Stór hluti presta „innheimti ekki nema brot af því sem er í boði“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. október 2021 21:31 Guðrún Karls- og Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju. Vísir/Egill Sóknarprestur í stærstu sókn landsins telur að prestar séu almennt sammála um að afnema eigi gjöld fyrir aukaverk, þó að deilt hafi verið um málið á kirkjuþingi í gær. Hún er bjartsýn á að gjöldin verði afnumin í náinni framtíð. Kirkjuþingi lauk í dag en þar var meðal annars samþykkt tillaga um að stöðva nýráðningar presta tímabundið. Tillögu um að afnema gjöld fyrir aukaverk presta, eins og útfarir, hjónavígslur og skírnir, var hins vegar frestað. Deilur spruttu upp um frávísunartillögu sem lögð var fram vegna málsins í gær. Flutningsmenn voru sakaðir um svokallaða „séra-hagsmunagæslu“ og sakaðir um að reyna að jarða málið. Þrátt fyrir það telur Guðrún Karls- Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogskirkju að málið sé í raun ekki umdeilt - prestar vilji almennt afnema þessi gjöld. „Það sem ég held að við eigum að stefna að er að öll þjónusta þjóðkirkjunnar fyrir félaga eigi að vera gjaldfrjáls og þá á ég við þjónusta presta, þjónusta tónlistarfólks eða organista og leigan eða afnot af kirkjunni sjálfri.“ Viss um að greiðslurnar verði afnumdar í náinni framtíð Hins vegar þurfi að fara réttu leiðina að því og finna út úr því hvernig megi bæta prestum þessa kjaraskerðingu, þó að Guðrún fallist á að laun presta séu góð fyrir. Kirkjuþing eigi ekki að fjalla um kjaramál. „Ég held það séu fáir prestar sem taka nokkra greiðslur fyrir að skíra börn í kirkjunum. Það er ókeypis og hefur verið mjög lengi. Og það er enginn prestur sem innheimtir gjald fyrir eitthvað þar sem fólk hefur ekki ráð á því að greiða. Og ég held að stór hluti presta sé ekki að innheimta nema brot af því sem er í boði.“ Þó að tillögunni hafi verið frestað á hún von á vendingum. „Ég er alveg viss um að þetta verði afnumið í náinni framtíð og ég vona að svo verði,“ segir Guðrún. Þjóðkirkjan Trúmál Kjaramál Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Kirkjuþingi lauk í dag en þar var meðal annars samþykkt tillaga um að stöðva nýráðningar presta tímabundið. Tillögu um að afnema gjöld fyrir aukaverk presta, eins og útfarir, hjónavígslur og skírnir, var hins vegar frestað. Deilur spruttu upp um frávísunartillögu sem lögð var fram vegna málsins í gær. Flutningsmenn voru sakaðir um svokallaða „séra-hagsmunagæslu“ og sakaðir um að reyna að jarða málið. Þrátt fyrir það telur Guðrún Karls- Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogskirkju að málið sé í raun ekki umdeilt - prestar vilji almennt afnema þessi gjöld. „Það sem ég held að við eigum að stefna að er að öll þjónusta þjóðkirkjunnar fyrir félaga eigi að vera gjaldfrjáls og þá á ég við þjónusta presta, þjónusta tónlistarfólks eða organista og leigan eða afnot af kirkjunni sjálfri.“ Viss um að greiðslurnar verði afnumdar í náinni framtíð Hins vegar þurfi að fara réttu leiðina að því og finna út úr því hvernig megi bæta prestum þessa kjaraskerðingu, þó að Guðrún fallist á að laun presta séu góð fyrir. Kirkjuþing eigi ekki að fjalla um kjaramál. „Ég held það séu fáir prestar sem taka nokkra greiðslur fyrir að skíra börn í kirkjunum. Það er ókeypis og hefur verið mjög lengi. Og það er enginn prestur sem innheimtir gjald fyrir eitthvað þar sem fólk hefur ekki ráð á því að greiða. Og ég held að stór hluti presta sé ekki að innheimta nema brot af því sem er í boði.“ Þó að tillögunni hafi verið frestað á hún von á vendingum. „Ég er alveg viss um að þetta verði afnumið í náinni framtíð og ég vona að svo verði,“ segir Guðrún.
Þjóðkirkjan Trúmál Kjaramál Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira