„Ég held að við þurfum aðeins að endurskoða stöðuna“ Snorri Másson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 26. október 2021 18:54 Karl Andersen, forstöðumaður hjarta- og æðaþjónustu spítalans. Vísir/Þ Forstöðumaður hjarta- og æðaþjónustu Landspítala, teljur að endurskoða þurfi fyrirætlanir stjórnvalda um að aflétta öllum sóttvarnatakmörkunum þann 18. nóvember næstkomandi, í ljósi fjölgunar smita í samfélaginu. Rætt var við Karl Andersen, forstöðumann hjarta- og æðaþjónustu Landspítalans, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Í dag var greint frá því að sex manna hópsmit væri komið upp á hjartaskurðdeild spítalans. Þar af væri einn starfsmaður smitaður. „Það er mjög viðkvæmt, þetta eru veikir sjúklingar og þeir eru nýbúnir að fara í hjartaaðgerð. Það er alls ekki gott að fá smit inn á spítalann yfirleitt,“ sagði Karl í samtali við fréttastofu nú í kvöld. Hann segir óhjákvæmilegt að smit rati inn á spítalann, í ljósi fjölda smitaðra í samfélaginu og bendir á að nú greinist um 80 til 90 manns með veiruna á degi hverjum og yfir 800 séu í eftirliti Covid-göngudeildar spítalans. „Þetta var alveg fyrirséð, að það myndi á einhverjum tímapunkti berast smit inn á spítalann aftur. Og það á eftir að gerast aftur,“ segir Karl. Aðspurður segist hann hafa nokkrar áhyggjur af því að ráðist verði í allsherjarafléttingar sóttvarnatakmarkana 18. nóvember næstkomandi, líkt og stjórnvöld hafa boðað. „Ég held að við höfum miklar áhyggjur af því að það verði allsherjaraflétting 18. nóvember. Ég held að við þurfum aðeins að endurskoða stöðuna í ljósi þess sem er að gerast núna þessa dagana og endurmeta það.“ Ekki verið ákveðið að breyta stefnunni Heilbrigðisráðherra hefur boðað afléttingu allra samkomutakmarkana 18. nóvember en í ljósi hárra smittalna undanfarna daga og hópsmits meðal hjartasjúklinga á Landspítala ríkir ákveðin óvissa um þær fyrirætlanir. Svandís Svavarsdóttir upplýsti fréttastofu um að náið væri fylgst með þróuninni en að engin ákvörðun hafi verið tekin í bili um stefnubreytingu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að atburðir helgarinnar settu afléttingaráætlunina ekki í uppnám. „Eins og komið hefur fram ítrekað hjá okkur eru allar okkar áætlanir háðar því hvernig faraldurinn þróast og hvort að einhverjir óvæntir atburðir verða. Það er náttúrulega bara það sem við höfum lært í tengslum við þessa veiru, að það er aldrei hægt að lofa neinu endanlega,“ segir Katrín. Raunheimar ráða för Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að veiran sé búin að dreifa vel úr sér í samfélaginu, en samtals greindust 80 með veiruna í gær. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af stöðunni.Vísir/Egill „Menn eru með einhverja framtíðarsýn, hvernig þeir vilja hafa þetta, en svo verða bara raunheimar að stýra aðgerðum svolítið. Ég held að það hljóti að verða þannig núna. Það eru náttúrulega stjórnvöld og ráðherra sem ráða þessu endanlega en ég held að ef við förum að fá mikla aukningu á spítalann, held ég að menn þurfi náttúrulega að endurmeta þær áætlanir,“ sagði Þórólfur. Sóttvarnalæknir minnti á að hér sé ekki lengur verið að einblína á fjölda smitaðra, heldur fjölda innlagna. Í Danmörku hafi þó sífellt fleiri greinst smitaðir undanfarið og innlagnir fylgt í kjölfarið. „Þetta er svona að gerast þetta sem maður óttaðist en hversu mikið það verður það veit maður ekki,“ sagði Þórólfur. Og stendur til að grípa jafnvel fyrr í taumana? „Það verður að skýrast af því hvað gerist á spítalanum núna næstu daga.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Víðir óttast bakslag: „Vonandi hef ég rangt fyrir mér“ Sóttvarnalæknir hyggst leggja til að einangrun barna og þeirra sem fengið hafa bólusetningu við kórónuveirunni verði stytt. Þó liggur ekki fyrir um hversu langan tíma einangrun verður stytt. Yfirlögregluþjónn óttast að bakslag í baráttunni við veiruna sé hafið. 25. október 2021 18:53 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Rætt var við Karl Andersen, forstöðumann hjarta- og æðaþjónustu Landspítalans, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Í dag var greint frá því að sex manna hópsmit væri komið upp á hjartaskurðdeild spítalans. Þar af væri einn starfsmaður smitaður. „Það er mjög viðkvæmt, þetta eru veikir sjúklingar og þeir eru nýbúnir að fara í hjartaaðgerð. Það er alls ekki gott að fá smit inn á spítalann yfirleitt,“ sagði Karl í samtali við fréttastofu nú í kvöld. Hann segir óhjákvæmilegt að smit rati inn á spítalann, í ljósi fjölda smitaðra í samfélaginu og bendir á að nú greinist um 80 til 90 manns með veiruna á degi hverjum og yfir 800 séu í eftirliti Covid-göngudeildar spítalans. „Þetta var alveg fyrirséð, að það myndi á einhverjum tímapunkti berast smit inn á spítalann aftur. Og það á eftir að gerast aftur,“ segir Karl. Aðspurður segist hann hafa nokkrar áhyggjur af því að ráðist verði í allsherjarafléttingar sóttvarnatakmarkana 18. nóvember næstkomandi, líkt og stjórnvöld hafa boðað. „Ég held að við höfum miklar áhyggjur af því að það verði allsherjaraflétting 18. nóvember. Ég held að við þurfum aðeins að endurskoða stöðuna í ljósi þess sem er að gerast núna þessa dagana og endurmeta það.“ Ekki verið ákveðið að breyta stefnunni Heilbrigðisráðherra hefur boðað afléttingu allra samkomutakmarkana 18. nóvember en í ljósi hárra smittalna undanfarna daga og hópsmits meðal hjartasjúklinga á Landspítala ríkir ákveðin óvissa um þær fyrirætlanir. Svandís Svavarsdóttir upplýsti fréttastofu um að náið væri fylgst með þróuninni en að engin ákvörðun hafi verið tekin í bili um stefnubreytingu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að atburðir helgarinnar settu afléttingaráætlunina ekki í uppnám. „Eins og komið hefur fram ítrekað hjá okkur eru allar okkar áætlanir háðar því hvernig faraldurinn þróast og hvort að einhverjir óvæntir atburðir verða. Það er náttúrulega bara það sem við höfum lært í tengslum við þessa veiru, að það er aldrei hægt að lofa neinu endanlega,“ segir Katrín. Raunheimar ráða för Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að veiran sé búin að dreifa vel úr sér í samfélaginu, en samtals greindust 80 með veiruna í gær. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af stöðunni.Vísir/Egill „Menn eru með einhverja framtíðarsýn, hvernig þeir vilja hafa þetta, en svo verða bara raunheimar að stýra aðgerðum svolítið. Ég held að það hljóti að verða þannig núna. Það eru náttúrulega stjórnvöld og ráðherra sem ráða þessu endanlega en ég held að ef við förum að fá mikla aukningu á spítalann, held ég að menn þurfi náttúrulega að endurmeta þær áætlanir,“ sagði Þórólfur. Sóttvarnalæknir minnti á að hér sé ekki lengur verið að einblína á fjölda smitaðra, heldur fjölda innlagna. Í Danmörku hafi þó sífellt fleiri greinst smitaðir undanfarið og innlagnir fylgt í kjölfarið. „Þetta er svona að gerast þetta sem maður óttaðist en hversu mikið það verður það veit maður ekki,“ sagði Þórólfur. Og stendur til að grípa jafnvel fyrr í taumana? „Það verður að skýrast af því hvað gerist á spítalanum núna næstu daga.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Víðir óttast bakslag: „Vonandi hef ég rangt fyrir mér“ Sóttvarnalæknir hyggst leggja til að einangrun barna og þeirra sem fengið hafa bólusetningu við kórónuveirunni verði stytt. Þó liggur ekki fyrir um hversu langan tíma einangrun verður stytt. Yfirlögregluþjónn óttast að bakslag í baráttunni við veiruna sé hafið. 25. október 2021 18:53 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Víðir óttast bakslag: „Vonandi hef ég rangt fyrir mér“ Sóttvarnalæknir hyggst leggja til að einangrun barna og þeirra sem fengið hafa bólusetningu við kórónuveirunni verði stytt. Þó liggur ekki fyrir um hversu langan tíma einangrun verður stytt. Yfirlögregluþjónn óttast að bakslag í baráttunni við veiruna sé hafið. 25. október 2021 18:53