Ein stærsta ráðstefna Íslandssögunnar verður að veruleika eftir átta ára baráttu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. október 2021 13:20 Bjarni Pálsson, formaður undirbúningsnefndar Íslands og Hildigunnur H. Thorsteinsson, varaformaður. aðsend Heimsþing Alþjóðajarðhitasambandsins hefst í Hörpu í fyrramálið og stendur í þrjá daga. Þetta er í fyrsta skipti sem þingið er haldið á Íslandi en að sögn formanns skipulagsnefndar þess þurfti Ísland að berjast við lönd á borð við Bandaríkin og Þýskaland um að fá að halda það. Heimsþingið er haldið á fimm ára fresti í mismunandi löndum og er gjarnan kallað „Ólympíuleikar jarðhitans". Um tvö þúsund gestir eru skráðir á þingið og mun rúmur helmingur þeirra vera viðstaddur í Hörpu en aðrir í gegn um fjarfundabúnað, vegna heimsfaraldursins. „Þetta er búið að vera í ferli frá árinu 2013, þegar við sóttum um að fá að halda það og þurftum að berjast um það við nokkur lönd," segir Bjarni Pálsson, formaður skipulagsnefndar heimsþingsins. Hann nefnir þar til dæmis Bandaríkin, Þýskaland, Holland, Filippseyjar og Chile. Afar umfangsmikið verkefni „Við skiptum ráðstefnunni í tvennt. Annars vegar héldum við 6 gríðarlega vel heppnaða vefviðburði í samstarfi við tæknimenn Hörpu og frá hugbúnaðarfyrirtækinu Advania þar sem um 1500 erindi voru kynnt. Nú er hins vegar komið að hápunktinum þar sem 200 stærstu erindin verða flutt á staðráðstefnunni í Hörpu,“ segir Bjarni. Frá útsendingarherbergi fyrir vefhluta ráðstefnunnar. Skipleggjendur WGC með tæknifólki frá Hörpunni og Advanía.aðsend Þátttakendur frá 101 landi verða á ráðstefnunni auk þess sem 50 stofnanir og fyrirtæki kynna starfsemi sína. Að sögn Bjarna er þetta því ein umfangsmesti ráðstefnuviðburður sem haldinn hefur verið á landinnu; þar verða vörusýning, fyrirlestrar, viðburðir, skoðunarfeðrir og námskeið. Ísland færir sambandinu gjöf Bjarni segir helsta tilgang ráðstefnunnar að ræða stærstu áskorunina við jarðnýtingar sem sé á sama tíma stærsta tækifæri hennar; að styðja við loftslagsaðgerðir um heim allan. „Víða er tækifæri til að skipta út þessum gömlu orkugjöfum fyrir endurnýjanlega orkugjafa. Og Jarðhitanýtingin spilar þar lykilhlutverk." Á morgun munu þau Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra koma fram á opnunarviðburðinum. Einnig dr. Megan Woods, orkumálaráherra Nýja Sjálands. Þá munu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Guðni A. Jóhannesson, fyrrverandi orkumálastjóri, færa Alþjóðajarðhitasambandinu tæki til að meta sjálfbærni jarðhitaverkefna. „Þá geta ríki um heim allan nýtt það til að meta góð jarðhitaverkefni og þetta er staðall sem mun hjálpa þeim að ákveða hvert er til dæmis best að beina styrkjum sínum,“ segir Bjarni. Jarðhiti Orkumál Reykjavík Utanríkismál Harpa Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Heimsþingið er haldið á fimm ára fresti í mismunandi löndum og er gjarnan kallað „Ólympíuleikar jarðhitans". Um tvö þúsund gestir eru skráðir á þingið og mun rúmur helmingur þeirra vera viðstaddur í Hörpu en aðrir í gegn um fjarfundabúnað, vegna heimsfaraldursins. „Þetta er búið að vera í ferli frá árinu 2013, þegar við sóttum um að fá að halda það og þurftum að berjast um það við nokkur lönd," segir Bjarni Pálsson, formaður skipulagsnefndar heimsþingsins. Hann nefnir þar til dæmis Bandaríkin, Þýskaland, Holland, Filippseyjar og Chile. Afar umfangsmikið verkefni „Við skiptum ráðstefnunni í tvennt. Annars vegar héldum við 6 gríðarlega vel heppnaða vefviðburði í samstarfi við tæknimenn Hörpu og frá hugbúnaðarfyrirtækinu Advania þar sem um 1500 erindi voru kynnt. Nú er hins vegar komið að hápunktinum þar sem 200 stærstu erindin verða flutt á staðráðstefnunni í Hörpu,“ segir Bjarni. Frá útsendingarherbergi fyrir vefhluta ráðstefnunnar. Skipleggjendur WGC með tæknifólki frá Hörpunni og Advanía.aðsend Þátttakendur frá 101 landi verða á ráðstefnunni auk þess sem 50 stofnanir og fyrirtæki kynna starfsemi sína. Að sögn Bjarna er þetta því ein umfangsmesti ráðstefnuviðburður sem haldinn hefur verið á landinnu; þar verða vörusýning, fyrirlestrar, viðburðir, skoðunarfeðrir og námskeið. Ísland færir sambandinu gjöf Bjarni segir helsta tilgang ráðstefnunnar að ræða stærstu áskorunina við jarðnýtingar sem sé á sama tíma stærsta tækifæri hennar; að styðja við loftslagsaðgerðir um heim allan. „Víða er tækifæri til að skipta út þessum gömlu orkugjöfum fyrir endurnýjanlega orkugjafa. Og Jarðhitanýtingin spilar þar lykilhlutverk." Á morgun munu þau Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra koma fram á opnunarviðburðinum. Einnig dr. Megan Woods, orkumálaráherra Nýja Sjálands. Þá munu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Guðni A. Jóhannesson, fyrrverandi orkumálastjóri, færa Alþjóðajarðhitasambandinu tæki til að meta sjálfbærni jarðhitaverkefna. „Þá geta ríki um heim allan nýtt það til að meta góð jarðhitaverkefni og þetta er staðall sem mun hjálpa þeim að ákveða hvert er til dæmis best að beina styrkjum sínum,“ segir Bjarni.
Jarðhiti Orkumál Reykjavík Utanríkismál Harpa Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira