Sport

Nýr framkvæmdastjóri KR bjartsýnn á framtíð félagsins

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Bjarni átti góða tíma sem leikmaður í KR.
Bjarni átti góða tíma sem leikmaður í KR. Vísir/Skjáskot

Fyrrum knattspyrnumaðurinn Bjarni Guðjónsson tók nýverið við starfi framkvæmdastjóra KR.

Það vakti talsverða athygli þegar Bjarni var ráðinn í starfið en hann er í miklum metum í Vesturbænum eftir að hafa verið þar sigursæll sem leikmaður. Er hann nú orðinn framkvæmdastjóri aðalstjórnar KR.

Guðjón Guðmundsson hitti Bjarna í Frostaskjólinu og ræddi við hann um nýja starfið. Starf sem varð til þess að hann hætti sem þjálfari hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Norrköping.

„Ég var ekki á heimleið en þegar þetta kom upp í haust var það alltof stórt og freistandi fyrir mig til að sleppa því. Þessar fyrstu sex vikur í starfi hafa verið frábærar. Kraftmiklar en æðislega skemmtilegar,“ segir Bjarni.

„Þetta er ekki einfalt og væri ekkert gaman ef þetta væri einfalt. Þá gæti hver sem er gert þetta. Þess vegna er svo gaman þegar árangri er náð. Það er ekkert raunverulega skemmtilegt nema það sé pínu erfitt eða krefjandi,“ segir Bjarni.

Nánar er rætt við Bjarna í spilaranum hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×