Mikið áfall að fara á breytingaskeiðið aðeins 32 ára Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. október 2021 21:00 Jónína Margrét Sigurðardóttir er á breytingaskeiðinu, aðeins 32 ára. Vísir/Einar Kona um þrítugt sem gengur nú í gegnum breytingaskeið segir það hafa verið mikið áfall að fá greininguna. Hún mun ekki geta eignast fleiri börn og stendur frammi fyrir strangri lyfjagjöf næstu áratugina. Meðalaldur kvenna við upphaf breytingaskeiðs, eða tíðahvörf, er um fimmtugt en Jónína Margrét Sigurðardóttir var ekki nema um 25 ára þegar hún byrjaði að finna fyrir einkennum snemmbúins breytingaskeiðs. Jónína, sem nú er 32 ára, leitaði loks til kvensjúkdómalæknis fyrir um ári síðan þegar hún hætti að fara á blæðingar. Jónína kveðst enga skýringu hafa fengið á því hvað veldur. „Af því þetta er svo ofboðslega sjaldgæft þá er þetta ekki rannsakað. Þetta er ekki skoðað. Ég myndi helst vilja fá einhver svör við því. En það er ekki. Þetta var mikið áfall, þetta var ofboðslega erfitt. Ég var rosalega feimin að tala um þetta því staðalímyndin af konum á breytingaskeiðinu eru sveittar, þreyttar og pirraðar kellingar. En ég var ekki tilbúin til þess að falla undir þann hatt,“ segir Jónína. Missti hárið og fékk svitaköst Hormónalyf, sem Jónína mun þurfa að taka næstu áratugina, slá á einkenni tíðahvarfanna, sem voru ýmiss konar. „Þetta voru miklir liðverkir. Sjónin hjá mér er orðin verri, hárlos, hita- og svitaköst. Ég svaf kannski fjóra tíma á nóttunni,“ segir Jónína. Jónína á eina dóttur á unglingsaldri. Hún segir frekari barneignir svo gott sem ómögulegar. „Öll egg hjá mér eru búin og það var náttúrulega rosa stórt og ég var mjög lengi að eiga við það með sjálfri mér. En ég var ekki viss um hvort mig langaði að eignast fleiri börn og ég er einhleyp. Svo flækir það líka málið.“ Hún hafi mætt skilningsleysi í heilbrigðiskerfinu. „Ég hef til dæmis ekki fengið það í gegn að fara í beinþéttnimælingu af því að ég er ekki nógu gömul. Skilaboðin sem ég fæ eru: Við skoðum það kannski ef þú ferð að brjóta stór bein. Sem mér finnst hljóma svolítið seint í rassinn gripið,“ segir Jónína. Ítarlega var fjallað um breytingaskeiðið, kulnun og gagnsemi nýrra hormónameðferða í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina. Heilbrigðismál Kvenheilsa Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Lína Langsokkur - Uppselt er á 50 sýningar Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Sjá meira
Meðalaldur kvenna við upphaf breytingaskeiðs, eða tíðahvörf, er um fimmtugt en Jónína Margrét Sigurðardóttir var ekki nema um 25 ára þegar hún byrjaði að finna fyrir einkennum snemmbúins breytingaskeiðs. Jónína, sem nú er 32 ára, leitaði loks til kvensjúkdómalæknis fyrir um ári síðan þegar hún hætti að fara á blæðingar. Jónína kveðst enga skýringu hafa fengið á því hvað veldur. „Af því þetta er svo ofboðslega sjaldgæft þá er þetta ekki rannsakað. Þetta er ekki skoðað. Ég myndi helst vilja fá einhver svör við því. En það er ekki. Þetta var mikið áfall, þetta var ofboðslega erfitt. Ég var rosalega feimin að tala um þetta því staðalímyndin af konum á breytingaskeiðinu eru sveittar, þreyttar og pirraðar kellingar. En ég var ekki tilbúin til þess að falla undir þann hatt,“ segir Jónína. Missti hárið og fékk svitaköst Hormónalyf, sem Jónína mun þurfa að taka næstu áratugina, slá á einkenni tíðahvarfanna, sem voru ýmiss konar. „Þetta voru miklir liðverkir. Sjónin hjá mér er orðin verri, hárlos, hita- og svitaköst. Ég svaf kannski fjóra tíma á nóttunni,“ segir Jónína. Jónína á eina dóttur á unglingsaldri. Hún segir frekari barneignir svo gott sem ómögulegar. „Öll egg hjá mér eru búin og það var náttúrulega rosa stórt og ég var mjög lengi að eiga við það með sjálfri mér. En ég var ekki viss um hvort mig langaði að eignast fleiri börn og ég er einhleyp. Svo flækir það líka málið.“ Hún hafi mætt skilningsleysi í heilbrigðiskerfinu. „Ég hef til dæmis ekki fengið það í gegn að fara í beinþéttnimælingu af því að ég er ekki nógu gömul. Skilaboðin sem ég fæ eru: Við skoðum það kannski ef þú ferð að brjóta stór bein. Sem mér finnst hljóma svolítið seint í rassinn gripið,“ segir Jónína. Ítarlega var fjallað um breytingaskeiðið, kulnun og gagnsemi nýrra hormónameðferða í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina.
Heilbrigðismál Kvenheilsa Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Lína Langsokkur - Uppselt er á 50 sýningar Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Sjá meira