Páll ekki rekinn en hlýtur ákúrur frá skólameistara Jakob Bjarnar skrifar 27. október 2021 12:14 Kristinn Þorsteinsson skólameistari í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ er afar ósáttur við skrif Páls Vilhjálmssonar en eftir vandlega íhugun hefur hann komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé vert að reka hann úr starfi. Vísir/egill/fjölbrautarskólinn í garðabæ Kristinn Þorsteinsson skólameistari Fjölbrautarskólans í Garðabæ hefur sent nemendum og aðstandendum skólans bréf þar sem hann fer yfir mál Páls Vilhjálmssonar kennara við skólann sem varða afar umdeild bloggskrif hans um Helga Seljan fréttamann. Skólameistari lýsir sig afar ósáttan við skilaboð Páls til geðsjúkra. Í bréfinu kemur fram að hér hafi ekki verið um auðvelt viðfangsefni að ræða. Kristinn rekur málið eins og það horfir við honum en Vísir hefur fjallað ítarlega um það og meðal annars greint frá því að mál Páls séu til skoðunar innan skólans. Kristinn segir að ekki hafi farið fram hjá mörgum að styr hafi staðið um skrif Páls sögukennara við skólann, um Helga Seljan blaðamann á RÚV. Farið fram á að Páll verði látinn fjúka „Mér hefur borist mikill fjöldi tölvupósta og símtala vegna þessa skrifa. Til að allrar sanngirni sé gætt þá hef ég fengið nokkra pósta og símtöl þar sem áhersla er lögð á rétt Páls til að tjá sig í ræðu og riti en talsverður meirihluti þeirra sem hefur haft samband er mjög gagnrýninn á skrif Páls og í mörgum tilfellum þess krafist að ég grípi til aðgerða vegna þeirra.“ Kristinn tekur þá fram að tjáningarfrelsi sé mikilvægt; hornsteinn lýðræðislegrar umræðu sé að þegnar lands geti tjáð sig án þess að þurfa að hafa áhyggjur af atvinnu sinni. Skólameistarinn segist ekki lögfræðingur en hann hafi leitað lögfræðiaðstoðar í þessu máli. Eftir það samtal hafi niðurstaða hans verið sú að ekki skyldi hrófla við stöðu Páls við skólann vegna skrifa hans um Helga Seljan. Sú niðurstaða byggi ekki síst á því að ummæli eiga sér stað úti í bæ en ekki inni á í skólastofunni. Undrandi og ósáttur við skilaboð Páls til geðsjúkra En Páll er ekki þar með sloppinn, Kristinn er ekki allskostar sáttur við skrifin. „En lífið snýst ekki bara um hvað er lögfræðilega rétt og rangt. Ég get ekki látið þessi skrif fram hjá mér fara án þess að setja fram athugasemdir. Ég skil skrif Páls þannig að störf Helga Seljan í fjölmiðlum séu ómarktæk vegna þess að hann glími við geðsjúkdóm. Af því má væntanlega draga þá ályktun að fólk sem glími við slíka sjúkdóma hafi lítið erindi í opinbera umræðu. Þessu er ég alfarið ósammála og tel þessi ummæli afar óheppileg fyrir framhaldsskólakennara og hef gert Páli grein fyrir þessari afstöðu minni,“ segir Kristinn í bréfi sínu. Hann bendir á að Páll hafi kennt við skólann á annan áratug og sinnt störfum sínum af kostgæfni auk þess sem hann hefur veitt nemendum sem eiga í erfiðleikum svigrúm og sanngirni. „Því er ég undrandi og afar ósáttur við að hann sendi þeim sem glíma við geðsjúkdóma þessi skilaboð.“ Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Framhaldsskólar Tjáningarfrelsi Garðabær Tengdar fréttir Páll Vilhjálmsson sér ekkert bogið við umdeildan pistil um Helga Seljan Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands og Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar, fordæma skrif Páls Vilhjálmssonar framhaldsskólakennara við Fjölbrautarskólann í Garðabæ. Sjálfur segir Páll hugleiðingar sínar fullkomlega eðlilegar. 18. október 2021 14:51 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
Í bréfinu kemur fram að hér hafi ekki verið um auðvelt viðfangsefni að ræða. Kristinn rekur málið eins og það horfir við honum en Vísir hefur fjallað ítarlega um það og meðal annars greint frá því að mál Páls séu til skoðunar innan skólans. Kristinn segir að ekki hafi farið fram hjá mörgum að styr hafi staðið um skrif Páls sögukennara við skólann, um Helga Seljan blaðamann á RÚV. Farið fram á að Páll verði látinn fjúka „Mér hefur borist mikill fjöldi tölvupósta og símtala vegna þessa skrifa. Til að allrar sanngirni sé gætt þá hef ég fengið nokkra pósta og símtöl þar sem áhersla er lögð á rétt Páls til að tjá sig í ræðu og riti en talsverður meirihluti þeirra sem hefur haft samband er mjög gagnrýninn á skrif Páls og í mörgum tilfellum þess krafist að ég grípi til aðgerða vegna þeirra.“ Kristinn tekur þá fram að tjáningarfrelsi sé mikilvægt; hornsteinn lýðræðislegrar umræðu sé að þegnar lands geti tjáð sig án þess að þurfa að hafa áhyggjur af atvinnu sinni. Skólameistarinn segist ekki lögfræðingur en hann hafi leitað lögfræðiaðstoðar í þessu máli. Eftir það samtal hafi niðurstaða hans verið sú að ekki skyldi hrófla við stöðu Páls við skólann vegna skrifa hans um Helga Seljan. Sú niðurstaða byggi ekki síst á því að ummæli eiga sér stað úti í bæ en ekki inni á í skólastofunni. Undrandi og ósáttur við skilaboð Páls til geðsjúkra En Páll er ekki þar með sloppinn, Kristinn er ekki allskostar sáttur við skrifin. „En lífið snýst ekki bara um hvað er lögfræðilega rétt og rangt. Ég get ekki látið þessi skrif fram hjá mér fara án þess að setja fram athugasemdir. Ég skil skrif Páls þannig að störf Helga Seljan í fjölmiðlum séu ómarktæk vegna þess að hann glími við geðsjúkdóm. Af því má væntanlega draga þá ályktun að fólk sem glími við slíka sjúkdóma hafi lítið erindi í opinbera umræðu. Þessu er ég alfarið ósammála og tel þessi ummæli afar óheppileg fyrir framhaldsskólakennara og hef gert Páli grein fyrir þessari afstöðu minni,“ segir Kristinn í bréfi sínu. Hann bendir á að Páll hafi kennt við skólann á annan áratug og sinnt störfum sínum af kostgæfni auk þess sem hann hefur veitt nemendum sem eiga í erfiðleikum svigrúm og sanngirni. „Því er ég undrandi og afar ósáttur við að hann sendi þeim sem glíma við geðsjúkdóma þessi skilaboð.“
Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Framhaldsskólar Tjáningarfrelsi Garðabær Tengdar fréttir Páll Vilhjálmsson sér ekkert bogið við umdeildan pistil um Helga Seljan Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands og Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar, fordæma skrif Páls Vilhjálmssonar framhaldsskólakennara við Fjölbrautarskólann í Garðabæ. Sjálfur segir Páll hugleiðingar sínar fullkomlega eðlilegar. 18. október 2021 14:51 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
Páll Vilhjálmsson sér ekkert bogið við umdeildan pistil um Helga Seljan Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands og Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar, fordæma skrif Páls Vilhjálmssonar framhaldsskólakennara við Fjölbrautarskólann í Garðabæ. Sjálfur segir Páll hugleiðingar sínar fullkomlega eðlilegar. 18. október 2021 14:51