Víkingaskip aftur við Bessastaðanes tólf öldum síðar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. október 2021 15:37 Víkingaskipið Drakar strandaði við Bessastaðanes í dag. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, minntist þess að um tólf aldir séu liðnar frá því að knörr sást fyrst við nesið. Vísir „Líklega eru um 12 aldir eða svo frá því að knörr sást fyrst við Bessastaðanes og senn verða liðnar fjórar aldir frá því að skip sjóræningja frá Alsír strandaði þar um stundarsakir.“ Svona hefst Facebook-færsla Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, um einmana víkingaskip sem strandaði undan ströndum Bessastaðaness í dag og vakti mikla furðu. Skipið er nokkuð drungalegt á að líta en það hefur legið við Kópavogshöfn síðastliðin þrjú eða fjögur ár. RÚV greindi fyrst frá. „Svo virðist sem einhverjum hafi þótt sniðugt að leysa þar landfestar og rak skipið svo þessa leið,“ skrifar forsetinn. Atli Hermannsson, hafnarstjóri í Kópavogi, segir í samtali við fréttastofu alveg öruggt að knörrinn hafi verið losaður frá landi af yfirlögðu ráði. Nú hefur Björgunarsveitin Ársæll komið skipinu til bjargar og dregið aftur á sinn stað í Kópavogshöfn. Skipið, sem ber nafnið Drakar, er eftirlíking af víkingaskipi, sem á rætur sínar að rekja til Brasilíu, þar sem það var smíðað árið 2007 eftir teikningu af Gaukstaðaskipinu. Guðni forseti setti skipið í sögulegt samhengi og rifjaði upp að eftir komu Alsíringa á Bessastaði hafi verið ráðist í gerð Skansins. „Eftir strandhögg þeirra var ráðist í gerð Skansins, virkis á nesinu þar sem Óli skans bjó síðar með konu sinni Fíu (ekki Völu eins og segir þó í laginu). Í morgun gat svo að líta skip sem hafði rekið inn í Lambhúsatjörn, undan Rana yst á nesinu.“ „Þegar ég sá skipið hér fyrir utan síðla morguns varð mér hugsað til hinnar þekktu barnagælu Sveinbjarnar Egilssonar sem bjó hér á nesinu og kenndi við Bessastaðaskóla: „Fljúga hvítu fiðrildin, fyrir utan gluggann. Þarna siglir einhver inn, ofurlítil dugga“,“ skrifar forsetinn í færslu sinni. Kópavogur Garðabær Björgunarsveitir Forseti Íslands Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Svona hefst Facebook-færsla Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, um einmana víkingaskip sem strandaði undan ströndum Bessastaðaness í dag og vakti mikla furðu. Skipið er nokkuð drungalegt á að líta en það hefur legið við Kópavogshöfn síðastliðin þrjú eða fjögur ár. RÚV greindi fyrst frá. „Svo virðist sem einhverjum hafi þótt sniðugt að leysa þar landfestar og rak skipið svo þessa leið,“ skrifar forsetinn. Atli Hermannsson, hafnarstjóri í Kópavogi, segir í samtali við fréttastofu alveg öruggt að knörrinn hafi verið losaður frá landi af yfirlögðu ráði. Nú hefur Björgunarsveitin Ársæll komið skipinu til bjargar og dregið aftur á sinn stað í Kópavogshöfn. Skipið, sem ber nafnið Drakar, er eftirlíking af víkingaskipi, sem á rætur sínar að rekja til Brasilíu, þar sem það var smíðað árið 2007 eftir teikningu af Gaukstaðaskipinu. Guðni forseti setti skipið í sögulegt samhengi og rifjaði upp að eftir komu Alsíringa á Bessastaði hafi verið ráðist í gerð Skansins. „Eftir strandhögg þeirra var ráðist í gerð Skansins, virkis á nesinu þar sem Óli skans bjó síðar með konu sinni Fíu (ekki Völu eins og segir þó í laginu). Í morgun gat svo að líta skip sem hafði rekið inn í Lambhúsatjörn, undan Rana yst á nesinu.“ „Þegar ég sá skipið hér fyrir utan síðla morguns varð mér hugsað til hinnar þekktu barnagælu Sveinbjarnar Egilssonar sem bjó hér á nesinu og kenndi við Bessastaðaskóla: „Fljúga hvítu fiðrildin, fyrir utan gluggann. Þarna siglir einhver inn, ofurlítil dugga“,“ skrifar forsetinn í færslu sinni.
Kópavogur Garðabær Björgunarsveitir Forseti Íslands Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira