Veðurstofan vaktar Torfajökulssvæðið vegna skjálfta Árni Sæberg skrifar 29. október 2021 22:11 Lágtíðniskjálftar eru algengir á Torfajökulssvæðinu. Vísir/Vilhelm Lágtíðniskjálftar hafa mælst í miklu magni á Torfajökulssvæðinu frá því í gær. Vísindafólk frá Háskóla Íslands og Veðurstofunni hittist í dag ásamt fulltrúa frá almannavarnadeild og ræddi virknina. Í færslu á Facebook segir Veðurstofa Íslands að lágtíðniskjálftar séu algengir á væðinu og að þeir hafi mælst allt frá því að mælingar hófust á svæðinu árið 1986. Virknin nú sé þó sérstæð þar sem hún sé afar reglubundin og áköf. Um er að ræða litla skjálfta sem mælast um 0,5 að styrk. Starfsmaður Veðurstofu segir í samtali við Vísi að vöktun svæðisins sé eðlileg enda sé fylgst með öllu kerfinu. Ekki sé talið líklegt að skjálftavirknin orsakist af yfirvofandi eldgosi. Þó sé ekki hægt að útiloka að öflugri skjálftar verði á svæðinu. Nokkrar skýringar mögulegar Í færslu Veðurstofunnar segir að nokkrar skýringar hafi verið nefndar til að skýra virknina. Þar á meðal hæg hreyfing um grunnstæðan sprunguflöt, hreyfingar á seigfjótandi kísilsýruríku kvikuinnskoti og breytingar í jarðhitakerfinu. Ekki sé enn hægt að festa fingur á hvað valdi skjálftunum og mikil óvissa sé uppi um staðsetningu upptaka skjálftanna. Starfsmaður Veðurstofu segir að rannsóknarflug í grennd við Torfajökul hafi verið á dagskrá helgarinnar og að stefnu þeirra verði breytt lítillega og svæðið rannsakað úr lofti. „Veðurstofan er með sólarhringsvakt og fylgist vel með framvindunni,“ segir í niðurlagi tilkynningarinnar. Eldgos og jarðhræringar Rangárþing ytra Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Í færslu á Facebook segir Veðurstofa Íslands að lágtíðniskjálftar séu algengir á væðinu og að þeir hafi mælst allt frá því að mælingar hófust á svæðinu árið 1986. Virknin nú sé þó sérstæð þar sem hún sé afar reglubundin og áköf. Um er að ræða litla skjálfta sem mælast um 0,5 að styrk. Starfsmaður Veðurstofu segir í samtali við Vísi að vöktun svæðisins sé eðlileg enda sé fylgst með öllu kerfinu. Ekki sé talið líklegt að skjálftavirknin orsakist af yfirvofandi eldgosi. Þó sé ekki hægt að útiloka að öflugri skjálftar verði á svæðinu. Nokkrar skýringar mögulegar Í færslu Veðurstofunnar segir að nokkrar skýringar hafi verið nefndar til að skýra virknina. Þar á meðal hæg hreyfing um grunnstæðan sprunguflöt, hreyfingar á seigfjótandi kísilsýruríku kvikuinnskoti og breytingar í jarðhitakerfinu. Ekki sé enn hægt að festa fingur á hvað valdi skjálftunum og mikil óvissa sé uppi um staðsetningu upptaka skjálftanna. Starfsmaður Veðurstofu segir að rannsóknarflug í grennd við Torfajökul hafi verið á dagskrá helgarinnar og að stefnu þeirra verði breytt lítillega og svæðið rannsakað úr lofti. „Veðurstofan er með sólarhringsvakt og fylgist vel með framvindunni,“ segir í niðurlagi tilkynningarinnar.
Eldgos og jarðhræringar Rangárþing ytra Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira