Víkingaskip aftur við Bessastaðanes tólf öldum síðar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. október 2021 15:37 Víkingaskipið Drakar strandaði við Bessastaðanes í dag. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, minntist þess að um tólf aldir séu liðnar frá því að knörr sást fyrst við nesið. Vísir „Líklega eru um 12 aldir eða svo frá því að knörr sást fyrst við Bessastaðanes og senn verða liðnar fjórar aldir frá því að skip sjóræningja frá Alsír strandaði þar um stundarsakir.“ Svona hefst Facebook-færsla Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, um einmana víkingaskip sem strandaði undan ströndum Bessastaðaness í dag og vakti mikla furðu. Skipið er nokkuð drungalegt á að líta en það hefur legið við Kópavogshöfn síðastliðin þrjú eða fjögur ár. RÚV greindi fyrst frá. „Svo virðist sem einhverjum hafi þótt sniðugt að leysa þar landfestar og rak skipið svo þessa leið,“ skrifar forsetinn. Atli Hermannsson, hafnarstjóri í Kópavogi, segir í samtali við fréttastofu alveg öruggt að knörrinn hafi verið losaður frá landi af yfirlögðu ráði. Nú hefur Björgunarsveitin Ársæll komið skipinu til bjargar og dregið aftur á sinn stað í Kópavogshöfn. Skipið, sem ber nafnið Drakar, er eftirlíking af víkingaskipi, sem á rætur sínar að rekja til Brasilíu, þar sem það var smíðað árið 2007 eftir teikningu af Gaukstaðaskipinu. Guðni forseti setti skipið í sögulegt samhengi og rifjaði upp að eftir komu Alsíringa á Bessastaði hafi verið ráðist í gerð Skansins. „Eftir strandhögg þeirra var ráðist í gerð Skansins, virkis á nesinu þar sem Óli skans bjó síðar með konu sinni Fíu (ekki Völu eins og segir þó í laginu). Í morgun gat svo að líta skip sem hafði rekið inn í Lambhúsatjörn, undan Rana yst á nesinu.“ „Þegar ég sá skipið hér fyrir utan síðla morguns varð mér hugsað til hinnar þekktu barnagælu Sveinbjarnar Egilssonar sem bjó hér á nesinu og kenndi við Bessastaðaskóla: „Fljúga hvítu fiðrildin, fyrir utan gluggann. Þarna siglir einhver inn, ofurlítil dugga“,“ skrifar forsetinn í færslu sinni. Kópavogur Garðabær Björgunarsveitir Forseti Íslands Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Svona hefst Facebook-færsla Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, um einmana víkingaskip sem strandaði undan ströndum Bessastaðaness í dag og vakti mikla furðu. Skipið er nokkuð drungalegt á að líta en það hefur legið við Kópavogshöfn síðastliðin þrjú eða fjögur ár. RÚV greindi fyrst frá. „Svo virðist sem einhverjum hafi þótt sniðugt að leysa þar landfestar og rak skipið svo þessa leið,“ skrifar forsetinn. Atli Hermannsson, hafnarstjóri í Kópavogi, segir í samtali við fréttastofu alveg öruggt að knörrinn hafi verið losaður frá landi af yfirlögðu ráði. Nú hefur Björgunarsveitin Ársæll komið skipinu til bjargar og dregið aftur á sinn stað í Kópavogshöfn. Skipið, sem ber nafnið Drakar, er eftirlíking af víkingaskipi, sem á rætur sínar að rekja til Brasilíu, þar sem það var smíðað árið 2007 eftir teikningu af Gaukstaðaskipinu. Guðni forseti setti skipið í sögulegt samhengi og rifjaði upp að eftir komu Alsíringa á Bessastaði hafi verið ráðist í gerð Skansins. „Eftir strandhögg þeirra var ráðist í gerð Skansins, virkis á nesinu þar sem Óli skans bjó síðar með konu sinni Fíu (ekki Völu eins og segir þó í laginu). Í morgun gat svo að líta skip sem hafði rekið inn í Lambhúsatjörn, undan Rana yst á nesinu.“ „Þegar ég sá skipið hér fyrir utan síðla morguns varð mér hugsað til hinnar þekktu barnagælu Sveinbjarnar Egilssonar sem bjó hér á nesinu og kenndi við Bessastaðaskóla: „Fljúga hvítu fiðrildin, fyrir utan gluggann. Þarna siglir einhver inn, ofurlítil dugga“,“ skrifar forsetinn í færslu sinni.
Kópavogur Garðabær Björgunarsveitir Forseti Íslands Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira