Íslensk ungmenni í sérflokki í neyslu orkudrykkja Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. október 2021 12:10 Neysla íslenskra ungmenna á orkudrykkjum er með því mesta sem þekkist í Evrópu. Getty Neysla íslenskra ungmenna á orkudrykkjum, sem innihalda koffín, er með því mesta sem þekkist í Evrópu og er vægi orkudrykkja í heildarkoffínneyslu íslenskra ungmenna mun meira en sést í sambærilegum erlendum rannsóknum. Þetta er meðal niðurstaðna áhættumatsnefndar sem lagðist í rannsókn að beiðni Matvælastofnunar til að kanna hvort neysla orkudrykkja, sem innihalda koffín, hefði neikvæð áhrif á heilsu ungmenna í framhaldsskólum. Til að meta hvort neyslan gæti verið skaðleg fyrir heilsu var stuðst við viðmiðunarmörk sem Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) hefur sett fyrir annars vegar svefn og hins vegar hjarta- og æðakerfið. Mörkin fyrir hjarta-og æðakerfið eru mishá eftir því hvort um ræðir einstaklinga undir 18 ára aldri eða 18 ára og eldri. Niðurstaða nefndarinnar er að neysla íslenskra ungmenna sé töluvert meiri en sést hefur í erlendum rannsóknum. Framboð, aðgengi og markaðssetning orkudrykkja hérlendis virðist skila sér í því að neysla íslenskra framhaldsskólanema sé meiri en æskilegt er. Niðurstöður nefndarinnar gefa til kynna að takmarka þurfi aðgengi ungmenna að orkudrykkjum t.d. innan veggja skólanna og á vegum íþróttahreyfinganna og minnka þannig neikvæð áhrif koffíns á heilsu þeirra. Helstu niðurstöður: Meira en helmingur framhaldsskólanema neytir orkudrykkja einu sinni í viku eða oftar. Tíundi hver framhaldsskólanemi undir átján ára og einn af hverjum fimm yfir átján ára aldri, neytir orkudrykkja daglega. Koffínneysla hjá um þriðjungi nemenda á aldrinum 16-17 ára, sem drekka orkudrykki, er yfir viðmiðunarmörkum sem eru talin hafa neikvæð áhrif á svefn. Hátt í helmingur 18-20 ára ungmenna, sem drekka orkudrykki, innbyrða koffín daglega yfir þeim mörkum. Til samanburðar innbyrða aðeins 5-7% yngri ungmenna (<18 ára) og 10% eldri ungmenna(>18 ára), sem ekki drekka orkudrykki, koffín yfir þessum mörkum. Það er sterk neikvæð fylgni milli neyslu framhaldsskólanema á orkudrykkjum og svefns, sem lýsir sér í því að þau sem neyta mikils magns orkudrykkja eiga erfiðara með að sofna. Mjög hátt hlutfall þeirra segist sofa lítið (minna en 6 tíma á sólarhring). Áhættumat sýnir að a.m.k. 10-12% yngri ungmenna (<18 ára), sem neyta orkudrykkja, innbyrða koffín yfir þeim öryggismörkum fyrir hjarta- og æðakerfið sem EFSA ráðleggur að séu örugg fyrir börn, eða 3 mg/kg líkamsþyngdar á dag. Til samanburðar innbyrða 1-2% ungmenna, sem ekki neyta orkudrykkja, koffín yfir þessum mörkum. Þau ungmenni (<18 ára) sem innbyrða mest koffín, innbyrða tvöfalt til fjórfalt það magn sem EFSA leggur til sem öryggismörk fyrir koffíninntöku fullorðinna, eða 3 mg/kg líkamsþyngdar á dag. Langtíma neysla á miklu magni (yfir 3 mg/kg líkamsþyngdar á dag) af koffíni getur valdið miklu álagi á hjarta- og æðakerfið. Samanburður við skýrslu áhættumatsnefndar frá 2020 um koffínneyslu grunnskólanema (8.-10. bekk) leiðir í ljós að neysla orkudrykkja (2x í viku eða oftar) eykst línulega eftir aldri, úr 10% fyrir 13 ára í 46% fyrir 18-20 ára. Um 40-70% ungmenna í 8.-10. bekk hafa fengið orkudrykki gefins í tengslum við íþróttir eða hópastarf samanborið við 10% framhaldsskólanema. Svo virðist sem orkudrykkjum sé markvisst haldið að grunnskólabörnum og þar sem koffín er vanabindandi efni veldur þetta áhyggjum m.t.t. mögulegra neikvæðra heilsuáhrifa til langs tíma. Óheft aðgengi ungmenna (<18 ára) að orkudrykkjum í skólum, í hópastarfi og við íþróttaiðkun er ekki til þess fallið að draga úr neyslu þessara drykkja. Áhættumatið sýnir að framboð, aðgengi og markaðssetning orkudrykkja hérlendis virðist skila sér í því að neysla íslenskra framhaldsskólanema sé meiri en æskilegt er. Neyslan hafi neikvæð áhrif á svefn, óháð andlegri líðan þeirra. Hún sé yfir því magni sem getur valdið hækkun á blóðþrýstingi og þar með auknu álagi á hjarta- og æðakerfið. Eftirtaldir aðilar skipuðu áhættumatsnefndina: Charlotta Oddsdóttir, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum Helga Gunnlaugsdóttir, Orkídea & gestaprófessor við Matvæla- og næringarfræðideild HÍ Jóhanna Eyrún Torfadóttir, Embætti Landlæknis Jóhannes Sveinbjörnsson, Landbúnaðarháskóla Íslands Rafn Benediktsson, Heilbrigðisvísindasvið HÍ Þórhallur Ingi Halldórsson, Matvæla- og næringarfræðideild HÍ, sá um tölfræðiútreikninga Börn og uppeldi Framhaldsskólar Orkudrykkir Svefn Neytendur Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira
Þetta er meðal niðurstaðna áhættumatsnefndar sem lagðist í rannsókn að beiðni Matvælastofnunar til að kanna hvort neysla orkudrykkja, sem innihalda koffín, hefði neikvæð áhrif á heilsu ungmenna í framhaldsskólum. Til að meta hvort neyslan gæti verið skaðleg fyrir heilsu var stuðst við viðmiðunarmörk sem Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) hefur sett fyrir annars vegar svefn og hins vegar hjarta- og æðakerfið. Mörkin fyrir hjarta-og æðakerfið eru mishá eftir því hvort um ræðir einstaklinga undir 18 ára aldri eða 18 ára og eldri. Niðurstaða nefndarinnar er að neysla íslenskra ungmenna sé töluvert meiri en sést hefur í erlendum rannsóknum. Framboð, aðgengi og markaðssetning orkudrykkja hérlendis virðist skila sér í því að neysla íslenskra framhaldsskólanema sé meiri en æskilegt er. Niðurstöður nefndarinnar gefa til kynna að takmarka þurfi aðgengi ungmenna að orkudrykkjum t.d. innan veggja skólanna og á vegum íþróttahreyfinganna og minnka þannig neikvæð áhrif koffíns á heilsu þeirra. Helstu niðurstöður: Meira en helmingur framhaldsskólanema neytir orkudrykkja einu sinni í viku eða oftar. Tíundi hver framhaldsskólanemi undir átján ára og einn af hverjum fimm yfir átján ára aldri, neytir orkudrykkja daglega. Koffínneysla hjá um þriðjungi nemenda á aldrinum 16-17 ára, sem drekka orkudrykki, er yfir viðmiðunarmörkum sem eru talin hafa neikvæð áhrif á svefn. Hátt í helmingur 18-20 ára ungmenna, sem drekka orkudrykki, innbyrða koffín daglega yfir þeim mörkum. Til samanburðar innbyrða aðeins 5-7% yngri ungmenna (<18 ára) og 10% eldri ungmenna(>18 ára), sem ekki drekka orkudrykki, koffín yfir þessum mörkum. Það er sterk neikvæð fylgni milli neyslu framhaldsskólanema á orkudrykkjum og svefns, sem lýsir sér í því að þau sem neyta mikils magns orkudrykkja eiga erfiðara með að sofna. Mjög hátt hlutfall þeirra segist sofa lítið (minna en 6 tíma á sólarhring). Áhættumat sýnir að a.m.k. 10-12% yngri ungmenna (<18 ára), sem neyta orkudrykkja, innbyrða koffín yfir þeim öryggismörkum fyrir hjarta- og æðakerfið sem EFSA ráðleggur að séu örugg fyrir börn, eða 3 mg/kg líkamsþyngdar á dag. Til samanburðar innbyrða 1-2% ungmenna, sem ekki neyta orkudrykkja, koffín yfir þessum mörkum. Þau ungmenni (<18 ára) sem innbyrða mest koffín, innbyrða tvöfalt til fjórfalt það magn sem EFSA leggur til sem öryggismörk fyrir koffíninntöku fullorðinna, eða 3 mg/kg líkamsþyngdar á dag. Langtíma neysla á miklu magni (yfir 3 mg/kg líkamsþyngdar á dag) af koffíni getur valdið miklu álagi á hjarta- og æðakerfið. Samanburður við skýrslu áhættumatsnefndar frá 2020 um koffínneyslu grunnskólanema (8.-10. bekk) leiðir í ljós að neysla orkudrykkja (2x í viku eða oftar) eykst línulega eftir aldri, úr 10% fyrir 13 ára í 46% fyrir 18-20 ára. Um 40-70% ungmenna í 8.-10. bekk hafa fengið orkudrykki gefins í tengslum við íþróttir eða hópastarf samanborið við 10% framhaldsskólanema. Svo virðist sem orkudrykkjum sé markvisst haldið að grunnskólabörnum og þar sem koffín er vanabindandi efni veldur þetta áhyggjum m.t.t. mögulegra neikvæðra heilsuáhrifa til langs tíma. Óheft aðgengi ungmenna (<18 ára) að orkudrykkjum í skólum, í hópastarfi og við íþróttaiðkun er ekki til þess fallið að draga úr neyslu þessara drykkja. Áhættumatið sýnir að framboð, aðgengi og markaðssetning orkudrykkja hérlendis virðist skila sér í því að neysla íslenskra framhaldsskólanema sé meiri en æskilegt er. Neyslan hafi neikvæð áhrif á svefn, óháð andlegri líðan þeirra. Hún sé yfir því magni sem getur valdið hækkun á blóðþrýstingi og þar með auknu álagi á hjarta- og æðakerfið. Eftirtaldir aðilar skipuðu áhættumatsnefndina: Charlotta Oddsdóttir, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum Helga Gunnlaugsdóttir, Orkídea & gestaprófessor við Matvæla- og næringarfræðideild HÍ Jóhanna Eyrún Torfadóttir, Embætti Landlæknis Jóhannes Sveinbjörnsson, Landbúnaðarháskóla Íslands Rafn Benediktsson, Heilbrigðisvísindasvið HÍ Þórhallur Ingi Halldórsson, Matvæla- og næringarfræðideild HÍ, sá um tölfræðiútreikninga
Börn og uppeldi Framhaldsskólar Orkudrykkir Svefn Neytendur Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira