Jón Hjartarson hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Atli Ísleifsson skrifar 20. október 2021 20:00 Jón Hjartarson og Dagur B. Eggertsson á tröppum Höfða í dag. Reykjavíkurborg Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, afhenti í dag Jóni Hjartarsyni, leikara og skáldi, Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar í við hátíðlega athöfn í Höfða í Reykjavík. Jón hlaut verðlaunin fyrir handrit sitt að ljóðabókinni Troðningar, en bókin kom út í dag. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að alls hafi borist 49 óbirt ljóðahandrit í samkeppnina í ár og hafi þau verið send inn undir dulnefni. „Aðeins var umslag með réttu nafni verðlaunahöfundar opnað. Reykjavíkurborg hefur veitt Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar frá árinu 1994 og hafa þau verið veitt fyrir ljóðahandrit eingöngu frá 2004. Reykjavík bókmenntaborg UNESCO hefur umsjón með verðlaununum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði við athöfnina í Höfða að Jón væri vel að verðlaununum kominn, ekki væri langt síðan ljóðinu var spáð ótímabærum dauðdaga „en það hefur margsannað sig hversu ótímabær sá spádómur var, því gróskan í ljóðlistinni hefur sjaldan verið meiri en undanfarin ár“. Jón Hjartarson Jón Jóhann Hjartarson er fæddur 20. janúar 1942 á Hellissandi. Hann útskrifaðist sem kennari frá Kennaraskóla Íslands 1965 og lauk leikaraprófi frá Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur 1968. Jón var jafnframt við framhaldsnám í Berlín 1984. Jón hefur samið fjölda leikrita bæði fyrir börn og fullorðna, auk barna- og unglingabóka. Fyrsta leikrit hans, Afmælisboðið, er frá 1969. Hann samdi leikgerð upp úr skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur, Mávahlátri, sem sett var upp hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1998. Hann hefur bæði leikstýrt verkum sínum og annarra hjá atvinnuleikhúsum og áhugaleikhópum. Nú síðast kom út ungmennabókin Auga í fjallinu sem Skrudda gaf út 2017. Jón sagði við athöfnina í dag að hann hafi löngum dáð þjóðskáldin okkar, eins atómskáldin „ og ég dái þá höfunda sem nú fást við ljóð. Og mér sýnist íslensk ljóðagerð dafna býsna vel sem er gott. Ljóðið ratar til sinna og setur veruleikann svolítið úr skorðum sem er hollt“. Umsögn dómnefndar Í dómnefnd sátu: Sif Sigmarsdóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Eyþór Árnason. Í umsögn dómnefndar segir „Troðningar eftir Jón Hjartarson er kraftmikið verk um hið óvænta í hinu augljósa, fegurðina í hversdagsleikanum og mikilfengleika þess smáa. Í bókinni fer Jón um víðan völl. En hvort sem yrkisefnið er náttúran, sagan eða samtíminn er sjónarhornið ávallt óvænt. Þekkt minni eru færð í nýjan búning. Kímnar hvunndagsmyndir eru dregnar upp innan um vísanir í stórskáldin. Hið hversdagslega verður ljóðrænt, hið háfleyga hversdagslegt. Í ljóðum sínum sýnir Jón fram á að í lífinu leynist margbreytileikinn oft í því einfalda. Þann mótsagnakennda sannleika má heimfæra á verkið Troðninga. Í einföldum myndum sem settar eru saman af hugkvæmni, hlýju og kímni leynist svo miklu meira en virðist við fyrstu sýn,“ segir í tilkynningunni frá borginni. Verðlaunahafar frá upphafi: 2021: Jón Hjartarson - Troðningar 2020: Ragnheiður Lárusdóttir - 1900 og eitthvað 2019: Harpa Rún Kristjánsdóttir - Edda 2018: Haukur Ingvarssonar - Vistarverur 2017: Jónas Reynir Gunnarsson - Stór olíuskip 2016: Eyrún Ósk Jónsdóttir - Góðfúslegt leyfi til sígarettukaupa 2015: Ragnar Helgi Ólafsson - Til hughreystingar þeim sem finna sig ekki í samtíma sínum 2014: Hjörtur Marteinsson - Alzheimer-tilbrigðin 2013: Bjarki Karlsson – Árleysi alda 2012: Dagur Hjartarson – Þar sem vindarnir hvílast - og fleiri einlæg ljóð 2011: Sindri Freysson – Í klóm dalalæðunnar 2010: Þórdís Gísladóttir – Leyndarmál annarra 2009: Eyþór Árnason – Hundgá úr annarri sveit 2008: Magnús Sigurðsson – Fiðrildi, mynta og spörfuglar Lesbíu 2007: Ari Jóhannesson – Öskudagar 2006: Ingunn Snædal – Guðlausir menn - Hugleiðingar um jökulvatn og ást 2004: Auður Ólafsdóttir – Rigning í nóvember 2002: Sigurbjörg Þrastardóttir – Sólar Saga 2000: Hjörtur Björgvin Marteinsson – AM 00 1998: Bjarni Bjarnason – Borgin bak við orðin 1997: Elín Ebba Gunnarsdóttir – Sumar sögur 1994: Helgi Ingólfsson – Letrað í vindinn. Ljóðlist Reykjavík Bókmenntir Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að alls hafi borist 49 óbirt ljóðahandrit í samkeppnina í ár og hafi þau verið send inn undir dulnefni. „Aðeins var umslag með réttu nafni verðlaunahöfundar opnað. Reykjavíkurborg hefur veitt Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar frá árinu 1994 og hafa þau verið veitt fyrir ljóðahandrit eingöngu frá 2004. Reykjavík bókmenntaborg UNESCO hefur umsjón með verðlaununum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði við athöfnina í Höfða að Jón væri vel að verðlaununum kominn, ekki væri langt síðan ljóðinu var spáð ótímabærum dauðdaga „en það hefur margsannað sig hversu ótímabær sá spádómur var, því gróskan í ljóðlistinni hefur sjaldan verið meiri en undanfarin ár“. Jón Hjartarson Jón Jóhann Hjartarson er fæddur 20. janúar 1942 á Hellissandi. Hann útskrifaðist sem kennari frá Kennaraskóla Íslands 1965 og lauk leikaraprófi frá Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur 1968. Jón var jafnframt við framhaldsnám í Berlín 1984. Jón hefur samið fjölda leikrita bæði fyrir börn og fullorðna, auk barna- og unglingabóka. Fyrsta leikrit hans, Afmælisboðið, er frá 1969. Hann samdi leikgerð upp úr skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur, Mávahlátri, sem sett var upp hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1998. Hann hefur bæði leikstýrt verkum sínum og annarra hjá atvinnuleikhúsum og áhugaleikhópum. Nú síðast kom út ungmennabókin Auga í fjallinu sem Skrudda gaf út 2017. Jón sagði við athöfnina í dag að hann hafi löngum dáð þjóðskáldin okkar, eins atómskáldin „ og ég dái þá höfunda sem nú fást við ljóð. Og mér sýnist íslensk ljóðagerð dafna býsna vel sem er gott. Ljóðið ratar til sinna og setur veruleikann svolítið úr skorðum sem er hollt“. Umsögn dómnefndar Í dómnefnd sátu: Sif Sigmarsdóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Eyþór Árnason. Í umsögn dómnefndar segir „Troðningar eftir Jón Hjartarson er kraftmikið verk um hið óvænta í hinu augljósa, fegurðina í hversdagsleikanum og mikilfengleika þess smáa. Í bókinni fer Jón um víðan völl. En hvort sem yrkisefnið er náttúran, sagan eða samtíminn er sjónarhornið ávallt óvænt. Þekkt minni eru færð í nýjan búning. Kímnar hvunndagsmyndir eru dregnar upp innan um vísanir í stórskáldin. Hið hversdagslega verður ljóðrænt, hið háfleyga hversdagslegt. Í ljóðum sínum sýnir Jón fram á að í lífinu leynist margbreytileikinn oft í því einfalda. Þann mótsagnakennda sannleika má heimfæra á verkið Troðninga. Í einföldum myndum sem settar eru saman af hugkvæmni, hlýju og kímni leynist svo miklu meira en virðist við fyrstu sýn,“ segir í tilkynningunni frá borginni. Verðlaunahafar frá upphafi: 2021: Jón Hjartarson - Troðningar 2020: Ragnheiður Lárusdóttir - 1900 og eitthvað 2019: Harpa Rún Kristjánsdóttir - Edda 2018: Haukur Ingvarssonar - Vistarverur 2017: Jónas Reynir Gunnarsson - Stór olíuskip 2016: Eyrún Ósk Jónsdóttir - Góðfúslegt leyfi til sígarettukaupa 2015: Ragnar Helgi Ólafsson - Til hughreystingar þeim sem finna sig ekki í samtíma sínum 2014: Hjörtur Marteinsson - Alzheimer-tilbrigðin 2013: Bjarki Karlsson – Árleysi alda 2012: Dagur Hjartarson – Þar sem vindarnir hvílast - og fleiri einlæg ljóð 2011: Sindri Freysson – Í klóm dalalæðunnar 2010: Þórdís Gísladóttir – Leyndarmál annarra 2009: Eyþór Árnason – Hundgá úr annarri sveit 2008: Magnús Sigurðsson – Fiðrildi, mynta og spörfuglar Lesbíu 2007: Ari Jóhannesson – Öskudagar 2006: Ingunn Snædal – Guðlausir menn - Hugleiðingar um jökulvatn og ást 2004: Auður Ólafsdóttir – Rigning í nóvember 2002: Sigurbjörg Þrastardóttir – Sólar Saga 2000: Hjörtur Björgvin Marteinsson – AM 00 1998: Bjarni Bjarnason – Borgin bak við orðin 1997: Elín Ebba Gunnarsdóttir – Sumar sögur 1994: Helgi Ingólfsson – Letrað í vindinn.
Ljóðlist Reykjavík Bókmenntir Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira