Fyrrum leikmaður Aftureldingar byggir fyrsta leikvanginn í eigu kvennaliðs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2021 15:01 Brittany Matthews með unnusta sínum Patrick Mahomes sem spilar með Kansas City Chiefs í NFL-deildinni og er einn sá launahæsti í heimi. Getty/Rob Carr Kvennalið í Bandaríkjunum hafa hingað til fengið inni á leikvöngum annarra íþróttaliða en í Kansas City verður þetta öðruvísi í framtíðinni. Eigendur Kansas City liðsins í bandarísku NWSL kvennadeildinni hafa tilkynnt að þeir ætli að byggja nýjan leikvang fyrir kvennaliðið sitt. NEWS: KC NWSL and @portkc finalize plans for the first NWSL purpose-built stadium at Kansas City Riverfront. https://t.co/vFaEgghbZe pic.twitter.com/dRdssuo58S— KC NWSL (@KCWoSo) October 26, 2021 Einn af eigendum liðsins er Brittany Matthews, fyrrum leikmaður Aftureldingar í Mosfellsbæ og unnusta Patrick Mahomes, stórstjörnu NFL liðsins Kansas City Chiefs. Hún ásamt hinum eigendunum Angie Long og Chris Long tilkynntu í gær plön sín um að byggja nýja ellefu þúsund manna leikvang sem mun kosta sjötíu milljónir Bandaríkjadala eða níu milljarða íslenskra króna. Brittany Matthews spilaði með Aftureldingu sumarið 2017 og skoraði þá 2 mörk í 5 leikjum í 2. deildinni. Meðal liðsfélaga hennar voru þær Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Hafrún Rakel Halldórsdóttir sem báðar spiluðu með íslenska A-landsliðinu í sigrinum á Kýpur í gærkvöldi. Nú hefur Brittany lagt skóna á hilluna en einbeitir sér meðal annars að því að byggja upp kvennafótboltalið í borginni sem hún býr. View this post on Instagram A post shared by Kansas City Star (@thekansascitystar) Framkvæmdir munu hefjast næsta vor eða næsta sumar og það er stefnt að því að klára leikvanginn fyrir árið 2024. Félagið hafði áður tilkynnt að það ætlaði að byggja fimmtán milljón dollara æfingasvæði í útborg Kansas City sem heitir Riverside. Nýi leikvangurinn mun rísa á bökkum Missouri árinnar nálægt miðbæ Kansas City. Kansas City er að byrja sitt fyrsta tímabil og mun byrja á því að spila heimaleiki sína á Legends Field leikvanginum í Kansas City sem er aðallega notaður sem hafnarboltavöllur. Fótbolti Afturelding Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Tiger syrgir móður sína Golf Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira
Eigendur Kansas City liðsins í bandarísku NWSL kvennadeildinni hafa tilkynnt að þeir ætli að byggja nýjan leikvang fyrir kvennaliðið sitt. NEWS: KC NWSL and @portkc finalize plans for the first NWSL purpose-built stadium at Kansas City Riverfront. https://t.co/vFaEgghbZe pic.twitter.com/dRdssuo58S— KC NWSL (@KCWoSo) October 26, 2021 Einn af eigendum liðsins er Brittany Matthews, fyrrum leikmaður Aftureldingar í Mosfellsbæ og unnusta Patrick Mahomes, stórstjörnu NFL liðsins Kansas City Chiefs. Hún ásamt hinum eigendunum Angie Long og Chris Long tilkynntu í gær plön sín um að byggja nýja ellefu þúsund manna leikvang sem mun kosta sjötíu milljónir Bandaríkjadala eða níu milljarða íslenskra króna. Brittany Matthews spilaði með Aftureldingu sumarið 2017 og skoraði þá 2 mörk í 5 leikjum í 2. deildinni. Meðal liðsfélaga hennar voru þær Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Hafrún Rakel Halldórsdóttir sem báðar spiluðu með íslenska A-landsliðinu í sigrinum á Kýpur í gærkvöldi. Nú hefur Brittany lagt skóna á hilluna en einbeitir sér meðal annars að því að byggja upp kvennafótboltalið í borginni sem hún býr. View this post on Instagram A post shared by Kansas City Star (@thekansascitystar) Framkvæmdir munu hefjast næsta vor eða næsta sumar og það er stefnt að því að klára leikvanginn fyrir árið 2024. Félagið hafði áður tilkynnt að það ætlaði að byggja fimmtán milljón dollara æfingasvæði í útborg Kansas City sem heitir Riverside. Nýi leikvangurinn mun rísa á bökkum Missouri árinnar nálægt miðbæ Kansas City. Kansas City er að byrja sitt fyrsta tímabil og mun byrja á því að spila heimaleiki sína á Legends Field leikvanginum í Kansas City sem er aðallega notaður sem hafnarboltavöllur.
Fótbolti Afturelding Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Tiger syrgir móður sína Golf Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira