Stærsta boxmót ársins haldið í Kaplakrika á morgun: „Ég er að flytja inn boxþjálfarann hans Connor McGregor“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. október 2021 20:01 Davíð Rúnar Bjarnason stendur fyrir mótinu. Mynd/Skjáskot Bestu hnefaleikakappar landsins munu berjast á stærsta boxmóti ársins sem haldið er í Kaplakrika á morgun. Davíð Rúnar Bjarnason, yfirþjálfari Hnefaleikafélags Reykjavíkur, stendur fyrir mótinu og segir hann mikið lagt í kvöldið. „Við ætlum bara að koma af stað svona alvöru „box-show“ menningu,“ sagði Davíð í samtali við Stöð 2. „Einu sinni á ári verður haldið svona Icebox eins og það heitir, Klakaboxið, og gefur öllum í íþróttinni tækifæri til að láta ljós sitt skína. Ekki bara fullorðna fólkið heldur unga kynslóðin líka.“ „Allir fá að labba inn með svona töffaralag og stemningu. Það eru verðlaun fyrir alla, VIP sæti og stúkusæti og það verður svona alvöru rokk. Það er kominn tími á þetta.“ Davíð ætlar sér að fara alla leið með hugmyndina, og er meðal annars búinn að sannfæra boxþjálfara eins þekktasta bardagamanns heims um að mæta. „Ég er að flytja inn boxþjálfarann hans Connor McGregor, Phil Sutcliffe, og hann er að koma með tvo Íra með sér. Aðalbardaginn á morgun verður Ísland-Írland. Það er bara þjóðsöngurinn og stemning.“ En hverjir eru það sem munu berjast þar? „Hann heitir Michael McCrain sem keppir á móti Steinari Thors í aðalbardaganum og svo er það Craig Kavanagh á móti Emin Kadri, báðir íslenskir landsliðsmenn. Og það eru nokkrir íslenskir landsliðsmenn að keppa á morgun.“ Lét útbúa alvöru verðlaunagrip Davíð lét útbúa belti eins og alvöru hnefaleikameistara sæmir.Mynd/skjáskot „Ég er ekkert að grínast hérna. Ég ákvað að taka þetta bara alla leið og hnefaleikamaður eða -kona kvöldsins hlýtur þetta belti. Fyrsta Icebox Champion beltið, eða klakabox meistarinn, og fær þetta belti til eignar. Ásamt alveg massívum verðlaunapakka frá samstarfsaðilum og styrktaraðilum mótsins.“ Viðtalið við Davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Davíð Rúnar - Klakabox Box Hafnarfjörður FH Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Sjá meira
„Við ætlum bara að koma af stað svona alvöru „box-show“ menningu,“ sagði Davíð í samtali við Stöð 2. „Einu sinni á ári verður haldið svona Icebox eins og það heitir, Klakaboxið, og gefur öllum í íþróttinni tækifæri til að láta ljós sitt skína. Ekki bara fullorðna fólkið heldur unga kynslóðin líka.“ „Allir fá að labba inn með svona töffaralag og stemningu. Það eru verðlaun fyrir alla, VIP sæti og stúkusæti og það verður svona alvöru rokk. Það er kominn tími á þetta.“ Davíð ætlar sér að fara alla leið með hugmyndina, og er meðal annars búinn að sannfæra boxþjálfara eins þekktasta bardagamanns heims um að mæta. „Ég er að flytja inn boxþjálfarann hans Connor McGregor, Phil Sutcliffe, og hann er að koma með tvo Íra með sér. Aðalbardaginn á morgun verður Ísland-Írland. Það er bara þjóðsöngurinn og stemning.“ En hverjir eru það sem munu berjast þar? „Hann heitir Michael McCrain sem keppir á móti Steinari Thors í aðalbardaganum og svo er það Craig Kavanagh á móti Emin Kadri, báðir íslenskir landsliðsmenn. Og það eru nokkrir íslenskir landsliðsmenn að keppa á morgun.“ Lét útbúa alvöru verðlaunagrip Davíð lét útbúa belti eins og alvöru hnefaleikameistara sæmir.Mynd/skjáskot „Ég er ekkert að grínast hérna. Ég ákvað að taka þetta bara alla leið og hnefaleikamaður eða -kona kvöldsins hlýtur þetta belti. Fyrsta Icebox Champion beltið, eða klakabox meistarinn, og fær þetta belti til eignar. Ásamt alveg massívum verðlaunapakka frá samstarfsaðilum og styrktaraðilum mótsins.“ Viðtalið við Davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Davíð Rúnar - Klakabox
Box Hafnarfjörður FH Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Sjá meira