„Það voru engin ummerki á vettvangi sem bentu til neins annars en veikinda” Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. október 2021 07:00 Leifur Halldórsson rannsóknarlögreglumaður segir að ekkert hafi bent til annars en að um veikindi hafi verið að ræða. Annað átti eftir að koma í ljós. Fjallað var um málið í þættinum Ummerkjum sem sýndur er á Stöð 2. Hákon Sverris/Orca Films Hinn 14. febrúar 2015 var karlmanni veitt stungusár á heimili sínu við Skúlaskeið í Hafnarfirði, með þeim afleiðingum að hann hlaut bana af. Hnífurinn gekk inn í hægra brjóst mannsins og fór djúpt inn í lungað. Stungan sjálf var hins vegar agnarsmá og hefði auðveldlega getað farið fram hjá viðbragðsaðilum. Ekkert óeðlilegt við útkallið Þegar lögreglu og sjúkralið bar að garði inn í lítið, snyrtilegt íbúðarhúsnæði við Skúlaskeið benti ekkert til þess að neitt óeðlilegt hefði átt sér stað. Útkallið barst vegna karlmanns á miðjum aldri sem var hættur að anda og aðstandendur fylgdust með í sárum sínum á meðan endurlífgun var reynd, og báru þá von eina í brjósti að hún myndi bera árangur. Hvítur, hreinn bolurinn var rifinn utan af manninum á meðan sjúkraflutningamenn reyndu hjartahnoð og beittu hjartastuðtæki til að reyna að fá hjartað til að slá á ný. Það tókst ekki og maðurinn var úrskurðaður látinn á heimili sínu. „Mig minnir að endurlífgun hafi staðið yfir í um hálftíma eða eitthvað slíkt, sem er eðlilegur tími,” segir Leifur Halldórsson rannsóknarlögreglumaður, sem fór yfir málið í þáttaseríunni Ummerki sem sýnd var á Stöð 2 á sunnudag. Á heimilinu á þessum tímapunkti var sambýliskona mannsins, dóttir hennar og tvö barnabörn, en konan hafði beðið dóttur sína um að hringja eftir aðstoð sökum tungumálaörðugleika. Klippa: Ummerki: Morðið í Skúlaskeiði 2015 Örlítill skurður á bringunni Þegar farið var að ganga frá á vettvangi og hjartastuðtækið tekið af manninum blasti við lítið sár á bringunni. „Þegar það er farið að kíkja á það, þá sést að þetta er örlítill skurður. Þá vakna grunsemdir um að þetta væri ekki með þeim hætti sem við töldum, það er að þetta væri hjartatengd andlát. Þannig að þetta var sérstakt að því leytinu til að það var ekkert sem triggeraði það hjá okkur,” segir Leifur. „Það voru engin ummerki á vettvangi sem bentu til neins annars heldur en veikinda. Ekkert blóð. Heill fatnaður, hvítur hreinn bolur, og ekkert gat á bolnum,” segir hann. Strax hafi verið farið að leita sönnunargagna. „Það þurfti ekkert að leita langt til þess að finna upprunalegan fatnað sem hann hafði verið í. Peysa og blóðugur bolur með gati á, svampur í vaski, blóðlitað vatn og svo framvegis. Þannig að það var þarna ljóst að það var eitthvað annað um að ræða en veikindi.” Luminol er blóðleitarefni. Það er efnablanda sem virkar á járn í blóði og þegar efnið kemst í snertingu við blóðleifar þá myndast efnahvarf og efnið flúrljómar, þ.e verður lýsandi blátt.Hákon Sverris/Orca Films Blóðugum fatnaðnum hafði verið stungið undir kommóðu og lítill grænmetishnífur sem notaður var til verknaðarins var aftur kominn í hnífaparaskúffuna. Konan og maðurinn bjuggu ein í íbúðinni og beindist grunurinn því strax að konunni. Hún bar því við að þau tvö hefðu setið að sumbli, kvöldið áður og aftur um morguninn. Hún hafi síðan lagt sig og þegar hún vaknaði kom hún að manni sínum látnum. „Það sem ég held að hafi gerst, og ímynda mér að hafi gerst, þó ég hafi enga vissu fyrir því erað hún hafi verið með þennan hníf og slegið til hans í einhverju ölæði,” segir Leifur og tekur fram að parið hafi ekki átt neina sögu um ofbeldi. Þvert á móti hafi samband þeirra verið nokkuð gott. Mundi eftir að hafa þrifið blóðið af manninum Konan bar við algjöru minnisleysi en mundi þó eftir að hafa þrifið manninn og skipt um föt á honum. „Ég tel að hún hafi viljað hafa hann snyrtilegan - ekki viljað láta koma að honum svona, sem ég held að sé frekar ástæðan en að hún hafi viljað hylma yfir einhvern glæp. Ég held hún hafi ekki gert sér grein fyrir því að þarna hafi eitthvað gerst í þá veruna sem það var,” segir Leifur. Ragnar Jónsson, blóðferlasérfræðingur og lögreglufulltrúi í tæknideild, var á meðal þeirra sem sáu um vettvangsrannsókn. „Mitt hlutverk þarna var að leita að blóðleifum, það er að segja ummerkjum um hvort það hefði verið þrifinn upp vettvangurinn, hvort það væri eitthvað blóð að finna eða hvort þetta væri bara ein stunga og hefði ekkert blætt mikið frá þessu. Í þeim verkefnum notum við efni sem heitir Luminol og næmnin í því er slík að þetta er besta blóðleitarefni í heiminum. Þú getur tekið einn millilítra af blóði og sett út í tonn af vatni og efnið finnur það,” útskýrir Ragnar. Ragnar Jónsson sá um vettvangsrannsókn.Hákon Sverris/Orca Films „Þá þurfum við að myrkva allt, setjum myndavél á þrífót og setjum algjört myrkur. Við erum allir í galla frá toppi til táar og blöndum svo efnablöndunni og úðum henni á ákveðnum tíma. Fyrst er tekin mynd af herberginu eins og það er, í góðri lýsingu, svo myrkvum við allt og þetta hef ég upplifað nokkrum sinnum í gegnum tíðina, þegar við fáum þessa svörun eða þesi blámi birtist þá vitum við að efnið Luminolið hefur komist í snertingu við járn í blóði.” Það hafi legið fljótt fyrir hvað hafði átt sér stað á heimilinu. „Í fyrsta lagi var búið að þrífa hinn látna og í öðru lagi var búið að klæða hann í hreinan hvítan bol. Og svo finnast þarna flíkur með stunguförum og blóði, og þarna var hnífur með blóðugu hnífsblaði,” segir Ragnar um sönnunargögn sem fundust á vettvangi. „Síðast en ekki síst er það sá vitnisburður sem Luminolið gefur okkur, og það gaf okkur sterka svörun um að blóð hefði fallið niður og verið þrifið upp. Þarna hafði eitthvað gerst, sem svo er reynt að hylja, hvort sem það er gert í hugsunarleysi eða örvæntingu eða eitthvað slíkt,” segir hann. „Réttarmeinafræðingur gat ekki úrskurðað um hvort þetta væri sjálfsáverki eða hvort einhver hefði gert manninum þetta."Hákon Sverris/Orca Films Gat í rannsókninni Leifur segir að grunur hafi einungis beinst gegn konunni, enda hafi enginn annar komið á heimilið þennan dag. „Það var ekkert sem beindi rannsókninni neitt annað eða á einhvern annan. Það voru engin símagögn og enginn grunur um að einhver annar ætti aðild að þessu,” segir hann. Hins vegar megi alveg velta því fyrir sér hvort maðurinn hafi hugsanlega gert sér þetta sjálfur. „Að mínu mati var það alveg gat í rannsókninni. Það var engin óyggjandi vissa að hún hefði gert þetta. Réttarmeinafræðingur gat ekki úrskurðað um hvort þetta væri sjálfsáverki eða hvort einhver hefði gert manninum þetta - og vildi ekki taka afstöðu til hvort það var. Það gat alveg hafa verið einhver þriðji aðili sem hefði komið þarna að, en hún var ákærð fyrir þetta og dæmd engu að síður.” Pétur Guðmannsson réttarlæknir segir erfitt að svara því með vissu hvort einstaklingur veiti sér hnífstunguáverka sjálfur eða hvort áverki sem þessi sé ð utanaðkomandi völdum.Hákon Sverris/Orca Films Hugsanlegt að viðkomandi hafi gert sér þetta sjálfur Pétur Guðmannsson réttarlæknir segir það geta verið erfitt að segja til um hvort áverki sem þessi sé að utanaðkomandi völdum eða hvort viðkomandi hafi veitt sér áverkann sjálfur. „Það getur verið krefjandi. Hugsum okkur hnífstungu, bara eina hnífstungu einhvers staðar á líkamanum, í brjóstið, hálsinn, kviðinn. Þetta er eitthvað sem er alveg tæknilega mögulegt að gera sér sjálfur. Og auðvitað er þetta líka áverki sem getur komið af völdum annars manns. Ef það er bara um eitt sár að ræða og tökum það alveg sérstaklega, þá er mjög lítið í sjálfu sér í því sem bendir manni mjög skýrlega í aðra áttina. Þannig að þegar um er að ræða til að mynda manndráp með eggvopni þá horfir maður frekar á heildaráverkamyndina sem að er yfirleitt eitthvað blómlegri heldur en ein stunga,” segir Pétur. Harðdugleg og vildi ekki flugu mein „Í þessum málum reynir maður að skyggnast aðeins á bak við,” segir Leifur. „Maður talar við fólk sem þekkir viðkomandi, talar við þá sem hún vinnur hjá og reynir aðeins að setja upp svolítinn prófíl af fólki. Þeir sem þekktu til konunnar sögðu að þetta væri harðdugleg kona sem vildi ekki flugu mein, stundaði sína vinnu, en misnotaði áfengi alveg gríðarlega. Það bar öllum saman um það,” segir hann. Þess vegna megi alveg taka það til greina að eitthvað annað hafi gerst, þó ekkert í rannsókninni hafi bent til þess. „En auðvitað eru það bara ágiskanir. Maður veit það ekki. En að það hafi verið eitthvað annað sem vakti fyrir henni, eða yfir höfuð eitthvað sem vakti fyrir henni, það held ég ekki.” Danuta Kaliszewska var dæmd í sextán ára fangelsi fyrir að hafa orðið sambýlismanni sínum bana á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnarfirði þann 14. febrúar 2015. Maðurinn var 41 árs þegar hann lést. Ítarlega var fjallað um rannsókn málsins í Ummerkjum, þáttaseríu sem sýnd er á Stöð 2 á sunnudögum. Brot úr þættinum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Morð í Skúlaskeiði 2015 Lögreglumál Hafnarfjörður Ummerki Tengdar fréttir Sextán ára fangelsi fyrir morð staðfest í Hæstarétti Stakk sambýlismann sinn til bana. 3. desember 2015 16:06 Þreif blóðið af sambýlismanni sínum og klæddi í föt áður en hún óskaði eftir aðstoð Konan sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana á heimili þeirra í Hafnarfirði neitar sök í málinu. 18. júní 2015 10:43 „Ummerkin voru, ef ég orða það pent, svakaleg“ Fjallað var um morðið að Dalshrauni í sjónvarpsþættinum Ummerkjum á Stöð 2 í gærkvöld. Rætt við helstu rannsakendur og fleiri. 16. nóvember 2020 07:01 „Það var ekkert eðlilegt við þetta útkall“ Karlmaður sem var dæmdur fyrir morðið á eiginkonu sinni á heimili þeirra við Stelkshóla í Breiðholti árið 2014 var látinn laus úr haldi rúmum þremur árum eftir að dómurinn féll. 9. nóvember 2020 06:46 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira
Ekkert óeðlilegt við útkallið Þegar lögreglu og sjúkralið bar að garði inn í lítið, snyrtilegt íbúðarhúsnæði við Skúlaskeið benti ekkert til þess að neitt óeðlilegt hefði átt sér stað. Útkallið barst vegna karlmanns á miðjum aldri sem var hættur að anda og aðstandendur fylgdust með í sárum sínum á meðan endurlífgun var reynd, og báru þá von eina í brjósti að hún myndi bera árangur. Hvítur, hreinn bolurinn var rifinn utan af manninum á meðan sjúkraflutningamenn reyndu hjartahnoð og beittu hjartastuðtæki til að reyna að fá hjartað til að slá á ný. Það tókst ekki og maðurinn var úrskurðaður látinn á heimili sínu. „Mig minnir að endurlífgun hafi staðið yfir í um hálftíma eða eitthvað slíkt, sem er eðlilegur tími,” segir Leifur Halldórsson rannsóknarlögreglumaður, sem fór yfir málið í þáttaseríunni Ummerki sem sýnd var á Stöð 2 á sunnudag. Á heimilinu á þessum tímapunkti var sambýliskona mannsins, dóttir hennar og tvö barnabörn, en konan hafði beðið dóttur sína um að hringja eftir aðstoð sökum tungumálaörðugleika. Klippa: Ummerki: Morðið í Skúlaskeiði 2015 Örlítill skurður á bringunni Þegar farið var að ganga frá á vettvangi og hjartastuðtækið tekið af manninum blasti við lítið sár á bringunni. „Þegar það er farið að kíkja á það, þá sést að þetta er örlítill skurður. Þá vakna grunsemdir um að þetta væri ekki með þeim hætti sem við töldum, það er að þetta væri hjartatengd andlát. Þannig að þetta var sérstakt að því leytinu til að það var ekkert sem triggeraði það hjá okkur,” segir Leifur. „Það voru engin ummerki á vettvangi sem bentu til neins annars heldur en veikinda. Ekkert blóð. Heill fatnaður, hvítur hreinn bolur, og ekkert gat á bolnum,” segir hann. Strax hafi verið farið að leita sönnunargagna. „Það þurfti ekkert að leita langt til þess að finna upprunalegan fatnað sem hann hafði verið í. Peysa og blóðugur bolur með gati á, svampur í vaski, blóðlitað vatn og svo framvegis. Þannig að það var þarna ljóst að það var eitthvað annað um að ræða en veikindi.” Luminol er blóðleitarefni. Það er efnablanda sem virkar á járn í blóði og þegar efnið kemst í snertingu við blóðleifar þá myndast efnahvarf og efnið flúrljómar, þ.e verður lýsandi blátt.Hákon Sverris/Orca Films Blóðugum fatnaðnum hafði verið stungið undir kommóðu og lítill grænmetishnífur sem notaður var til verknaðarins var aftur kominn í hnífaparaskúffuna. Konan og maðurinn bjuggu ein í íbúðinni og beindist grunurinn því strax að konunni. Hún bar því við að þau tvö hefðu setið að sumbli, kvöldið áður og aftur um morguninn. Hún hafi síðan lagt sig og þegar hún vaknaði kom hún að manni sínum látnum. „Það sem ég held að hafi gerst, og ímynda mér að hafi gerst, þó ég hafi enga vissu fyrir því erað hún hafi verið með þennan hníf og slegið til hans í einhverju ölæði,” segir Leifur og tekur fram að parið hafi ekki átt neina sögu um ofbeldi. Þvert á móti hafi samband þeirra verið nokkuð gott. Mundi eftir að hafa þrifið blóðið af manninum Konan bar við algjöru minnisleysi en mundi þó eftir að hafa þrifið manninn og skipt um föt á honum. „Ég tel að hún hafi viljað hafa hann snyrtilegan - ekki viljað láta koma að honum svona, sem ég held að sé frekar ástæðan en að hún hafi viljað hylma yfir einhvern glæp. Ég held hún hafi ekki gert sér grein fyrir því að þarna hafi eitthvað gerst í þá veruna sem það var,” segir Leifur. Ragnar Jónsson, blóðferlasérfræðingur og lögreglufulltrúi í tæknideild, var á meðal þeirra sem sáu um vettvangsrannsókn. „Mitt hlutverk þarna var að leita að blóðleifum, það er að segja ummerkjum um hvort það hefði verið þrifinn upp vettvangurinn, hvort það væri eitthvað blóð að finna eða hvort þetta væri bara ein stunga og hefði ekkert blætt mikið frá þessu. Í þeim verkefnum notum við efni sem heitir Luminol og næmnin í því er slík að þetta er besta blóðleitarefni í heiminum. Þú getur tekið einn millilítra af blóði og sett út í tonn af vatni og efnið finnur það,” útskýrir Ragnar. Ragnar Jónsson sá um vettvangsrannsókn.Hákon Sverris/Orca Films „Þá þurfum við að myrkva allt, setjum myndavél á þrífót og setjum algjört myrkur. Við erum allir í galla frá toppi til táar og blöndum svo efnablöndunni og úðum henni á ákveðnum tíma. Fyrst er tekin mynd af herberginu eins og það er, í góðri lýsingu, svo myrkvum við allt og þetta hef ég upplifað nokkrum sinnum í gegnum tíðina, þegar við fáum þessa svörun eða þesi blámi birtist þá vitum við að efnið Luminolið hefur komist í snertingu við járn í blóði.” Það hafi legið fljótt fyrir hvað hafði átt sér stað á heimilinu. „Í fyrsta lagi var búið að þrífa hinn látna og í öðru lagi var búið að klæða hann í hreinan hvítan bol. Og svo finnast þarna flíkur með stunguförum og blóði, og þarna var hnífur með blóðugu hnífsblaði,” segir Ragnar um sönnunargögn sem fundust á vettvangi. „Síðast en ekki síst er það sá vitnisburður sem Luminolið gefur okkur, og það gaf okkur sterka svörun um að blóð hefði fallið niður og verið þrifið upp. Þarna hafði eitthvað gerst, sem svo er reynt að hylja, hvort sem það er gert í hugsunarleysi eða örvæntingu eða eitthvað slíkt,” segir hann. „Réttarmeinafræðingur gat ekki úrskurðað um hvort þetta væri sjálfsáverki eða hvort einhver hefði gert manninum þetta."Hákon Sverris/Orca Films Gat í rannsókninni Leifur segir að grunur hafi einungis beinst gegn konunni, enda hafi enginn annar komið á heimilið þennan dag. „Það var ekkert sem beindi rannsókninni neitt annað eða á einhvern annan. Það voru engin símagögn og enginn grunur um að einhver annar ætti aðild að þessu,” segir hann. Hins vegar megi alveg velta því fyrir sér hvort maðurinn hafi hugsanlega gert sér þetta sjálfur. „Að mínu mati var það alveg gat í rannsókninni. Það var engin óyggjandi vissa að hún hefði gert þetta. Réttarmeinafræðingur gat ekki úrskurðað um hvort þetta væri sjálfsáverki eða hvort einhver hefði gert manninum þetta - og vildi ekki taka afstöðu til hvort það var. Það gat alveg hafa verið einhver þriðji aðili sem hefði komið þarna að, en hún var ákærð fyrir þetta og dæmd engu að síður.” Pétur Guðmannsson réttarlæknir segir erfitt að svara því með vissu hvort einstaklingur veiti sér hnífstunguáverka sjálfur eða hvort áverki sem þessi sé ð utanaðkomandi völdum.Hákon Sverris/Orca Films Hugsanlegt að viðkomandi hafi gert sér þetta sjálfur Pétur Guðmannsson réttarlæknir segir það geta verið erfitt að segja til um hvort áverki sem þessi sé að utanaðkomandi völdum eða hvort viðkomandi hafi veitt sér áverkann sjálfur. „Það getur verið krefjandi. Hugsum okkur hnífstungu, bara eina hnífstungu einhvers staðar á líkamanum, í brjóstið, hálsinn, kviðinn. Þetta er eitthvað sem er alveg tæknilega mögulegt að gera sér sjálfur. Og auðvitað er þetta líka áverki sem getur komið af völdum annars manns. Ef það er bara um eitt sár að ræða og tökum það alveg sérstaklega, þá er mjög lítið í sjálfu sér í því sem bendir manni mjög skýrlega í aðra áttina. Þannig að þegar um er að ræða til að mynda manndráp með eggvopni þá horfir maður frekar á heildaráverkamyndina sem að er yfirleitt eitthvað blómlegri heldur en ein stunga,” segir Pétur. Harðdugleg og vildi ekki flugu mein „Í þessum málum reynir maður að skyggnast aðeins á bak við,” segir Leifur. „Maður talar við fólk sem þekkir viðkomandi, talar við þá sem hún vinnur hjá og reynir aðeins að setja upp svolítinn prófíl af fólki. Þeir sem þekktu til konunnar sögðu að þetta væri harðdugleg kona sem vildi ekki flugu mein, stundaði sína vinnu, en misnotaði áfengi alveg gríðarlega. Það bar öllum saman um það,” segir hann. Þess vegna megi alveg taka það til greina að eitthvað annað hafi gerst, þó ekkert í rannsókninni hafi bent til þess. „En auðvitað eru það bara ágiskanir. Maður veit það ekki. En að það hafi verið eitthvað annað sem vakti fyrir henni, eða yfir höfuð eitthvað sem vakti fyrir henni, það held ég ekki.” Danuta Kaliszewska var dæmd í sextán ára fangelsi fyrir að hafa orðið sambýlismanni sínum bana á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnarfirði þann 14. febrúar 2015. Maðurinn var 41 árs þegar hann lést. Ítarlega var fjallað um rannsókn málsins í Ummerkjum, þáttaseríu sem sýnd er á Stöð 2 á sunnudögum. Brot úr þættinum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Morð í Skúlaskeiði 2015 Lögreglumál Hafnarfjörður Ummerki Tengdar fréttir Sextán ára fangelsi fyrir morð staðfest í Hæstarétti Stakk sambýlismann sinn til bana. 3. desember 2015 16:06 Þreif blóðið af sambýlismanni sínum og klæddi í föt áður en hún óskaði eftir aðstoð Konan sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana á heimili þeirra í Hafnarfirði neitar sök í málinu. 18. júní 2015 10:43 „Ummerkin voru, ef ég orða það pent, svakaleg“ Fjallað var um morðið að Dalshrauni í sjónvarpsþættinum Ummerkjum á Stöð 2 í gærkvöld. Rætt við helstu rannsakendur og fleiri. 16. nóvember 2020 07:01 „Það var ekkert eðlilegt við þetta útkall“ Karlmaður sem var dæmdur fyrir morðið á eiginkonu sinni á heimili þeirra við Stelkshóla í Breiðholti árið 2014 var látinn laus úr haldi rúmum þremur árum eftir að dómurinn féll. 9. nóvember 2020 06:46 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira
Sextán ára fangelsi fyrir morð staðfest í Hæstarétti Stakk sambýlismann sinn til bana. 3. desember 2015 16:06
Þreif blóðið af sambýlismanni sínum og klæddi í föt áður en hún óskaði eftir aðstoð Konan sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana á heimili þeirra í Hafnarfirði neitar sök í málinu. 18. júní 2015 10:43
„Ummerkin voru, ef ég orða það pent, svakaleg“ Fjallað var um morðið að Dalshrauni í sjónvarpsþættinum Ummerkjum á Stöð 2 í gærkvöld. Rætt við helstu rannsakendur og fleiri. 16. nóvember 2020 07:01
„Það var ekkert eðlilegt við þetta útkall“ Karlmaður sem var dæmdur fyrir morðið á eiginkonu sinni á heimili þeirra við Stelkshóla í Breiðholti árið 2014 var látinn laus úr haldi rúmum þremur árum eftir að dómurinn féll. 9. nóvember 2020 06:46