Haukur hættir eftir átta ár sem forseti Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2021 09:18 Haukur Örn Birgisson er að hætta sem forseti GSÍ. vísir/stefán Eftir átta ár sem forseti Golfsambands Íslands hefur Haukur Örn Birgisson ákveðið að láta gott heita. Nýr forseti mun því taka við í næsta mánuði. Haukur greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hann hefur starfað fyrir Golfsambandið í tvo áratugi og setið í stjórn sambandsins í 16 ár. „Þetta hefur verið æðislegur tími og ég hef notið hverrar mínútu. Í störfum mínum fyrir íslenskt golf hef ég kynnst ótal manns og eignast vini til lífstíðar. Þá hafa störf mín leitt mig áfram á alþjóðlegar brautir golfíþróttarinnar, sem ég hef enn ekki sagt skilið við. Fyrir allt þetta verð ég ævinlega þakklátur,“ segir Haukur en hann var kjörinn forseti Golfsambands Evrópu árið 2019. Haukur bendir á að síðustu ár hafi golfíþróttin notið sögulegrar velgengni og vinsælda hér á landi. Hann skilur því sáttur við sín störf. „Ég er afar stoltur af þeirri vinnu sem ég, stjórnir sambandsins og starfsfólk höfum skilað af okkur á þessum tveimur áratugum og ég veit að golfsambandið er á góðum stað í dag. Golfíþróttin hefur aldrei staðið styrkari fótum og hvert sem litið er, þá nýtur íþróttin sögulegrar velgengni. Mér finnst þetta því vera góður tímapunktur til að láta af störfum og fela nýjum aðilum verkefnið. Ég hlakka til að fylgjast með íþróttinni dafna af hliðarlínunni.“ Nýr forseti verður kjörinn á Golfþingi þann 20. nóvember. Golf Vistaskipti Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Haukur greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hann hefur starfað fyrir Golfsambandið í tvo áratugi og setið í stjórn sambandsins í 16 ár. „Þetta hefur verið æðislegur tími og ég hef notið hverrar mínútu. Í störfum mínum fyrir íslenskt golf hef ég kynnst ótal manns og eignast vini til lífstíðar. Þá hafa störf mín leitt mig áfram á alþjóðlegar brautir golfíþróttarinnar, sem ég hef enn ekki sagt skilið við. Fyrir allt þetta verð ég ævinlega þakklátur,“ segir Haukur en hann var kjörinn forseti Golfsambands Evrópu árið 2019. Haukur bendir á að síðustu ár hafi golfíþróttin notið sögulegrar velgengni og vinsælda hér á landi. Hann skilur því sáttur við sín störf. „Ég er afar stoltur af þeirri vinnu sem ég, stjórnir sambandsins og starfsfólk höfum skilað af okkur á þessum tveimur áratugum og ég veit að golfsambandið er á góðum stað í dag. Golfíþróttin hefur aldrei staðið styrkari fótum og hvert sem litið er, þá nýtur íþróttin sögulegrar velgengni. Mér finnst þetta því vera góður tímapunktur til að láta af störfum og fela nýjum aðilum verkefnið. Ég hlakka til að fylgjast með íþróttinni dafna af hliðarlínunni.“ Nýr forseti verður kjörinn á Golfþingi þann 20. nóvember.
Golf Vistaskipti Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira