dæmi um manngerðan helli á Íslandi. Gríðarleg stærð hans vekur athygli og bendir til að Oddaverjar hafi staðið fyrir miklum búrekstri. 2. ágúst 2021 22:22 Vilja sjá Odda rísa á ný sem menningar- og fræðasetur Áform um endurreisn Odda á Rangárvöllum með byggingu Sæmundarstofu, nýrrar kirkju og tónlistarhúss voru kynnt á Oddahátíð um helgina samtímis því sem Sinfónuhljómsveit Suðurlands kom fram á sínum fyrstu opinberu tónleikum. 5. júlí 2021 22:36 Oddi á Rangárvöllum í þjóðbraut á ný með brú til Vestur-Landeyja Hið forni höfuðstaður, Oddi á Rangárvöllum, er aftur kominn í alfaraleið með nýrri brú yfir Þverá, sem styttir verulega leiðina milli Rangárvalla og Vestur-Landeyja. Brúin er 93 metra löng og reist í samstarfi sveitarfélagsins Rangárþings ytra og Vegagerðarinnar. 4. júlí 2021 21:21 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira
Í þættinum Um land allt á Stöð 2 kynnumst við Odda. „Starf prestsins hefur breyst. Okkar sauðir eru aðrir sauðir heldur en þeir sem þarf að heyja fyrir,“ segir Elína, sem samið hefur við unga nágrannabændur sína á Sólvöllum um að heyja túnin og annast fjárstofninn sem fylgir Odda. Elína Hrund Kristjánsdóttir, sóknarprestur í Odda, við útsýnisskífuna á Gammabrekku. Fjær sést til Vestmannaeyja.Sigurjón Ólason Sólvellir eru vestan Odda en þau Hanna Valdís Guðjónsdóttir og Illugi Breki Albertsson, bæði Rangæingar, keyptu jörðina í fyrra af frænda hennar og gerðust bændur. Á Sólvöllum búa þau með sauðfé og hross auk þess að annast búskapinn í Odda. „Við hugsum um átján kindur fyrir prestinn. Og heyjum þá í staðinn ofan í þær og okkar í leiðinni,“ segir Hanna Valdís. -En hvernig heyskaparjörð er Oddi? „Hún er bara mjög fín. Sprettur vel á henni,“ svarar Illugi Breki. Frá Oddahátíð síðastliðið sumar.Arnar Halldórsson -En fylgir því öðruvísi tilfinning að slá og heyja túnin í Odda heldur en önnur tún? „Nei, það er nú bara eins,“ svarar hann. -Þú hugsar ekki um: Hér var Snorri Sturluson og hér var Sæmundur fróði? „Nei, ég hef nú aldrei pælt í því. En góð pæling.“ Í þættinum Um land allt lýsa forystumenn Oddafélagsins áformum um endurreisn staðarins sem menningar- og fræðaseturs. Við förum á Oddahátíð, ræðum við fræðimenn og heyrum af rannsókn, þar sem grafist er fyrir um upphaf ritmenningar Íslendinga með Sæmundi fróða og veldi Oddaverja, sem reis hæst á tíma Jóns Loftssonar. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld klukkan 19:10. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Um land allt Rangárþing ytra Menning Fornminjar Landbúnaður Tengdar fréttir Oddaverjar virðast hafa grafið gríðarstóra hella fyrir bústofninn Hellir sem fornleifafræðingar rannsaka núna í Odda á Rangárvöllum var í notkun á tíma Sæmundar fróða og er elsta staðfesta dæmi um manngerðan helli á Íslandi. Gríðarleg stærð hans vekur athygli og bendir til að Oddaverjar hafi staðið fyrir miklum búrekstri. 2. ágúst 2021 22:22 Vilja sjá Odda rísa á ný sem menningar- og fræðasetur Áform um endurreisn Odda á Rangárvöllum með byggingu Sæmundarstofu, nýrrar kirkju og tónlistarhúss voru kynnt á Oddahátíð um helgina samtímis því sem Sinfónuhljómsveit Suðurlands kom fram á sínum fyrstu opinberu tónleikum. 5. júlí 2021 22:36 Oddi á Rangárvöllum í þjóðbraut á ný með brú til Vestur-Landeyja Hið forni höfuðstaður, Oddi á Rangárvöllum, er aftur kominn í alfaraleið með nýrri brú yfir Þverá, sem styttir verulega leiðina milli Rangárvalla og Vestur-Landeyja. Brúin er 93 metra löng og reist í samstarfi sveitarfélagsins Rangárþings ytra og Vegagerðarinnar. 4. júlí 2021 21:21 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira
Oddaverjar virðast hafa grafið gríðarstóra hella fyrir bústofninn Hellir sem fornleifafræðingar rannsaka núna í Odda á Rangárvöllum var í notkun á tíma Sæmundar fróða og er elsta staðfesta dæmi um manngerðan helli á Íslandi. Gríðarleg stærð hans vekur athygli og bendir til að Oddaverjar hafi staðið fyrir miklum búrekstri. 2. ágúst 2021 22:22
Vilja sjá Odda rísa á ný sem menningar- og fræðasetur Áform um endurreisn Odda á Rangárvöllum með byggingu Sæmundarstofu, nýrrar kirkju og tónlistarhúss voru kynnt á Oddahátíð um helgina samtímis því sem Sinfónuhljómsveit Suðurlands kom fram á sínum fyrstu opinberu tónleikum. 5. júlí 2021 22:36
Oddi á Rangárvöllum í þjóðbraut á ný með brú til Vestur-Landeyja Hið forni höfuðstaður, Oddi á Rangárvöllum, er aftur kominn í alfaraleið með nýrri brú yfir Þverá, sem styttir verulega leiðina milli Rangárvalla og Vestur-Landeyja. Brúin er 93 metra löng og reist í samstarfi sveitarfélagsins Rangárþings ytra og Vegagerðarinnar. 4. júlí 2021 21:21