Undir stöðugu eftirliti og færðir í dómsal í lögreglubíl með ferðasalerni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2021 13:06 Umboðsmaður Alþingis gerir margvíslegar athugasemdir við aðstöðuna hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis gerir margvíslegar athugasemdir við húsnæði lögreglunnar á Suðurnesjum og verklag í tengslum við vistun þeirra sem eru grunaðir um að flytja fíkniefni innvortis hingað til lands. Dæmi er um að slíkir einstaklingur hafi dvalið í sérútbúnum fangaklefa í tuttugu daga og eru þeir undir stöðugu eftirliti við allar athafnir sínar. Umboðsmaður Alþingis hefur birt skýrslur sem eru hluti af OPCAT-eftirliti með fangageymslum lögreglustjórans á Suðurnesjum og hins vegar varðstofu á Keflavíkurflugvelli. OPCAT-eftirlitið beinist að stöðum þar sem einstaklingar eru eða kunna að vera sviptir frelsi sínu. Sem hluti af efirlitinu fór umboðsmaður og starfsmenn á vegum embættisins í vettvangsferð um húsnæði lögreglunnar á Suðurnesjum. Undir stöðugu eftirliti og staðið yfir þeim í klósettferðum „Í heimsókn umboðsmanns í fangageymslur hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum staldraði hann meðal annars við þá aðstöðu sem fólki er búin þegar það er vistað vegna gruns um að vera með fíkniefni innvortis. Meðan á vistun þess stendur er það undir stöðugu eftirliti lögreglumanna við allar athafnir, þar á meðal við salernisferðir,“ segir á vef Umboðsmanns. Þar er bent á að slíkri vistun hafi þó ekki verið búin sérstök umgjörð í lögum eða reglugerðum. Þá hafi heilbrigðisstarfsmenn ekki sérstaka aðkomu að eftirliti með viðkomandi. Dæmi er þess að vistun hafi varað í þrjár vikur í klefa sem er sérútbúinn í þessum tilgangi. Í skýrslunni er verklaginu í tengslum við vistun þeirra sem grunaðir eru um að vera með fíkniefni innvortis lýst. Umræddur klefi. Þar kemur fram að viðkomandi dvelji í sérútbúnum klefa allan þann tíma sem hann er undir eftirliti, eða þangað til efnin skili sér úr líkama viðkomandi. Hinn sérútbúni klefi er útbúinn þannig að á honum er bæði hefðbundin hurð og rimlahurð. Rimlahurðinni er lokað svo að lögreglumaður geti fylgst með viðkomandi. Inni í klefanum er salerni á palli. Salernið sést ekki frá dyrunum en er vaktað með myndvöktun auk þess sem að spegill beinist að því. Staðið er yfir hinum handtekna á meðan þeir nota salernið. Í skýrslunni segir að starfsmenn telji það sérstaklega íþyngjandi fyrir mann að vera vistaður í umræddum klefa. Lögreglubíll útbúin ferðasalerni Sem fyrr segir dvelja þeir sem eru grunaðir í umræddum klefa þangað til efnin skila sér, sem yfirleitt tekur einn til þrjá sólarhringa. Ef viðbúið er að það taki meira en sólarhring er farið með viðkomandi fyrir dómara þar sem farið er fram á gæsluvarðhaldúrskurð. Lögreglan á Suðurnesjum sinnir meðal annars löggæslu á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Vilhelm Í skýrslunni kemur fram að í þeim tilvikum sé viðkomandi fluttur í dómsal í stórum lögreglubíl með ferðasalerni aftur í, bíllinn stöðvaður ef hinn handtekni þarf að nota salernið. Farið er sérstaklega með hann út í bílinn aftur ef viðkomandi þarf að nota salerni en er ekki nálægt því á þeirri stundu. Tekið er fram að í viðtölum við starfsfólk hafi komið fram að þetta þætti hinum handteknu vera niðurlægjandi. Aðbúnaður í fangageymslunum almennt ekki fullnægjandi Umboðsmaður bendir bæði dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóra á að almennt sé aðbúnaðurinn í fangageymslunum ekki fullnægjandi til að vista neinn þar lengur en í sólarhring. Þá er þeirri ábendingu komið á framfæri við dómsmálaráðherra að skoða hvort hægt sé að nota fjarfundarbúnað í þeim tilvikum sem þörf er á að einstaklingur grunaður um að vera með fíkniefni innvortis verði úrskurðaður í gæsluvarðhald, svo komast megi hjá því að nota lögreglubílinn með ferðasalerninu. Umboðsmaður fylgist áfram með þróun þessara mála og óskar eftir því að þau stjórnvöld sem hlut eiga að máli geri grein fyrir viðbrögðum sínum fyrir 1. mars 2022. Skýrslurnar tvær má lesa hér og hér. Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis hefur birt skýrslur sem eru hluti af OPCAT-eftirliti með fangageymslum lögreglustjórans á Suðurnesjum og hins vegar varðstofu á Keflavíkurflugvelli. OPCAT-eftirlitið beinist að stöðum þar sem einstaklingar eru eða kunna að vera sviptir frelsi sínu. Sem hluti af efirlitinu fór umboðsmaður og starfsmenn á vegum embættisins í vettvangsferð um húsnæði lögreglunnar á Suðurnesjum. Undir stöðugu eftirliti og staðið yfir þeim í klósettferðum „Í heimsókn umboðsmanns í fangageymslur hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum staldraði hann meðal annars við þá aðstöðu sem fólki er búin þegar það er vistað vegna gruns um að vera með fíkniefni innvortis. Meðan á vistun þess stendur er það undir stöðugu eftirliti lögreglumanna við allar athafnir, þar á meðal við salernisferðir,“ segir á vef Umboðsmanns. Þar er bent á að slíkri vistun hafi þó ekki verið búin sérstök umgjörð í lögum eða reglugerðum. Þá hafi heilbrigðisstarfsmenn ekki sérstaka aðkomu að eftirliti með viðkomandi. Dæmi er þess að vistun hafi varað í þrjár vikur í klefa sem er sérútbúinn í þessum tilgangi. Í skýrslunni er verklaginu í tengslum við vistun þeirra sem grunaðir eru um að vera með fíkniefni innvortis lýst. Umræddur klefi. Þar kemur fram að viðkomandi dvelji í sérútbúnum klefa allan þann tíma sem hann er undir eftirliti, eða þangað til efnin skili sér úr líkama viðkomandi. Hinn sérútbúni klefi er útbúinn þannig að á honum er bæði hefðbundin hurð og rimlahurð. Rimlahurðinni er lokað svo að lögreglumaður geti fylgst með viðkomandi. Inni í klefanum er salerni á palli. Salernið sést ekki frá dyrunum en er vaktað með myndvöktun auk þess sem að spegill beinist að því. Staðið er yfir hinum handtekna á meðan þeir nota salernið. Í skýrslunni segir að starfsmenn telji það sérstaklega íþyngjandi fyrir mann að vera vistaður í umræddum klefa. Lögreglubíll útbúin ferðasalerni Sem fyrr segir dvelja þeir sem eru grunaðir í umræddum klefa þangað til efnin skila sér, sem yfirleitt tekur einn til þrjá sólarhringa. Ef viðbúið er að það taki meira en sólarhring er farið með viðkomandi fyrir dómara þar sem farið er fram á gæsluvarðhaldúrskurð. Lögreglan á Suðurnesjum sinnir meðal annars löggæslu á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Vilhelm Í skýrslunni kemur fram að í þeim tilvikum sé viðkomandi fluttur í dómsal í stórum lögreglubíl með ferðasalerni aftur í, bíllinn stöðvaður ef hinn handtekni þarf að nota salernið. Farið er sérstaklega með hann út í bílinn aftur ef viðkomandi þarf að nota salerni en er ekki nálægt því á þeirri stundu. Tekið er fram að í viðtölum við starfsfólk hafi komið fram að þetta þætti hinum handteknu vera niðurlægjandi. Aðbúnaður í fangageymslunum almennt ekki fullnægjandi Umboðsmaður bendir bæði dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóra á að almennt sé aðbúnaðurinn í fangageymslunum ekki fullnægjandi til að vista neinn þar lengur en í sólarhring. Þá er þeirri ábendingu komið á framfæri við dómsmálaráðherra að skoða hvort hægt sé að nota fjarfundarbúnað í þeim tilvikum sem þörf er á að einstaklingur grunaður um að vera með fíkniefni innvortis verði úrskurðaður í gæsluvarðhald, svo komast megi hjá því að nota lögreglubílinn með ferðasalerninu. Umboðsmaður fylgist áfram með þróun þessara mála og óskar eftir því að þau stjórnvöld sem hlut eiga að máli geri grein fyrir viðbrögðum sínum fyrir 1. mars 2022. Skýrslurnar tvær má lesa hér og hér.
Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira