Skotveiðimenn skelkaðir og búast við banni við veiðum á rjúpu Jakob Bjarnar skrifar 26. október 2021 16:47 Þúsundir skotveiðimanna eru nú að undirbúa sig undir að arka á fjöll 1. nóvember en þá hefst rjúpnaveiðitímabilið. Eða, hefst það? Nú eru blikur á lofti og skotveiðimenn óttast að á fimmtudaginn verði þeim kynnt veiðibann. Einn þeirra er Baldur Guðmundsson sem hér má sjá með bráð sína, hina eftirsóttu rjúpu. Ásgeir Jónsson Stjórn Skotveiðifélags Íslands hefur borist boð um að mæta til fundar í umhverfis og auðlindaráðuneytinu á fimmtudaginn. Skotveiðimenn eru sannfærðir um að þar verði þeim kynnt bann við veiðum á rjúpu nú í ár. Náttúrufræðistofnun metur rjúpustofninn óvenju lítinn nú um mundir; varpstofninn 69 þúsund fuglar og framreiknuð stærð veiðistofns í ár 248 þúsund fuglar. Sem er veruleg fækkun frá því í fyrra þegar sú stærð var metin 280 þúsund fuglar. Ráðlögð veiði er þá var 99 þúsund fuglar eða fimm á hvern veiðimann. Til stendur að veiðitímabilið hefjist 1. nóvember og þúsundir veiðimanna fyrir löngu farnir að undirbúa sig fyrir ferð á fjöll með sína haglabyssu og sumir hund. Þeir óttast nú að þetta verði slegið af en harða umræðu má finna um þetta á Facebook-vegg SKOTVÍSs. Þar sem settar eru fram þær kenningar að ráðherra vilji slá pólitískar keilur með banni. Búast við því að bann verði lagt við veiðum „Það er óhætt að segja að þeir veiðimenn sem ég hef talað við í morgun séu ósáttir. Það er gildandi reglugerð til þriggja ára um tilhögun veiða á rjúpu; að veiða megi tiltekna daga í nóvember 2019, 2020 og 2021.. Það var reglugerð sem byggð var á vinnu allra þeirra sem að þessu koma; stofnana, ráðuneytis og SKOTVÍS. Þetta átti að skapa fyrirsjáanleika og nokkra sátt. Nú er búið að boða til fundar á elleftu stundu og það getur ekki boðað gott,“ segir Baldur Guðmundsson veiðimaður í samtali við Vísi. Hann segir að það sæki nú að sér sá illi grunur að til standi til að banna veiðimönnum að ganga til rjúpna þetta árið, þrátt fyrir að gögn sýni að veiðar hafi takmörkuð áhrif á afkomu rjúpunnar. „Það á að rjúfa sáttina. Rjúpnastofninn sveiflast frá lágmarki að hámarki á um það bil 8 ára fresti og hefur gert öldum saman. Við höfum áður farið á límingunum þegar við mælum lágmörk en alltaf tekur rjúpan við sér og fjölgar sér. Allar rannsóknir benda til þess að veiðarnar séu sjálfbærar.“ Sér fyrir sér ali-fugl í jólamatinn Baldur segir að veiðimenn hafi samviskusamlega lagt Náttúrufræðistofnun Íslands til gögn og fjármagn til rannsókna á rjúpunni, nú í mörg ár – með því að skila veiðitölum og greiða fyrir veiðikort. „Við höfum farið að tilmælum um hófsemi í veiðum og tekið sölubanni opnum örmum. Nú virðist eiga að nota þetta gegn okkur. Veiðimenn eru vægast sagt gramir vegna þessa. Við vonum auðvitað það besta og að þessi fundur á fimmtudag leiði til einhvers góðs. En sporin hræða. Það er fyrst og fremst ömurleg stjórnsýsla að hræra í þessu fyrirkomulagi vikuna áður en veiðar eiga að hefjast. Menn eru búnir að bóka gistingu og jafnvel kaupa veiðileyfi um allt land. Ætli það verði ekki einhver verksmiðjualinn ali-fugl á boðstólnum á aðfangadag þetta árið.“ Rjúpa Stjórnsýsla Umhverfismál Dýr Skotveiði Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Náttúrufræðistofnun metur rjúpustofninn óvenju lítinn nú um mundir; varpstofninn 69 þúsund fuglar og framreiknuð stærð veiðistofns í ár 248 þúsund fuglar. Sem er veruleg fækkun frá því í fyrra þegar sú stærð var metin 280 þúsund fuglar. Ráðlögð veiði er þá var 99 þúsund fuglar eða fimm á hvern veiðimann. Til stendur að veiðitímabilið hefjist 1. nóvember og þúsundir veiðimanna fyrir löngu farnir að undirbúa sig fyrir ferð á fjöll með sína haglabyssu og sumir hund. Þeir óttast nú að þetta verði slegið af en harða umræðu má finna um þetta á Facebook-vegg SKOTVÍSs. Þar sem settar eru fram þær kenningar að ráðherra vilji slá pólitískar keilur með banni. Búast við því að bann verði lagt við veiðum „Það er óhætt að segja að þeir veiðimenn sem ég hef talað við í morgun séu ósáttir. Það er gildandi reglugerð til þriggja ára um tilhögun veiða á rjúpu; að veiða megi tiltekna daga í nóvember 2019, 2020 og 2021.. Það var reglugerð sem byggð var á vinnu allra þeirra sem að þessu koma; stofnana, ráðuneytis og SKOTVÍS. Þetta átti að skapa fyrirsjáanleika og nokkra sátt. Nú er búið að boða til fundar á elleftu stundu og það getur ekki boðað gott,“ segir Baldur Guðmundsson veiðimaður í samtali við Vísi. Hann segir að það sæki nú að sér sá illi grunur að til standi til að banna veiðimönnum að ganga til rjúpna þetta árið, þrátt fyrir að gögn sýni að veiðar hafi takmörkuð áhrif á afkomu rjúpunnar. „Það á að rjúfa sáttina. Rjúpnastofninn sveiflast frá lágmarki að hámarki á um það bil 8 ára fresti og hefur gert öldum saman. Við höfum áður farið á límingunum þegar við mælum lágmörk en alltaf tekur rjúpan við sér og fjölgar sér. Allar rannsóknir benda til þess að veiðarnar séu sjálfbærar.“ Sér fyrir sér ali-fugl í jólamatinn Baldur segir að veiðimenn hafi samviskusamlega lagt Náttúrufræðistofnun Íslands til gögn og fjármagn til rannsókna á rjúpunni, nú í mörg ár – með því að skila veiðitölum og greiða fyrir veiðikort. „Við höfum farið að tilmælum um hófsemi í veiðum og tekið sölubanni opnum örmum. Nú virðist eiga að nota þetta gegn okkur. Veiðimenn eru vægast sagt gramir vegna þessa. Við vonum auðvitað það besta og að þessi fundur á fimmtudag leiði til einhvers góðs. En sporin hræða. Það er fyrst og fremst ömurleg stjórnsýsla að hræra í þessu fyrirkomulagi vikuna áður en veiðar eiga að hefjast. Menn eru búnir að bóka gistingu og jafnvel kaupa veiðileyfi um allt land. Ætli það verði ekki einhver verksmiðjualinn ali-fugl á boðstólnum á aðfangadag þetta árið.“
Rjúpa Stjórnsýsla Umhverfismál Dýr Skotveiði Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira