Svindlbrigslari ákærður fyrir að skila atkvæði látinnar eiginkonu Þorgils Jónsson skrifar 22. október 2021 16:22 Frá kjörstað í Las Vegas. Maður einn í Nevada-ríki hefur verið ákærður fyrir að senda inn kjörseðil í nafni látinnar eiginkonu sinnar. Hann hafði áður vakið athygli á að atkvæðinu hafði verið skilað og þóttist ekki kannast við neitt. Bandaríkjamaður á miðjum aldri, búsettur í Nevada, hefur verið ákærður fyrir kosningasvindl í síðustu forsetakosningum. Hann er talinn hafa sent inn utankjörstaðaratkvæði í nafni konu sinnar, sem lést árið 2017. Þetta myndi vart heyra til almennra tíðinda ef ekki væri fyrir þá forsögu að umræddur maður, Donald Hartle að nafni, er repúblikani og steig sjálfur fram eftir kosningar og benti á að kosið hefði verið í nafni konu hans. Þótti honum það til merkis um að fréttaflutningur ýmissa miðla um víðtækt kosningamisferli gæti átt við rök að styðjast. Frá þessu segir á vef Newsweek. Hann sagði að kjörseðill eiginkonunnar hafi aldrei borist heim til þeirra og hann grunaði ekki hvernig meintir svindlarar hefðu komist yfir gögnin. #BREAKING: Las Vegas man who claimed his dead wife’s mail-in ballot showed voter fraud is accused of sending it in himself and voting twice, investigators confirm. Donald "Kirk" Hartle faces two charges relating to the 2020 election. His wife died from cancer in 2017. #8NN pic.twitter.com/gZrrlpVV1O— David Charns (@davidcharns) October 21, 2021 „Það setur að manni óhug, svo ég segi eins og mér finnst“ sagði Hartle þá. „Ég skil ekki hvernig þetta gerist, en þetta styður við margt að því sem maður hefur verið að heyra í fjölmiðlum, um hvað er mögulegt í þessum efnum og nú velti ég bara fyrir mér hversu djúpstætt þetta er.“ How it started: How it s going: pic.twitter.com/1K23J3Mo8c— Molly Forgey (@mbforgey) October 21, 2021 Vararíkisstjóri Texasríkis, Repúblikaninn Dan Patrick, tók Trump forseta á orðinu og lofaði hverjum þeim sem benti á tilfelli um kosningasvindl, peningaverðlaun upp á 25.000 dali hið minnsta. „Ég styð Trump forseta í viðleitni hans til að fletta ofan af kosningasvindli í forsetakosningunum og ganga úr skugga um að öll lögleg atkvæði séu talin og öllum ólöglegum vísað frá“ sagði hann í tísti rétt eftir kosningarnar. Nú segir frá í New York Times, tæpu ári síðar, að Patrick hafi þurft að punga út einni slíkri þóknun, en ekki til flokkssystkinis síns, heldur demókrata sem tilkynnti repúblikana einn sem var nýlega sakfelldur fyrir að skila atkvæðisseðli sonar síns til viðbótar við sitt eigið. Ýkjur og órökstuddar ásakanir Donald Trump tapaði fyrir Joe Biden í forsetakjörinu, en kenndi því um að Demókratar hefðu stundað kerfisbundið svindl sem hefði kostað hann sigurinn. Taldi hann upp í því sambandi ýmis ríki þar sem tæpt var á munum, þar á meðal Nevada. Hann kærði úrslit kosninganna í fjölmörgum ríkjum, en dómstólar vísuðu öllum kærum frá þar sem engin sönnungargögn voru dregin fram málinu til stuðnings. Repúblikanaflokkurinn í Nevada stökk á mál Hartles í upphafi og benti kosningayfirvöldum á nöfn 1.506 látinna einstaklinga sem áttu að hafa greitt atkvæði í kosningunum. Við skoðun kom í ljós að allir einstaklingarnir væru sannarlega á lífi utan tíu nafna, sem könnuð voru frekar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Þetta myndi vart heyra til almennra tíðinda ef ekki væri fyrir þá forsögu að umræddur maður, Donald Hartle að nafni, er repúblikani og steig sjálfur fram eftir kosningar og benti á að kosið hefði verið í nafni konu hans. Þótti honum það til merkis um að fréttaflutningur ýmissa miðla um víðtækt kosningamisferli gæti átt við rök að styðjast. Frá þessu segir á vef Newsweek. Hann sagði að kjörseðill eiginkonunnar hafi aldrei borist heim til þeirra og hann grunaði ekki hvernig meintir svindlarar hefðu komist yfir gögnin. #BREAKING: Las Vegas man who claimed his dead wife’s mail-in ballot showed voter fraud is accused of sending it in himself and voting twice, investigators confirm. Donald "Kirk" Hartle faces two charges relating to the 2020 election. His wife died from cancer in 2017. #8NN pic.twitter.com/gZrrlpVV1O— David Charns (@davidcharns) October 21, 2021 „Það setur að manni óhug, svo ég segi eins og mér finnst“ sagði Hartle þá. „Ég skil ekki hvernig þetta gerist, en þetta styður við margt að því sem maður hefur verið að heyra í fjölmiðlum, um hvað er mögulegt í þessum efnum og nú velti ég bara fyrir mér hversu djúpstætt þetta er.“ How it started: How it s going: pic.twitter.com/1K23J3Mo8c— Molly Forgey (@mbforgey) October 21, 2021 Vararíkisstjóri Texasríkis, Repúblikaninn Dan Patrick, tók Trump forseta á orðinu og lofaði hverjum þeim sem benti á tilfelli um kosningasvindl, peningaverðlaun upp á 25.000 dali hið minnsta. „Ég styð Trump forseta í viðleitni hans til að fletta ofan af kosningasvindli í forsetakosningunum og ganga úr skugga um að öll lögleg atkvæði séu talin og öllum ólöglegum vísað frá“ sagði hann í tísti rétt eftir kosningarnar. Nú segir frá í New York Times, tæpu ári síðar, að Patrick hafi þurft að punga út einni slíkri þóknun, en ekki til flokkssystkinis síns, heldur demókrata sem tilkynnti repúblikana einn sem var nýlega sakfelldur fyrir að skila atkvæðisseðli sonar síns til viðbótar við sitt eigið. Ýkjur og órökstuddar ásakanir Donald Trump tapaði fyrir Joe Biden í forsetakjörinu, en kenndi því um að Demókratar hefðu stundað kerfisbundið svindl sem hefði kostað hann sigurinn. Taldi hann upp í því sambandi ýmis ríki þar sem tæpt var á munum, þar á meðal Nevada. Hann kærði úrslit kosninganna í fjölmörgum ríkjum, en dómstólar vísuðu öllum kærum frá þar sem engin sönnungargögn voru dregin fram málinu til stuðnings. Repúblikanaflokkurinn í Nevada stökk á mál Hartles í upphafi og benti kosningayfirvöldum á nöfn 1.506 látinna einstaklinga sem áttu að hafa greitt atkvæði í kosningunum. Við skoðun kom í ljós að allir einstaklingarnir væru sannarlega á lífi utan tíu nafna, sem könnuð voru frekar.
Vararíkisstjóri Texasríkis, Repúblikaninn Dan Patrick, tók Trump forseta á orðinu og lofaði hverjum þeim sem benti á tilfelli um kosningasvindl, peningaverðlaun upp á 25.000 dali hið minnsta. „Ég styð Trump forseta í viðleitni hans til að fletta ofan af kosningasvindli í forsetakosningunum og ganga úr skugga um að öll lögleg atkvæði séu talin og öllum ólöglegum vísað frá“ sagði hann í tísti rétt eftir kosningarnar. Nú segir frá í New York Times, tæpu ári síðar, að Patrick hafi þurft að punga út einni slíkri þóknun, en ekki til flokkssystkinis síns, heldur demókrata sem tilkynnti repúblikana einn sem var nýlega sakfelldur fyrir að skila atkvæðisseðli sonar síns til viðbótar við sitt eigið.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira