Loka fyrir flugumferð og forsætisráðherrann sagður heill á húfi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. október 2021 16:36 Yfirhershöfðinginn Abdel Fattah al-Burhan segir forsætisráðherra Súdans í öruggu skóli á heimili sínu. Getty/Mahmoud Hjaj Flugmálastofnun Súdan hefur lokað fyrir alla umferð um alþjóðaflugvöllinn í höfuðborginni Khartoum þar til á laugardag vegna ástandsins sem ríkir í landinu. Súdönsk lofthelgi er þó enn opin hjáumferð. Súdanski herinn framdi í gær valdarán og hefur tekið Abdallah Hamdok forsætisráðherra landsins höndum, auk nokkurra ráðherra í ríkisstjórn hans. Enn eru þó einhver ráðuneyti í stjórn stuðningsmanna forsætisráðherrans. Miklar óeirðir hafa verið á götum súdanskra borga frá því í gær og hafa nokkrir fallið í átökum. Yfirmaður súdanska hersins sagði í ávarpi í dag að herinn hafi neyðst til að fremja valdarán vegna þess að borgarastyrjöld hafi verið yfirvofandi. Herinn steypti bráðabirgðastjórn frá völdum sem sett var á laggirnar fyrir tveimur árum eftir að Omar al-Bashir var steypt af stóli eftir áratuga valdasetu. Abdel Fattah al-Burhan, yfirmaður súdanska hersins, sagði í ávarpi sínu í dag að ekkert annað hafi verið í stöðunni fyrir herinn en að koma stjórnmálamönnunum frá völdum, en þeir hafi verið að grafa undan hernum. „Það sem við urðum vitni að í síðustu viku hefði komið af stað borgarastyrjöld í landinu,“ sagði Burhan og vísaði þar, samkvæmt frétt Reuters, í mótmæli sem haldin voru vegna slúðursagna um yfirvofandi valdarán. Burhan tilkynnti jafnframt að Hamdok hafi ekki hlotið mein af þegar hann var handtekinn í gær og hafi verið fluttur á heimili Burhans sjálfs. „Forsætisráðherrann var fyrst á sínu eigin heimili en við hræddumst að hann væri í hættu þar svo hann var fluttur inn á heimili mitt.“ Burhan tilkynnti í gær að stjórnarráð almennings og hersins, sem sett var á laggirnar í kjölfar þess að Bashir var steypt af stóli, hafi verið leyst upp. Ráðið var stofnað til að tryggja að almenningur og herinn deildu völdum og til að tryggja að frjálsar kosningar færu fram í landinu. Súdan Tengdar fréttir Bandaríkin fordæma valdaránið og krefjast þess að ráðherrum sé sleppt Bandaríkjamenn hafa fordæmt valdaránið í Súdan en í gær tóku yfirmenn hersins völdin í landinu af bráðabirgðastjórn sem komið var á eftir fall einræðisherrans Omars al-Bashir árið 2019. 26. október 2021 07:07 Minnst þrír hafi fallið í valdaráni súdanska hersins Súdanski herinn hefur tekið völd í landinu og handtekið ráðherra. Mikil átök hafa verið milli hersins og mótmælenda og talið að minnst þrír hafi fallið í óeirðum í dag. Minnst áttatíu eru særðir eftir átök dagsins. 25. október 2021 16:16 Ráðherrar handteknir af hernum í Súdan Nokkrir ráðherrar úr bráðabirgðastjórn Súdans voru handteknir á heimilum sínum í nótt og svo virðist sem herinn í landinu hafi framið valdarán. 25. október 2021 06:43 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Súdanski herinn framdi í gær valdarán og hefur tekið Abdallah Hamdok forsætisráðherra landsins höndum, auk nokkurra ráðherra í ríkisstjórn hans. Enn eru þó einhver ráðuneyti í stjórn stuðningsmanna forsætisráðherrans. Miklar óeirðir hafa verið á götum súdanskra borga frá því í gær og hafa nokkrir fallið í átökum. Yfirmaður súdanska hersins sagði í ávarpi í dag að herinn hafi neyðst til að fremja valdarán vegna þess að borgarastyrjöld hafi verið yfirvofandi. Herinn steypti bráðabirgðastjórn frá völdum sem sett var á laggirnar fyrir tveimur árum eftir að Omar al-Bashir var steypt af stóli eftir áratuga valdasetu. Abdel Fattah al-Burhan, yfirmaður súdanska hersins, sagði í ávarpi sínu í dag að ekkert annað hafi verið í stöðunni fyrir herinn en að koma stjórnmálamönnunum frá völdum, en þeir hafi verið að grafa undan hernum. „Það sem við urðum vitni að í síðustu viku hefði komið af stað borgarastyrjöld í landinu,“ sagði Burhan og vísaði þar, samkvæmt frétt Reuters, í mótmæli sem haldin voru vegna slúðursagna um yfirvofandi valdarán. Burhan tilkynnti jafnframt að Hamdok hafi ekki hlotið mein af þegar hann var handtekinn í gær og hafi verið fluttur á heimili Burhans sjálfs. „Forsætisráðherrann var fyrst á sínu eigin heimili en við hræddumst að hann væri í hættu þar svo hann var fluttur inn á heimili mitt.“ Burhan tilkynnti í gær að stjórnarráð almennings og hersins, sem sett var á laggirnar í kjölfar þess að Bashir var steypt af stóli, hafi verið leyst upp. Ráðið var stofnað til að tryggja að almenningur og herinn deildu völdum og til að tryggja að frjálsar kosningar færu fram í landinu.
Súdan Tengdar fréttir Bandaríkin fordæma valdaránið og krefjast þess að ráðherrum sé sleppt Bandaríkjamenn hafa fordæmt valdaránið í Súdan en í gær tóku yfirmenn hersins völdin í landinu af bráðabirgðastjórn sem komið var á eftir fall einræðisherrans Omars al-Bashir árið 2019. 26. október 2021 07:07 Minnst þrír hafi fallið í valdaráni súdanska hersins Súdanski herinn hefur tekið völd í landinu og handtekið ráðherra. Mikil átök hafa verið milli hersins og mótmælenda og talið að minnst þrír hafi fallið í óeirðum í dag. Minnst áttatíu eru særðir eftir átök dagsins. 25. október 2021 16:16 Ráðherrar handteknir af hernum í Súdan Nokkrir ráðherrar úr bráðabirgðastjórn Súdans voru handteknir á heimilum sínum í nótt og svo virðist sem herinn í landinu hafi framið valdarán. 25. október 2021 06:43 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Bandaríkin fordæma valdaránið og krefjast þess að ráðherrum sé sleppt Bandaríkjamenn hafa fordæmt valdaránið í Súdan en í gær tóku yfirmenn hersins völdin í landinu af bráðabirgðastjórn sem komið var á eftir fall einræðisherrans Omars al-Bashir árið 2019. 26. október 2021 07:07
Minnst þrír hafi fallið í valdaráni súdanska hersins Súdanski herinn hefur tekið völd í landinu og handtekið ráðherra. Mikil átök hafa verið milli hersins og mótmælenda og talið að minnst þrír hafi fallið í óeirðum í dag. Minnst áttatíu eru særðir eftir átök dagsins. 25. október 2021 16:16
Ráðherrar handteknir af hernum í Súdan Nokkrir ráðherrar úr bráðabirgðastjórn Súdans voru handteknir á heimilum sínum í nótt og svo virðist sem herinn í landinu hafi framið valdarán. 25. október 2021 06:43