Kjarnorkusamningaviðræður hefjist aftur fyrir nóvemberlok Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. október 2021 10:29 Ebrahim Raisi, forseti Íran, er sagður setja hörð skilyrði fyrir nýjum kjarnorkusamningi. Getty/Majid Saeedi Samningaviðræður um endurlífgun kjarnorkusamnings frá árinu 2015 milli Íran og sex annarra stórvelda munu hefjast aftur fyrir nóvemberlok. Þetta sagði helsti samningarmaður Íran í gær. Íran hefur nær alveg hundsað skilyrði samningsins, sem gerður var árið 2015 milli Íran, Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Kína, Rússlands og Þýskalands. Bandaríkin sögðu sig einhliða úr samningnum árið 2018 þegar Donald Trum var Bandaríkjaforseti og leiddi það til mikilla deilna millli Bandaríkjanna og Íran. Bandaríkin settu þá harðar viðskiptaþvinganir á Íran sem hafa skekið efnahag landsins. had a very serious & constructive dialogue with @enriquemora_ on the essential elements for successful negotiations. We agree to start negotiations before the end of November. Exact date would be announced in the course of the next week. https://t.co/0A7BOPZh8f— (@Bagheri_Kani) October 27, 2021 Samningaviðræður milli yfirvalda í Tehran og ríkjanna sex hófust af alvöru í apríl en voru settar á bið eftir að Ebrahim Raisi var kjörinn forseti Íran í júní. Raisi er sagður mikill harðlínumaður og gert ráð fyrir að kröfur hans verði strangar fyrir endurlífgun samningsins. Markmið hans sé að með samningnum verði milliríkjasamband Írans og Bandaríkjanna fært aftur í fyrra horf. Frá því að Trump felldi samninginn úr gildi sín megin hafa Íranir hægt og bítandi aukið úranauðgun sína, tekið í notkun betri búnað til vinnslu efnisins og auðgað úran af þeirri gerð sem hægt er að nota í kjarnorkuvopn. Undanfarna mánuði hafa vestræn ríki beitt Íran miklum þrýstingi um að endurlífga viðræðurnar og varað við að setjist ríkið ekki að samningsborðinu gæti það orðið til þess að enginn samningur verði gerður. Samningsaðilara Tehran og Washington hafa deilt mikið um skilyrði sem setja eigi á ríkin. Aðaldeilumálin hafa verið hversu harðar takmarkanir eigi að gilda um úranauðgun Íran og hvaða viðskiptaþvinganir yfirvöld í Washington muni aflétta. Íran Bandaríkin Bretland Frakkland Rússland Þýskaland Kína Kjarnorka Tengdar fréttir Íranar leyfa aftur eftirlit með kjarnorkuframleiðslu Stjórnvöld í Íran samþykktu í dag að heimila eftirlitsfólki Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) að hefja eftirlitsupptökur að nýju í kjarnorkurannsóknarstöðvum landsins. 12. september 2021 16:00 Íranir halda áfram að auðga úran Stjórnvöld í Teheran halda áfram að bæta í forða sinn af auðguðu úrani sem hægt væri að nota til framleiðslu á kjarnavopnum, að sögn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar (IAEA). Eftirlitsmenn hennar hafa átt erfitt um vik að fylgjast með þróun mála í Íran á þessu ári. 7. september 2021 20:24 Nýr forseti sór embættiseið í Íran Harðlínuklerkurinn Ebrahim Raisi sór embættiseið sem nýr forseti Írans í dag. Hann tekur við embættinu af Hassan Rouhani sem þótti hófsamur á íranskan mælikvarða. 5. ágúst 2021 17:46 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Íran hefur nær alveg hundsað skilyrði samningsins, sem gerður var árið 2015 milli Íran, Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Kína, Rússlands og Þýskalands. Bandaríkin sögðu sig einhliða úr samningnum árið 2018 þegar Donald Trum var Bandaríkjaforseti og leiddi það til mikilla deilna millli Bandaríkjanna og Íran. Bandaríkin settu þá harðar viðskiptaþvinganir á Íran sem hafa skekið efnahag landsins. had a very serious & constructive dialogue with @enriquemora_ on the essential elements for successful negotiations. We agree to start negotiations before the end of November. Exact date would be announced in the course of the next week. https://t.co/0A7BOPZh8f— (@Bagheri_Kani) October 27, 2021 Samningaviðræður milli yfirvalda í Tehran og ríkjanna sex hófust af alvöru í apríl en voru settar á bið eftir að Ebrahim Raisi var kjörinn forseti Íran í júní. Raisi er sagður mikill harðlínumaður og gert ráð fyrir að kröfur hans verði strangar fyrir endurlífgun samningsins. Markmið hans sé að með samningnum verði milliríkjasamband Írans og Bandaríkjanna fært aftur í fyrra horf. Frá því að Trump felldi samninginn úr gildi sín megin hafa Íranir hægt og bítandi aukið úranauðgun sína, tekið í notkun betri búnað til vinnslu efnisins og auðgað úran af þeirri gerð sem hægt er að nota í kjarnorkuvopn. Undanfarna mánuði hafa vestræn ríki beitt Íran miklum þrýstingi um að endurlífga viðræðurnar og varað við að setjist ríkið ekki að samningsborðinu gæti það orðið til þess að enginn samningur verði gerður. Samningsaðilara Tehran og Washington hafa deilt mikið um skilyrði sem setja eigi á ríkin. Aðaldeilumálin hafa verið hversu harðar takmarkanir eigi að gilda um úranauðgun Íran og hvaða viðskiptaþvinganir yfirvöld í Washington muni aflétta.
Íran Bandaríkin Bretland Frakkland Rússland Þýskaland Kína Kjarnorka Tengdar fréttir Íranar leyfa aftur eftirlit með kjarnorkuframleiðslu Stjórnvöld í Íran samþykktu í dag að heimila eftirlitsfólki Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) að hefja eftirlitsupptökur að nýju í kjarnorkurannsóknarstöðvum landsins. 12. september 2021 16:00 Íranir halda áfram að auðga úran Stjórnvöld í Teheran halda áfram að bæta í forða sinn af auðguðu úrani sem hægt væri að nota til framleiðslu á kjarnavopnum, að sögn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar (IAEA). Eftirlitsmenn hennar hafa átt erfitt um vik að fylgjast með þróun mála í Íran á þessu ári. 7. september 2021 20:24 Nýr forseti sór embættiseið í Íran Harðlínuklerkurinn Ebrahim Raisi sór embættiseið sem nýr forseti Írans í dag. Hann tekur við embættinu af Hassan Rouhani sem þótti hófsamur á íranskan mælikvarða. 5. ágúst 2021 17:46 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Íranar leyfa aftur eftirlit með kjarnorkuframleiðslu Stjórnvöld í Íran samþykktu í dag að heimila eftirlitsfólki Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) að hefja eftirlitsupptökur að nýju í kjarnorkurannsóknarstöðvum landsins. 12. september 2021 16:00
Íranir halda áfram að auðga úran Stjórnvöld í Teheran halda áfram að bæta í forða sinn af auðguðu úrani sem hægt væri að nota til framleiðslu á kjarnavopnum, að sögn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar (IAEA). Eftirlitsmenn hennar hafa átt erfitt um vik að fylgjast með þróun mála í Íran á þessu ári. 7. september 2021 20:24
Nýr forseti sór embættiseið í Íran Harðlínuklerkurinn Ebrahim Raisi sór embættiseið sem nýr forseti Írans í dag. Hann tekur við embættinu af Hassan Rouhani sem þótti hófsamur á íranskan mælikvarða. 5. ágúst 2021 17:46