Stofnendurnir hafa verið í viðræðum við Norðurál um kaup á húsum félagsins. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Víkurfrétta og greint frá því að sérstaklega verði leitað leiða til að fyrirtækin geti samnýtt auðlindir og stuðlað að því að það sem falli til hjá einu fyrirtæki nýtist öðru í klasanum.
Að sögn Víkurfrétta er mikill áhugi á verkefninu hjá sprotafyrirtækjum og aðilum á Reykjanesi. Stendur til að bjóða stórum sem smáum fyrirtækjum aðstöðu í Helguvík, meðal annars til framleiðslu, samsetninga, rannsókna, ylræktar og eldis.