Svindlbrigslari ákærður fyrir að skila atkvæði látinnar eiginkonu Þorgils Jónsson skrifar 22. október 2021 16:22 Frá kjörstað í Las Vegas. Maður einn í Nevada-ríki hefur verið ákærður fyrir að senda inn kjörseðil í nafni látinnar eiginkonu sinnar. Hann hafði áður vakið athygli á að atkvæðinu hafði verið skilað og þóttist ekki kannast við neitt. Bandaríkjamaður á miðjum aldri, búsettur í Nevada, hefur verið ákærður fyrir kosningasvindl í síðustu forsetakosningum. Hann er talinn hafa sent inn utankjörstaðaratkvæði í nafni konu sinnar, sem lést árið 2017. Þetta myndi vart heyra til almennra tíðinda ef ekki væri fyrir þá forsögu að umræddur maður, Donald Hartle að nafni, er repúblikani og steig sjálfur fram eftir kosningar og benti á að kosið hefði verið í nafni konu hans. Þótti honum það til merkis um að fréttaflutningur ýmissa miðla um víðtækt kosningamisferli gæti átt við rök að styðjast. Frá þessu segir á vef Newsweek. Hann sagði að kjörseðill eiginkonunnar hafi aldrei borist heim til þeirra og hann grunaði ekki hvernig meintir svindlarar hefðu komist yfir gögnin. #BREAKING: Las Vegas man who claimed his dead wife’s mail-in ballot showed voter fraud is accused of sending it in himself and voting twice, investigators confirm. Donald "Kirk" Hartle faces two charges relating to the 2020 election. His wife died from cancer in 2017. #8NN pic.twitter.com/gZrrlpVV1O— David Charns (@davidcharns) October 21, 2021 „Það setur að manni óhug, svo ég segi eins og mér finnst“ sagði Hartle þá. „Ég skil ekki hvernig þetta gerist, en þetta styður við margt að því sem maður hefur verið að heyra í fjölmiðlum, um hvað er mögulegt í þessum efnum og nú velti ég bara fyrir mér hversu djúpstætt þetta er.“ How it started: How it s going: pic.twitter.com/1K23J3Mo8c— Molly Forgey (@mbforgey) October 21, 2021 Vararíkisstjóri Texasríkis, Repúblikaninn Dan Patrick, tók Trump forseta á orðinu og lofaði hverjum þeim sem benti á tilfelli um kosningasvindl, peningaverðlaun upp á 25.000 dali hið minnsta. „Ég styð Trump forseta í viðleitni hans til að fletta ofan af kosningasvindli í forsetakosningunum og ganga úr skugga um að öll lögleg atkvæði séu talin og öllum ólöglegum vísað frá“ sagði hann í tísti rétt eftir kosningarnar. Nú segir frá í New York Times, tæpu ári síðar, að Patrick hafi þurft að punga út einni slíkri þóknun, en ekki til flokkssystkinis síns, heldur demókrata sem tilkynnti repúblikana einn sem var nýlega sakfelldur fyrir að skila atkvæðisseðli sonar síns til viðbótar við sitt eigið. Ýkjur og órökstuddar ásakanir Donald Trump tapaði fyrir Joe Biden í forsetakjörinu, en kenndi því um að Demókratar hefðu stundað kerfisbundið svindl sem hefði kostað hann sigurinn. Taldi hann upp í því sambandi ýmis ríki þar sem tæpt var á munum, þar á meðal Nevada. Hann kærði úrslit kosninganna í fjölmörgum ríkjum, en dómstólar vísuðu öllum kærum frá þar sem engin sönnungargögn voru dregin fram málinu til stuðnings. Repúblikanaflokkurinn í Nevada stökk á mál Hartles í upphafi og benti kosningayfirvöldum á nöfn 1.506 látinna einstaklinga sem áttu að hafa greitt atkvæði í kosningunum. Við skoðun kom í ljós að allir einstaklingarnir væru sannarlega á lífi utan tíu nafna, sem könnuð voru frekar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Þetta myndi vart heyra til almennra tíðinda ef ekki væri fyrir þá forsögu að umræddur maður, Donald Hartle að nafni, er repúblikani og steig sjálfur fram eftir kosningar og benti á að kosið hefði verið í nafni konu hans. Þótti honum það til merkis um að fréttaflutningur ýmissa miðla um víðtækt kosningamisferli gæti átt við rök að styðjast. Frá þessu segir á vef Newsweek. Hann sagði að kjörseðill eiginkonunnar hafi aldrei borist heim til þeirra og hann grunaði ekki hvernig meintir svindlarar hefðu komist yfir gögnin. #BREAKING: Las Vegas man who claimed his dead wife’s mail-in ballot showed voter fraud is accused of sending it in himself and voting twice, investigators confirm. Donald "Kirk" Hartle faces two charges relating to the 2020 election. His wife died from cancer in 2017. #8NN pic.twitter.com/gZrrlpVV1O— David Charns (@davidcharns) October 21, 2021 „Það setur að manni óhug, svo ég segi eins og mér finnst“ sagði Hartle þá. „Ég skil ekki hvernig þetta gerist, en þetta styður við margt að því sem maður hefur verið að heyra í fjölmiðlum, um hvað er mögulegt í þessum efnum og nú velti ég bara fyrir mér hversu djúpstætt þetta er.“ How it started: How it s going: pic.twitter.com/1K23J3Mo8c— Molly Forgey (@mbforgey) October 21, 2021 Vararíkisstjóri Texasríkis, Repúblikaninn Dan Patrick, tók Trump forseta á orðinu og lofaði hverjum þeim sem benti á tilfelli um kosningasvindl, peningaverðlaun upp á 25.000 dali hið minnsta. „Ég styð Trump forseta í viðleitni hans til að fletta ofan af kosningasvindli í forsetakosningunum og ganga úr skugga um að öll lögleg atkvæði séu talin og öllum ólöglegum vísað frá“ sagði hann í tísti rétt eftir kosningarnar. Nú segir frá í New York Times, tæpu ári síðar, að Patrick hafi þurft að punga út einni slíkri þóknun, en ekki til flokkssystkinis síns, heldur demókrata sem tilkynnti repúblikana einn sem var nýlega sakfelldur fyrir að skila atkvæðisseðli sonar síns til viðbótar við sitt eigið. Ýkjur og órökstuddar ásakanir Donald Trump tapaði fyrir Joe Biden í forsetakjörinu, en kenndi því um að Demókratar hefðu stundað kerfisbundið svindl sem hefði kostað hann sigurinn. Taldi hann upp í því sambandi ýmis ríki þar sem tæpt var á munum, þar á meðal Nevada. Hann kærði úrslit kosninganna í fjölmörgum ríkjum, en dómstólar vísuðu öllum kærum frá þar sem engin sönnungargögn voru dregin fram málinu til stuðnings. Repúblikanaflokkurinn í Nevada stökk á mál Hartles í upphafi og benti kosningayfirvöldum á nöfn 1.506 látinna einstaklinga sem áttu að hafa greitt atkvæði í kosningunum. Við skoðun kom í ljós að allir einstaklingarnir væru sannarlega á lífi utan tíu nafna, sem könnuð voru frekar.
Vararíkisstjóri Texasríkis, Repúblikaninn Dan Patrick, tók Trump forseta á orðinu og lofaði hverjum þeim sem benti á tilfelli um kosningasvindl, peningaverðlaun upp á 25.000 dali hið minnsta. „Ég styð Trump forseta í viðleitni hans til að fletta ofan af kosningasvindli í forsetakosningunum og ganga úr skugga um að öll lögleg atkvæði séu talin og öllum ólöglegum vísað frá“ sagði hann í tísti rétt eftir kosningarnar. Nú segir frá í New York Times, tæpu ári síðar, að Patrick hafi þurft að punga út einni slíkri þóknun, en ekki til flokkssystkinis síns, heldur demókrata sem tilkynnti repúblikana einn sem var nýlega sakfelldur fyrir að skila atkvæðisseðli sonar síns til viðbótar við sitt eigið.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira