Stærsta boxmót ársins haldið í Kaplakrika á morgun: „Ég er að flytja inn boxþjálfarann hans Connor McGregor“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. október 2021 20:01 Davíð Rúnar Bjarnason stendur fyrir mótinu. Mynd/Skjáskot Bestu hnefaleikakappar landsins munu berjast á stærsta boxmóti ársins sem haldið er í Kaplakrika á morgun. Davíð Rúnar Bjarnason, yfirþjálfari Hnefaleikafélags Reykjavíkur, stendur fyrir mótinu og segir hann mikið lagt í kvöldið. „Við ætlum bara að koma af stað svona alvöru „box-show“ menningu,“ sagði Davíð í samtali við Stöð 2. „Einu sinni á ári verður haldið svona Icebox eins og það heitir, Klakaboxið, og gefur öllum í íþróttinni tækifæri til að láta ljós sitt skína. Ekki bara fullorðna fólkið heldur unga kynslóðin líka.“ „Allir fá að labba inn með svona töffaralag og stemningu. Það eru verðlaun fyrir alla, VIP sæti og stúkusæti og það verður svona alvöru rokk. Það er kominn tími á þetta.“ Davíð ætlar sér að fara alla leið með hugmyndina, og er meðal annars búinn að sannfæra boxþjálfara eins þekktasta bardagamanns heims um að mæta. „Ég er að flytja inn boxþjálfarann hans Connor McGregor, Phil Sutcliffe, og hann er að koma með tvo Íra með sér. Aðalbardaginn á morgun verður Ísland-Írland. Það er bara þjóðsöngurinn og stemning.“ En hverjir eru það sem munu berjast þar? „Hann heitir Michael McCrain sem keppir á móti Steinari Thors í aðalbardaganum og svo er það Craig Kavanagh á móti Emin Kadri, báðir íslenskir landsliðsmenn. Og það eru nokkrir íslenskir landsliðsmenn að keppa á morgun.“ Lét útbúa alvöru verðlaunagrip Davíð lét útbúa belti eins og alvöru hnefaleikameistara sæmir.Mynd/skjáskot „Ég er ekkert að grínast hérna. Ég ákvað að taka þetta bara alla leið og hnefaleikamaður eða -kona kvöldsins hlýtur þetta belti. Fyrsta Icebox Champion beltið, eða klakabox meistarinn, og fær þetta belti til eignar. Ásamt alveg massívum verðlaunapakka frá samstarfsaðilum og styrktaraðilum mótsins.“ Viðtalið við Davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Davíð Rúnar - Klakabox Box Hafnarfjörður FH Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sjá meira
„Við ætlum bara að koma af stað svona alvöru „box-show“ menningu,“ sagði Davíð í samtali við Stöð 2. „Einu sinni á ári verður haldið svona Icebox eins og það heitir, Klakaboxið, og gefur öllum í íþróttinni tækifæri til að láta ljós sitt skína. Ekki bara fullorðna fólkið heldur unga kynslóðin líka.“ „Allir fá að labba inn með svona töffaralag og stemningu. Það eru verðlaun fyrir alla, VIP sæti og stúkusæti og það verður svona alvöru rokk. Það er kominn tími á þetta.“ Davíð ætlar sér að fara alla leið með hugmyndina, og er meðal annars búinn að sannfæra boxþjálfara eins þekktasta bardagamanns heims um að mæta. „Ég er að flytja inn boxþjálfarann hans Connor McGregor, Phil Sutcliffe, og hann er að koma með tvo Íra með sér. Aðalbardaginn á morgun verður Ísland-Írland. Það er bara þjóðsöngurinn og stemning.“ En hverjir eru það sem munu berjast þar? „Hann heitir Michael McCrain sem keppir á móti Steinari Thors í aðalbardaganum og svo er það Craig Kavanagh á móti Emin Kadri, báðir íslenskir landsliðsmenn. Og það eru nokkrir íslenskir landsliðsmenn að keppa á morgun.“ Lét útbúa alvöru verðlaunagrip Davíð lét útbúa belti eins og alvöru hnefaleikameistara sæmir.Mynd/skjáskot „Ég er ekkert að grínast hérna. Ég ákvað að taka þetta bara alla leið og hnefaleikamaður eða -kona kvöldsins hlýtur þetta belti. Fyrsta Icebox Champion beltið, eða klakabox meistarinn, og fær þetta belti til eignar. Ásamt alveg massívum verðlaunapakka frá samstarfsaðilum og styrktaraðilum mótsins.“ Viðtalið við Davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Davíð Rúnar - Klakabox
Box Hafnarfjörður FH Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sjá meira