Fyrsti atvinnufótboltamaðurinn sem kemur út úr skápnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2021 13:30 Josh Cavallo í leik með Adelaide United í áströlsku úrvalsdeildinni. getty/Cameron Spencer Ástralinn Josh Cavallo greindi opinberlega frá því að hann væri hommi. Hann er fyrsti atvinnufótboltamaðurinn sem kemur út úr skápnum svo vitað sé. Cavallo sagði sögu sína á Twitter-síðu sinni í dag. „Ég tilkynni stoltur að ég er hommi. Leiðin að þessum stað hefur verið löng en ég gæti ekki verið ánægðari með þessa ákvörðun. Ég hef leynt kynhneigð minni í sex ár og er glaður að þurfa þess ekki lengur,“ sagði hinn 21 árs Cavallo. „Þið sem þekkið mig persónulega vita að ég held einkalífi mínu fyrir mig. Þegar ég ólst upp fannst mér ég þurfa að fela mig því ég skammaðist mín fyrir að geta ekki gert það sem ég elskaði og vera hommi. Að fela hinn sanna mig til að geta elt drauminn að verða atvinnumaður í fótbolta.“ pic.twitter.com/CwrfpeWRVL— Josh Cavallo (@JoshuaCavallo) October 27, 2021 Cavallo sagðist aldrei hafa getað ímyndað sér að hann gæti verið atvinnumaður í fótbolta ef hann greindi opinberlega frá kynhneigð sinni. „Verandi fótboltamaður inni í skápnum þurfti ég að læra að fela tilfinningar mínar til að passa inn í ímyndina. Að alast upp sem hommi og spila fótbolta voru tveir heimar ég hélt að myndu aldrei mætast. Ég hélt að þetta yrði eitthvað sem yrði aldrei talað um,“ sagði Cavallo. pic.twitter.com/gSfymTagGl— Josh Cavallo (@JoshuaCavallo) October 27, 2021 Hann segir það sláandi að enginn annar atvinnumaður í fótbolta hafi áður komið út úr skápnum en vonast til að geta hjálpað til við að breyta því. Loks þakkar Cavallo öllum þeim sem hafa staðið við bakið á honum, fjölskyldu, vinum og félaginu sínu, Adelaide United, sem hann hefur leikið með frá því í febrúar. Cavallo lék áður með Melbourne City og Western United. Fótbolti Ástralía Hinsegin Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Sjá meira
Cavallo sagði sögu sína á Twitter-síðu sinni í dag. „Ég tilkynni stoltur að ég er hommi. Leiðin að þessum stað hefur verið löng en ég gæti ekki verið ánægðari með þessa ákvörðun. Ég hef leynt kynhneigð minni í sex ár og er glaður að þurfa þess ekki lengur,“ sagði hinn 21 árs Cavallo. „Þið sem þekkið mig persónulega vita að ég held einkalífi mínu fyrir mig. Þegar ég ólst upp fannst mér ég þurfa að fela mig því ég skammaðist mín fyrir að geta ekki gert það sem ég elskaði og vera hommi. Að fela hinn sanna mig til að geta elt drauminn að verða atvinnumaður í fótbolta.“ pic.twitter.com/CwrfpeWRVL— Josh Cavallo (@JoshuaCavallo) October 27, 2021 Cavallo sagðist aldrei hafa getað ímyndað sér að hann gæti verið atvinnumaður í fótbolta ef hann greindi opinberlega frá kynhneigð sinni. „Verandi fótboltamaður inni í skápnum þurfti ég að læra að fela tilfinningar mínar til að passa inn í ímyndina. Að alast upp sem hommi og spila fótbolta voru tveir heimar ég hélt að myndu aldrei mætast. Ég hélt að þetta yrði eitthvað sem yrði aldrei talað um,“ sagði Cavallo. pic.twitter.com/gSfymTagGl— Josh Cavallo (@JoshuaCavallo) October 27, 2021 Hann segir það sláandi að enginn annar atvinnumaður í fótbolta hafi áður komið út úr skápnum en vonast til að geta hjálpað til við að breyta því. Loks þakkar Cavallo öllum þeim sem hafa staðið við bakið á honum, fjölskyldu, vinum og félaginu sínu, Adelaide United, sem hann hefur leikið með frá því í febrúar. Cavallo lék áður með Melbourne City og Western United.
Fótbolti Ástralía Hinsegin Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Sjá meira