Bíða spennt eftir 2022 og segja landsbyggðina eiga mikið inni Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. október 2021 13:18 Díana Jóhannsdóttir hjá áfangastofu Vestfjarða segir mikilvægt að uppbygging á Vestfjörðum sé í takt við eftirspurn. Vísir/Samsett Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 að mati ferðabókaútgefandans Lonely Planet. Sviðstjóri hjá áfangastofu Vestfjarða segir að viðurkenningin muni nýtast þeim næstu árin en mikilvægt sé að uppbygging verði í takt við aukna eftirspurn. Vestfirðir hafa í gegnum tíðina verið tilnefndir inn á alls konar lista yfir rómaða ferðamannastaði og vakti til að mynda Vestfjarðarleiðin, sem opnaði í fyrra, mikla athygli. Díana Jóhannsdóttir hjá áfangastofu Vestfjarða segir þó að viðurkenning Lonely Planet sé sú stærsta sem þau hafa fengið. „Það er auðvitað ótrúlega gaman að fá svona mikla viðurkenningu og þetta mun sennilega nýtast okkur næstu árin fyrir Vestfirði, þannig það er mikil gleði hérna hjá okkur fyrir vestan,“ segir Díana. Samkvæmt upplýsingum frá Mælaborði ferðaþjónustunnar voru 28 gististaðir með 673 gistirúmum á Vestfjörðum á síðasta tímabili, færri en í öllum öðrum landshlutum. Vestfirðir eru nú á leið inn á stærri markað en áður eftir að hafa legið að mestu undir feld síðastliðin tvö ár. Díana segir Vestfirði þó ráða við stöðuna núna. „Við gerum það svo sannarlega en það er alveg ljóst að við verðum að fara að sjá aukna fjárfestingu í ferðaþjónustu á Vestfjörðum,“ segir Díana. „Lengi var tímabilið mjög stutt hérna á Vestfjörðum, það voru aðallega hérna ferðamenn yfir hásumarið, en það er svo sannarlega að breytast og við verðum að tryggja að innviðirnir byggist upp í takt við þessa eftirspurn.“ Engin stór verkefni eru í pípunum um þessar mundir á Vestfjörðum en að sögn Díönu er aðallega verið að bæta þær aðstöður sem fyrir voru. Stærri verkefni skili þó meiru. „Við sjáum að svona stór og flott verkefni eins [útsýnispallurinn] á Bolafjalli, þetta vekur strax svo mikla athygli en samt er í rauninni ekki einu sinni búið að opna þann pall. Við sjáum bara að allt svona hefur svo góð áhrif á ferðaþjónustu á landsbyggðinni,“ segir Díana. Hún segir landsbyggðina í heild sinni eiga mjög mikið inni og að uppbygging þurfi að vera meiri á mörgum stöðum. Hún vonar að stjórnvöld láti sig málið varða og að nýr ferðamálaráðherra starfi náið með einstaklingum á landsbyggðinni. „Ég treysti því að ráðherra vinni með okkur í þessu eins og þau hafa svo sem alltaf gert,“ segir Díana. „Við erum bara mjög spennt að sjá hvað setur og nú bara bíðum við eftir 2022 með mikilli gleði.“ Vesturbyggð Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Útsýnispallur á Bolafjalli Reykhólahreppur Strandabyggð Tálknafjörður Bolungarvík Súðavíkurhreppur Árneshreppur Kaldrananeshreppur Tengdar fréttir Svona vörðu landsmenn ferðagjöfinni í sumar Síðasti dagurinn til að nýta ferðagjöf stjórnvalda var fimmtudagurinn síðastliðinn og liggur nú fyrir að sóttar hafi verið 231.331 ferðagjafir fyrir alls 1.157 milljónum króna. 4. október 2021 08:09 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Vestfirðir hafa í gegnum tíðina verið tilnefndir inn á alls konar lista yfir rómaða ferðamannastaði og vakti til að mynda Vestfjarðarleiðin, sem opnaði í fyrra, mikla athygli. Díana Jóhannsdóttir hjá áfangastofu Vestfjarða segir þó að viðurkenning Lonely Planet sé sú stærsta sem þau hafa fengið. „Það er auðvitað ótrúlega gaman að fá svona mikla viðurkenningu og þetta mun sennilega nýtast okkur næstu árin fyrir Vestfirði, þannig það er mikil gleði hérna hjá okkur fyrir vestan,“ segir Díana. Samkvæmt upplýsingum frá Mælaborði ferðaþjónustunnar voru 28 gististaðir með 673 gistirúmum á Vestfjörðum á síðasta tímabili, færri en í öllum öðrum landshlutum. Vestfirðir eru nú á leið inn á stærri markað en áður eftir að hafa legið að mestu undir feld síðastliðin tvö ár. Díana segir Vestfirði þó ráða við stöðuna núna. „Við gerum það svo sannarlega en það er alveg ljóst að við verðum að fara að sjá aukna fjárfestingu í ferðaþjónustu á Vestfjörðum,“ segir Díana. „Lengi var tímabilið mjög stutt hérna á Vestfjörðum, það voru aðallega hérna ferðamenn yfir hásumarið, en það er svo sannarlega að breytast og við verðum að tryggja að innviðirnir byggist upp í takt við þessa eftirspurn.“ Engin stór verkefni eru í pípunum um þessar mundir á Vestfjörðum en að sögn Díönu er aðallega verið að bæta þær aðstöður sem fyrir voru. Stærri verkefni skili þó meiru. „Við sjáum að svona stór og flott verkefni eins [útsýnispallurinn] á Bolafjalli, þetta vekur strax svo mikla athygli en samt er í rauninni ekki einu sinni búið að opna þann pall. Við sjáum bara að allt svona hefur svo góð áhrif á ferðaþjónustu á landsbyggðinni,“ segir Díana. Hún segir landsbyggðina í heild sinni eiga mjög mikið inni og að uppbygging þurfi að vera meiri á mörgum stöðum. Hún vonar að stjórnvöld láti sig málið varða og að nýr ferðamálaráðherra starfi náið með einstaklingum á landsbyggðinni. „Ég treysti því að ráðherra vinni með okkur í þessu eins og þau hafa svo sem alltaf gert,“ segir Díana. „Við erum bara mjög spennt að sjá hvað setur og nú bara bíðum við eftir 2022 með mikilli gleði.“
Vesturbyggð Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Útsýnispallur á Bolafjalli Reykhólahreppur Strandabyggð Tálknafjörður Bolungarvík Súðavíkurhreppur Árneshreppur Kaldrananeshreppur Tengdar fréttir Svona vörðu landsmenn ferðagjöfinni í sumar Síðasti dagurinn til að nýta ferðagjöf stjórnvalda var fimmtudagurinn síðastliðinn og liggur nú fyrir að sóttar hafi verið 231.331 ferðagjafir fyrir alls 1.157 milljónum króna. 4. október 2021 08:09 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Svona vörðu landsmenn ferðagjöfinni í sumar Síðasti dagurinn til að nýta ferðagjöf stjórnvalda var fimmtudagurinn síðastliðinn og liggur nú fyrir að sóttar hafi verið 231.331 ferðagjafir fyrir alls 1.157 milljónum króna. 4. október 2021 08:09