Hafði áður verið rekinn úr tökuliði vegna byssuskots á setti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. október 2021 23:45 Lögreglan í Santa Fe í Nýju-Mexíkó er með málið til rannsóknar. AP/Jae C. Hong Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem leikarinn Alec Baldwin vann að þegar hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana, var rekinn úr verkefni árið 2019 eftir sambærilegt atvik. Þar slasaðist meðlimur í tökuliðinu þegar skot hljóp úr byssu á setti. Frá þessi greinir AP-fréttaveitan og vísar í framleiðanda myndarinnar frá 2019. Sá er sagður staðfesta að aðstoðarleikstjórinn Dave Halls hefði verið rekinn úr framleiðsluteymi myndarinnar eftir að „skot hljóp óvænt úr byssu“ og slasaði meðlim í tökuliðinu. Framleiðandinn sem vísað er í kemur ekki fram undir nafni en segir að í kjölfarið hafi Halls strax verið gert að yfirgefa settið. Má skilja það svo að Halls hafi borið ábyrgð á atvikinu. Halls er sá sem rétti Baldwin byssuna sem skotið hljóp úr, með þeim afleiðingum að Hutchins lést og leikstjórinn Joel Souza særðist. Halls ku hafa rétt Baldwin byssuna og kallað „köld byssa“ (e. cold gun), upphrópun sem er til marks um það að byssan sé óhlaðin og öruggt að nota hana á setti. Sú reyndist þó sannarlega ekki raunin. Vildi halda áfram tökum þrátt fyrir yfirlið á setti Samkvæmt AP virðist Hallls áður hafa látið sér öryggisreglur á setti í léttu rúmi liggja. Þannig er vitnað í Maggie Goll, leikmyndasmið og sprengiefnasérfræðing sem vann að sjónvarpsþáttaseríu Hulu, Into the Dark, um að hún hafi kvartað til fyrirtækisins vegna hegðunar Hall á setti þar. Goll hefur sagt að Hall hafi hundsað öryggisreglur um vopn og sprengiefni á setti. Þá hafi hann viljað halda áfram tökum þrátt fyrir að einn sprengiefnasérfræðinga á setti, sem er með sykursýki, hafi fallið í yfirlið. Þó að öll spjót virðist nú beinast að Halls hvað varðar dauða Halynu Hutchins segir Goll að hann sé ekki vandamálið sjálft, heldur aðeins einkenni þess. „Þetta snýst ekki um Dave Halls. […] Þetta er á engan hátt á ábyrgð einnar manneskju. Þetta snýst um öryggi á tökustað og hverju við viljum ná fram í þeim efnum,“ hefur AP eftir Goll. Óvíst með framhald myndarinnar Í tölvupósti sem sendur var á tökuliðið sem kemur að gerð Rust nú um helgina kom fram að vinnu við myndina hefði verið hætt, í það minnst uns rannsókn lögreglu á andláti Hutchins væri lokið. Framleiðendur myndarinnar séu að vinna með löggæsluyfirvöldum, auk þess sem þau framkvæmi nú eigin könnun á málinu. Miðað við efni tölvupóstsins virðist þó ekki vera loku fyrir það skotið að framleiðslu myndarinnar verði haldið áfram síðar meir. „Þrátt fyrir að við séum í sárum, og erfitt sé að sjá lengra fram yfir sjóndeildarhringinn þá er þetta hlé í bili, frekar en endastöð,“ segir í póstinum. Byssuskot Alecs Baldwin Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Lést við að sinna hættulegasta starfi Hollywood Tökustjórinn Halyna Hutchins lést er hún var að sinna hættulegasta starfi Hollywood þegar skot hljóp úr byssu leikarans Alec Baldwin, við tökur á kvikmyndinni Rust. Úttekt Deadline sýnir að kvikmyndatökumenn virðast í mestri hættu við störf sín í kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu. 25. október 2021 16:00 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Frá þessi greinir AP-fréttaveitan og vísar í framleiðanda myndarinnar frá 2019. Sá er sagður staðfesta að aðstoðarleikstjórinn Dave Halls hefði verið rekinn úr framleiðsluteymi myndarinnar eftir að „skot hljóp óvænt úr byssu“ og slasaði meðlim í tökuliðinu. Framleiðandinn sem vísað er í kemur ekki fram undir nafni en segir að í kjölfarið hafi Halls strax verið gert að yfirgefa settið. Má skilja það svo að Halls hafi borið ábyrgð á atvikinu. Halls er sá sem rétti Baldwin byssuna sem skotið hljóp úr, með þeim afleiðingum að Hutchins lést og leikstjórinn Joel Souza særðist. Halls ku hafa rétt Baldwin byssuna og kallað „köld byssa“ (e. cold gun), upphrópun sem er til marks um það að byssan sé óhlaðin og öruggt að nota hana á setti. Sú reyndist þó sannarlega ekki raunin. Vildi halda áfram tökum þrátt fyrir yfirlið á setti Samkvæmt AP virðist Hallls áður hafa látið sér öryggisreglur á setti í léttu rúmi liggja. Þannig er vitnað í Maggie Goll, leikmyndasmið og sprengiefnasérfræðing sem vann að sjónvarpsþáttaseríu Hulu, Into the Dark, um að hún hafi kvartað til fyrirtækisins vegna hegðunar Hall á setti þar. Goll hefur sagt að Hall hafi hundsað öryggisreglur um vopn og sprengiefni á setti. Þá hafi hann viljað halda áfram tökum þrátt fyrir að einn sprengiefnasérfræðinga á setti, sem er með sykursýki, hafi fallið í yfirlið. Þó að öll spjót virðist nú beinast að Halls hvað varðar dauða Halynu Hutchins segir Goll að hann sé ekki vandamálið sjálft, heldur aðeins einkenni þess. „Þetta snýst ekki um Dave Halls. […] Þetta er á engan hátt á ábyrgð einnar manneskju. Þetta snýst um öryggi á tökustað og hverju við viljum ná fram í þeim efnum,“ hefur AP eftir Goll. Óvíst með framhald myndarinnar Í tölvupósti sem sendur var á tökuliðið sem kemur að gerð Rust nú um helgina kom fram að vinnu við myndina hefði verið hætt, í það minnst uns rannsókn lögreglu á andláti Hutchins væri lokið. Framleiðendur myndarinnar séu að vinna með löggæsluyfirvöldum, auk þess sem þau framkvæmi nú eigin könnun á málinu. Miðað við efni tölvupóstsins virðist þó ekki vera loku fyrir það skotið að framleiðslu myndarinnar verði haldið áfram síðar meir. „Þrátt fyrir að við séum í sárum, og erfitt sé að sjá lengra fram yfir sjóndeildarhringinn þá er þetta hlé í bili, frekar en endastöð,“ segir í póstinum.
Byssuskot Alecs Baldwin Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Lést við að sinna hættulegasta starfi Hollywood Tökustjórinn Halyna Hutchins lést er hún var að sinna hættulegasta starfi Hollywood þegar skot hljóp úr byssu leikarans Alec Baldwin, við tökur á kvikmyndinni Rust. Úttekt Deadline sýnir að kvikmyndatökumenn virðast í mestri hættu við störf sín í kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu. 25. október 2021 16:00 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Lést við að sinna hættulegasta starfi Hollywood Tökustjórinn Halyna Hutchins lést er hún var að sinna hættulegasta starfi Hollywood þegar skot hljóp úr byssu leikarans Alec Baldwin, við tökur á kvikmyndinni Rust. Úttekt Deadline sýnir að kvikmyndatökumenn virðast í mestri hættu við störf sín í kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu. 25. október 2021 16:00