Fyrrum leikmaður Aftureldingar byggir fyrsta leikvanginn í eigu kvennaliðs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2021 15:01 Brittany Matthews með unnusta sínum Patrick Mahomes sem spilar með Kansas City Chiefs í NFL-deildinni og er einn sá launahæsti í heimi. Getty/Rob Carr Kvennalið í Bandaríkjunum hafa hingað til fengið inni á leikvöngum annarra íþróttaliða en í Kansas City verður þetta öðruvísi í framtíðinni. Eigendur Kansas City liðsins í bandarísku NWSL kvennadeildinni hafa tilkynnt að þeir ætli að byggja nýjan leikvang fyrir kvennaliðið sitt. NEWS: KC NWSL and @portkc finalize plans for the first NWSL purpose-built stadium at Kansas City Riverfront. https://t.co/vFaEgghbZe pic.twitter.com/dRdssuo58S— KC NWSL (@KCWoSo) October 26, 2021 Einn af eigendum liðsins er Brittany Matthews, fyrrum leikmaður Aftureldingar í Mosfellsbæ og unnusta Patrick Mahomes, stórstjörnu NFL liðsins Kansas City Chiefs. Hún ásamt hinum eigendunum Angie Long og Chris Long tilkynntu í gær plön sín um að byggja nýja ellefu þúsund manna leikvang sem mun kosta sjötíu milljónir Bandaríkjadala eða níu milljarða íslenskra króna. Brittany Matthews spilaði með Aftureldingu sumarið 2017 og skoraði þá 2 mörk í 5 leikjum í 2. deildinni. Meðal liðsfélaga hennar voru þær Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Hafrún Rakel Halldórsdóttir sem báðar spiluðu með íslenska A-landsliðinu í sigrinum á Kýpur í gærkvöldi. Nú hefur Brittany lagt skóna á hilluna en einbeitir sér meðal annars að því að byggja upp kvennafótboltalið í borginni sem hún býr. View this post on Instagram A post shared by Kansas City Star (@thekansascitystar) Framkvæmdir munu hefjast næsta vor eða næsta sumar og það er stefnt að því að klára leikvanginn fyrir árið 2024. Félagið hafði áður tilkynnt að það ætlaði að byggja fimmtán milljón dollara æfingasvæði í útborg Kansas City sem heitir Riverside. Nýi leikvangurinn mun rísa á bökkum Missouri árinnar nálægt miðbæ Kansas City. Kansas City er að byrja sitt fyrsta tímabil og mun byrja á því að spila heimaleiki sína á Legends Field leikvanginum í Kansas City sem er aðallega notaður sem hafnarboltavöllur. Fótbolti Afturelding Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Eigendur Kansas City liðsins í bandarísku NWSL kvennadeildinni hafa tilkynnt að þeir ætli að byggja nýjan leikvang fyrir kvennaliðið sitt. NEWS: KC NWSL and @portkc finalize plans for the first NWSL purpose-built stadium at Kansas City Riverfront. https://t.co/vFaEgghbZe pic.twitter.com/dRdssuo58S— KC NWSL (@KCWoSo) October 26, 2021 Einn af eigendum liðsins er Brittany Matthews, fyrrum leikmaður Aftureldingar í Mosfellsbæ og unnusta Patrick Mahomes, stórstjörnu NFL liðsins Kansas City Chiefs. Hún ásamt hinum eigendunum Angie Long og Chris Long tilkynntu í gær plön sín um að byggja nýja ellefu þúsund manna leikvang sem mun kosta sjötíu milljónir Bandaríkjadala eða níu milljarða íslenskra króna. Brittany Matthews spilaði með Aftureldingu sumarið 2017 og skoraði þá 2 mörk í 5 leikjum í 2. deildinni. Meðal liðsfélaga hennar voru þær Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Hafrún Rakel Halldórsdóttir sem báðar spiluðu með íslenska A-landsliðinu í sigrinum á Kýpur í gærkvöldi. Nú hefur Brittany lagt skóna á hilluna en einbeitir sér meðal annars að því að byggja upp kvennafótboltalið í borginni sem hún býr. View this post on Instagram A post shared by Kansas City Star (@thekansascitystar) Framkvæmdir munu hefjast næsta vor eða næsta sumar og það er stefnt að því að klára leikvanginn fyrir árið 2024. Félagið hafði áður tilkynnt að það ætlaði að byggja fimmtán milljón dollara æfingasvæði í útborg Kansas City sem heitir Riverside. Nýi leikvangurinn mun rísa á bökkum Missouri árinnar nálægt miðbæ Kansas City. Kansas City er að byrja sitt fyrsta tímabil og mun byrja á því að spila heimaleiki sína á Legends Field leikvanginum í Kansas City sem er aðallega notaður sem hafnarboltavöllur.
Fótbolti Afturelding Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira