Úrslit næturinnar í NBA: Doncic frábær í fyrsta sigri Kidd Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 24. október 2021 09:30 Jason Kidd er þjálfari Dallas Mavericks EPA-EFE/ERIK S. LESSER Átta leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í gærkvöldi. Jason Kidd vann sinn fyrsta sigur sem aðalþjálfari Dallas Mavericks þegar að liðið bar sigurorð af Toronto Raptors í Kanada í gær. Luka Doncic skoraði 27 stig, tók 9 fráköst og gaf 12 stoðsendingar fyrir Dallas. Jason Kidd, sem gerði garðinn frægann sem leikmaður New Jersey Nets, Dallas Mavericks og Phoenix Suns var síðast aðalþjálfari hjá Milwaukee Bucks frá 2014-2018. Eftir að hann var látinn fara frá Bucks hafa Bucks verið eitt besta lið NBA deildarinnar svo margir hafa verið spenntir að fylgjast með Kidd hjá Dallas. Önnur úrslit næturinnar: Cleveland Cavaliers vann Atlanta Hawks, 101-95, þar sem Ricky Rubio skoraði 23 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Cleveland. Trae Young skoraði 25 stig fyrir Atlanta. Indiana Pacers unnu góðan sigur á Miami Heat, 102-91, eftir framlengingu. Indiana hefur þá leikið þrjá leiki í deildarkeppninni og hefur strax tekið þátt í tveimur framlengdum leikjum. Malcolm Brogdon skoraði 18 stig fyrir Indiana og tók 14 fráköst. Hjá Miami var hinn ungi Tyler Herro með 30 stig. Chicago Bulls völtuðu yfir Detroit Pistons, 97-82, og fara vel af stað í deildarkeppninni. Demar DeRozan skoraði 21 stig fyrir Chicago en Saddiq Bey skoraði 20 stig og tók 16 fráköst fyrir Detroit. Minnesota Timberwolves unnu lánlausa New Orleans Pelicans, 96-89. Pelicans eru enn án síns langbesta leikmanns, Zion Williamsson, en það er ekki ljóst hvenær hann snýr aftur. Karl-Anthony Towns skorði 25 stig fyrir Minnesota en Brandon Ingram skoraði 30 stig fyrir New Orleans. Milwaukee Bucks svitnuðu ekki mikið við að vinna San Antonio Spurs, 121-111. Khris Middleton skoraði 28 stig fyrir Milwaukee en Doug McDermott skoraði 25 stig fyrir San Antonio. Portland Trailblazers vann auðveldan sigur á Phoenix Suns, 134-105. C.J. McCollum skoraði 28 stig fyrir Portland en Devin Booker skoraði 21 stig fyrir Phoenix. Memphis Grizzlies unnu frábæran sigur á Los Angeles Clippers í lokaleik næturinnar, 120-114. Memphis hafa unnið báða leiki sína á tímabilinu en fékk alvöru mótspyrnu frá Paul George, sem skoraði 41 stig fyrir Clippers og tók að auki 10 fráköst. Ja Morant var bestur hjá Grizzlies. Hann skoraði 28 stig og gaf 8 stoðsendingar. NBA Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Sjá meira
Jason Kidd, sem gerði garðinn frægann sem leikmaður New Jersey Nets, Dallas Mavericks og Phoenix Suns var síðast aðalþjálfari hjá Milwaukee Bucks frá 2014-2018. Eftir að hann var látinn fara frá Bucks hafa Bucks verið eitt besta lið NBA deildarinnar svo margir hafa verið spenntir að fylgjast með Kidd hjá Dallas. Önnur úrslit næturinnar: Cleveland Cavaliers vann Atlanta Hawks, 101-95, þar sem Ricky Rubio skoraði 23 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Cleveland. Trae Young skoraði 25 stig fyrir Atlanta. Indiana Pacers unnu góðan sigur á Miami Heat, 102-91, eftir framlengingu. Indiana hefur þá leikið þrjá leiki í deildarkeppninni og hefur strax tekið þátt í tveimur framlengdum leikjum. Malcolm Brogdon skoraði 18 stig fyrir Indiana og tók 14 fráköst. Hjá Miami var hinn ungi Tyler Herro með 30 stig. Chicago Bulls völtuðu yfir Detroit Pistons, 97-82, og fara vel af stað í deildarkeppninni. Demar DeRozan skoraði 21 stig fyrir Chicago en Saddiq Bey skoraði 20 stig og tók 16 fráköst fyrir Detroit. Minnesota Timberwolves unnu lánlausa New Orleans Pelicans, 96-89. Pelicans eru enn án síns langbesta leikmanns, Zion Williamsson, en það er ekki ljóst hvenær hann snýr aftur. Karl-Anthony Towns skorði 25 stig fyrir Minnesota en Brandon Ingram skoraði 30 stig fyrir New Orleans. Milwaukee Bucks svitnuðu ekki mikið við að vinna San Antonio Spurs, 121-111. Khris Middleton skoraði 28 stig fyrir Milwaukee en Doug McDermott skoraði 25 stig fyrir San Antonio. Portland Trailblazers vann auðveldan sigur á Phoenix Suns, 134-105. C.J. McCollum skoraði 28 stig fyrir Portland en Devin Booker skoraði 21 stig fyrir Phoenix. Memphis Grizzlies unnu frábæran sigur á Los Angeles Clippers í lokaleik næturinnar, 120-114. Memphis hafa unnið báða leiki sína á tímabilinu en fékk alvöru mótspyrnu frá Paul George, sem skoraði 41 stig fyrir Clippers og tók að auki 10 fráköst. Ja Morant var bestur hjá Grizzlies. Hann skoraði 28 stig og gaf 8 stoðsendingar.
NBA Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Sjá meira