Hótelin með snjóhengju skuldbindinga eftir faraldurinn Heimir Már Pétursson skrifar 28. október 2021 20:00 Eftir ördeyfð í á annað ár fóru ferðamenn loksins að skila sér aftur til Íslands í sumar og hótel sem flest voru lokuð vegna faraldursins gátu opnað dyr sínar á ný. Stöð 2/Egill Formaður félags Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir að það muni taka hótelin tíma að koma rekstrinum í jafnvægi eftir hrun ferðaþjónustunnar í covid faraldrinum. Bankar og fleiri aðilar þurfi að sýna þeim skilning og stjórnvöld að jafna stöðu hótelanna gagnvart leiguíbúðum og hótelskipum. Flest hótel neyddust til að hætta rekstri í á annað ár fljótlega eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á og hófu ekki rekstur fyrir alvöru á ný fyrr en í sumar. Þegar starfsemi hófst aftur reyndist mörgum erfitt að fá til sín starfsfólk að sögn Kristófers Óliverssonar formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Fyrir faraldurinn hafi hótelin verið í harðri samkepnni við Airbnb íbúðir og aðrar leiguíbúðir. Nú hafi hótelskip bæst við sem sigli með þúsundir farþega sem flogið væri til landsins í kringum landið. „Það þarf að jafna leikinn. Það er það sem við tölum um fyrst og fremst. Þannig að hótelin hafi sitt svigrúm í þessu. Ef þú horfir hér í kringum þig þá er Airbnb í öðru hverju húsi. Framboðið af herbergjum þar var orðið talsvert meira en hótelherbergi,“ segir Kristófer. Kristófer Óliversson annar eigenda Center hótelanna segir ekki allt komið í blóma þótt ferðamennirnir séu farnir að láta sjá sig aftur.Stöð 2/Egill Hótelin borgi um tvær milljónir á ári í skatta og skyldur af hverju venjulegu hótelherbergi á sama tíma og Airbnb og hótelskipin greiði mun minna til samfélagsins. Framtíð hótelanna ráðist mikið af rekstrarumhverfinu. „Það skiptir okkur máli hvernig farið verður til dæmis með gistinóttaskatt. Ég var kominn langt á leið með að byggja með traustum aðilum 150 herberja hótel á Akureyri. Ef ég ætti að endurtaka það núna myndi ég leigja mér skip og sigla hringinn í kringum landið,“ segir Kristófer. Kristófer segir hótelin greiða um tvær milljónir króna í skatta og skyldur af hverju hótelherbergi á ári.Stöð 2/Egill Það muni taka hótelin tíma að ná sér að fullu á ný með allar sínar skuldbindingar eftir faraldurinn. „Það hangir yfir okkur öllum sem erum með svona fasteignir snjóhengja sem menn leysa ekki nema í góðu samstarfi við banka og aðra sem koma að þeim málum,“ segir Kristófer Óliversson. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hótelin skattlögð langt umfram AirBnB og hótelskip Enn ríkir töluverð óvissa um rekstur hótela þótt ferðamönnum hafi fjölgað í sumar og haust. Formaður Félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu segir að bæta þurfi samkeppnisstöðu hótela gagnvart leiguíbúðum fyrir ferðamenn og skemmtiferðaskipum sem sigli í vaxandi mæli í kringum landið. 27. október 2021 19:31 Edition vill vera hjartslátturinn í nýrri miðborg Reykjavíkur Nóttin í svítu á nýjasta hótelinu í Reykjavík kostar á bilinu 117 þúsund upp í rúma eina og hálfa milljón. Þar er boðið upp á einstakt útsýni yfir gömlu höfnina og ýmsa aðra þjónustu sem prýðir fimm stjörnu hótel. 22. október 2021 19:00 Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Flest hótel neyddust til að hætta rekstri í á annað ár fljótlega eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á og hófu ekki rekstur fyrir alvöru á ný fyrr en í sumar. Þegar starfsemi hófst aftur reyndist mörgum erfitt að fá til sín starfsfólk að sögn Kristófers Óliverssonar formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Fyrir faraldurinn hafi hótelin verið í harðri samkepnni við Airbnb íbúðir og aðrar leiguíbúðir. Nú hafi hótelskip bæst við sem sigli með þúsundir farþega sem flogið væri til landsins í kringum landið. „Það þarf að jafna leikinn. Það er það sem við tölum um fyrst og fremst. Þannig að hótelin hafi sitt svigrúm í þessu. Ef þú horfir hér í kringum þig þá er Airbnb í öðru hverju húsi. Framboðið af herbergjum þar var orðið talsvert meira en hótelherbergi,“ segir Kristófer. Kristófer Óliversson annar eigenda Center hótelanna segir ekki allt komið í blóma þótt ferðamennirnir séu farnir að láta sjá sig aftur.Stöð 2/Egill Hótelin borgi um tvær milljónir á ári í skatta og skyldur af hverju venjulegu hótelherbergi á sama tíma og Airbnb og hótelskipin greiði mun minna til samfélagsins. Framtíð hótelanna ráðist mikið af rekstrarumhverfinu. „Það skiptir okkur máli hvernig farið verður til dæmis með gistinóttaskatt. Ég var kominn langt á leið með að byggja með traustum aðilum 150 herberja hótel á Akureyri. Ef ég ætti að endurtaka það núna myndi ég leigja mér skip og sigla hringinn í kringum landið,“ segir Kristófer. Kristófer segir hótelin greiða um tvær milljónir króna í skatta og skyldur af hverju hótelherbergi á ári.Stöð 2/Egill Það muni taka hótelin tíma að ná sér að fullu á ný með allar sínar skuldbindingar eftir faraldurinn. „Það hangir yfir okkur öllum sem erum með svona fasteignir snjóhengja sem menn leysa ekki nema í góðu samstarfi við banka og aðra sem koma að þeim málum,“ segir Kristófer Óliversson.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hótelin skattlögð langt umfram AirBnB og hótelskip Enn ríkir töluverð óvissa um rekstur hótela þótt ferðamönnum hafi fjölgað í sumar og haust. Formaður Félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu segir að bæta þurfi samkeppnisstöðu hótela gagnvart leiguíbúðum fyrir ferðamenn og skemmtiferðaskipum sem sigli í vaxandi mæli í kringum landið. 27. október 2021 19:31 Edition vill vera hjartslátturinn í nýrri miðborg Reykjavíkur Nóttin í svítu á nýjasta hótelinu í Reykjavík kostar á bilinu 117 þúsund upp í rúma eina og hálfa milljón. Þar er boðið upp á einstakt útsýni yfir gömlu höfnina og ýmsa aðra þjónustu sem prýðir fimm stjörnu hótel. 22. október 2021 19:00 Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Hótelin skattlögð langt umfram AirBnB og hótelskip Enn ríkir töluverð óvissa um rekstur hótela þótt ferðamönnum hafi fjölgað í sumar og haust. Formaður Félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu segir að bæta þurfi samkeppnisstöðu hótela gagnvart leiguíbúðum fyrir ferðamenn og skemmtiferðaskipum sem sigli í vaxandi mæli í kringum landið. 27. október 2021 19:31
Edition vill vera hjartslátturinn í nýrri miðborg Reykjavíkur Nóttin í svítu á nýjasta hótelinu í Reykjavík kostar á bilinu 117 þúsund upp í rúma eina og hálfa milljón. Þar er boðið upp á einstakt útsýni yfir gömlu höfnina og ýmsa aðra þjónustu sem prýðir fimm stjörnu hótel. 22. október 2021 19:00