Loka fyrir flugumferð og forsætisráðherrann sagður heill á húfi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. október 2021 16:36 Yfirhershöfðinginn Abdel Fattah al-Burhan segir forsætisráðherra Súdans í öruggu skóli á heimili sínu. Getty/Mahmoud Hjaj Flugmálastofnun Súdan hefur lokað fyrir alla umferð um alþjóðaflugvöllinn í höfuðborginni Khartoum þar til á laugardag vegna ástandsins sem ríkir í landinu. Súdönsk lofthelgi er þó enn opin hjáumferð. Súdanski herinn framdi í gær valdarán og hefur tekið Abdallah Hamdok forsætisráðherra landsins höndum, auk nokkurra ráðherra í ríkisstjórn hans. Enn eru þó einhver ráðuneyti í stjórn stuðningsmanna forsætisráðherrans. Miklar óeirðir hafa verið á götum súdanskra borga frá því í gær og hafa nokkrir fallið í átökum. Yfirmaður súdanska hersins sagði í ávarpi í dag að herinn hafi neyðst til að fremja valdarán vegna þess að borgarastyrjöld hafi verið yfirvofandi. Herinn steypti bráðabirgðastjórn frá völdum sem sett var á laggirnar fyrir tveimur árum eftir að Omar al-Bashir var steypt af stóli eftir áratuga valdasetu. Abdel Fattah al-Burhan, yfirmaður súdanska hersins, sagði í ávarpi sínu í dag að ekkert annað hafi verið í stöðunni fyrir herinn en að koma stjórnmálamönnunum frá völdum, en þeir hafi verið að grafa undan hernum. „Það sem við urðum vitni að í síðustu viku hefði komið af stað borgarastyrjöld í landinu,“ sagði Burhan og vísaði þar, samkvæmt frétt Reuters, í mótmæli sem haldin voru vegna slúðursagna um yfirvofandi valdarán. Burhan tilkynnti jafnframt að Hamdok hafi ekki hlotið mein af þegar hann var handtekinn í gær og hafi verið fluttur á heimili Burhans sjálfs. „Forsætisráðherrann var fyrst á sínu eigin heimili en við hræddumst að hann væri í hættu þar svo hann var fluttur inn á heimili mitt.“ Burhan tilkynnti í gær að stjórnarráð almennings og hersins, sem sett var á laggirnar í kjölfar þess að Bashir var steypt af stóli, hafi verið leyst upp. Ráðið var stofnað til að tryggja að almenningur og herinn deildu völdum og til að tryggja að frjálsar kosningar færu fram í landinu. Súdan Tengdar fréttir Bandaríkin fordæma valdaránið og krefjast þess að ráðherrum sé sleppt Bandaríkjamenn hafa fordæmt valdaránið í Súdan en í gær tóku yfirmenn hersins völdin í landinu af bráðabirgðastjórn sem komið var á eftir fall einræðisherrans Omars al-Bashir árið 2019. 26. október 2021 07:07 Minnst þrír hafi fallið í valdaráni súdanska hersins Súdanski herinn hefur tekið völd í landinu og handtekið ráðherra. Mikil átök hafa verið milli hersins og mótmælenda og talið að minnst þrír hafi fallið í óeirðum í dag. Minnst áttatíu eru særðir eftir átök dagsins. 25. október 2021 16:16 Ráðherrar handteknir af hernum í Súdan Nokkrir ráðherrar úr bráðabirgðastjórn Súdans voru handteknir á heimilum sínum í nótt og svo virðist sem herinn í landinu hafi framið valdarán. 25. október 2021 06:43 Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Fleiri fréttir Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Sjá meira
Súdanski herinn framdi í gær valdarán og hefur tekið Abdallah Hamdok forsætisráðherra landsins höndum, auk nokkurra ráðherra í ríkisstjórn hans. Enn eru þó einhver ráðuneyti í stjórn stuðningsmanna forsætisráðherrans. Miklar óeirðir hafa verið á götum súdanskra borga frá því í gær og hafa nokkrir fallið í átökum. Yfirmaður súdanska hersins sagði í ávarpi í dag að herinn hafi neyðst til að fremja valdarán vegna þess að borgarastyrjöld hafi verið yfirvofandi. Herinn steypti bráðabirgðastjórn frá völdum sem sett var á laggirnar fyrir tveimur árum eftir að Omar al-Bashir var steypt af stóli eftir áratuga valdasetu. Abdel Fattah al-Burhan, yfirmaður súdanska hersins, sagði í ávarpi sínu í dag að ekkert annað hafi verið í stöðunni fyrir herinn en að koma stjórnmálamönnunum frá völdum, en þeir hafi verið að grafa undan hernum. „Það sem við urðum vitni að í síðustu viku hefði komið af stað borgarastyrjöld í landinu,“ sagði Burhan og vísaði þar, samkvæmt frétt Reuters, í mótmæli sem haldin voru vegna slúðursagna um yfirvofandi valdarán. Burhan tilkynnti jafnframt að Hamdok hafi ekki hlotið mein af þegar hann var handtekinn í gær og hafi verið fluttur á heimili Burhans sjálfs. „Forsætisráðherrann var fyrst á sínu eigin heimili en við hræddumst að hann væri í hættu þar svo hann var fluttur inn á heimili mitt.“ Burhan tilkynnti í gær að stjórnarráð almennings og hersins, sem sett var á laggirnar í kjölfar þess að Bashir var steypt af stóli, hafi verið leyst upp. Ráðið var stofnað til að tryggja að almenningur og herinn deildu völdum og til að tryggja að frjálsar kosningar færu fram í landinu.
Súdan Tengdar fréttir Bandaríkin fordæma valdaránið og krefjast þess að ráðherrum sé sleppt Bandaríkjamenn hafa fordæmt valdaránið í Súdan en í gær tóku yfirmenn hersins völdin í landinu af bráðabirgðastjórn sem komið var á eftir fall einræðisherrans Omars al-Bashir árið 2019. 26. október 2021 07:07 Minnst þrír hafi fallið í valdaráni súdanska hersins Súdanski herinn hefur tekið völd í landinu og handtekið ráðherra. Mikil átök hafa verið milli hersins og mótmælenda og talið að minnst þrír hafi fallið í óeirðum í dag. Minnst áttatíu eru særðir eftir átök dagsins. 25. október 2021 16:16 Ráðherrar handteknir af hernum í Súdan Nokkrir ráðherrar úr bráðabirgðastjórn Súdans voru handteknir á heimilum sínum í nótt og svo virðist sem herinn í landinu hafi framið valdarán. 25. október 2021 06:43 Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Fleiri fréttir Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Sjá meira
Bandaríkin fordæma valdaránið og krefjast þess að ráðherrum sé sleppt Bandaríkjamenn hafa fordæmt valdaránið í Súdan en í gær tóku yfirmenn hersins völdin í landinu af bráðabirgðastjórn sem komið var á eftir fall einræðisherrans Omars al-Bashir árið 2019. 26. október 2021 07:07
Minnst þrír hafi fallið í valdaráni súdanska hersins Súdanski herinn hefur tekið völd í landinu og handtekið ráðherra. Mikil átök hafa verið milli hersins og mótmælenda og talið að minnst þrír hafi fallið í óeirðum í dag. Minnst áttatíu eru særðir eftir átök dagsins. 25. október 2021 16:16
Ráðherrar handteknir af hernum í Súdan Nokkrir ráðherrar úr bráðabirgðastjórn Súdans voru handteknir á heimilum sínum í nótt og svo virðist sem herinn í landinu hafi framið valdarán. 25. október 2021 06:43