Lögregla á Suðurlandi segir leiðsögumanninn vara fallið af pallinum um tvo metra, niður í urð.
„Maðurinn virtist hafa sloppið án teljandi meiðsla en fékk aðhlynningu viðbragðsaðila á vettvangi og gekk svo sjálfur út úr hellinum,“ segir á vef lögreglunnar.
Raufarhólshellir er vinsæll áfangastaður ferðamanna, en á vef hellisins segir að heildarlengd Raufarhólshellisins sé 1.360 metrar og þar af sé aðalhellirinn 900 metrar. Breidd hans er allt að þrjátíu metrum og hæðin allt upp í tíu metrar. Hann sé því einn af stærstu hraunhellum Íslands. Hellirinn myndaðist fyrir um 5.200 árum.