Fylgi flokksins fer úr 5,4 prósentum í kosningunum í 3,2 prósent í nýjustu fylgiskönnun MMR.
Í síðustu könnun MMR fyrir kosningar mældist stuðningur við ríkisstjórnina 51,6 prósent en mælist nú nærri sex prósentustigum hærra eða 57,5 prósent.
Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn og Flokkur fólksins tapa allir fylgi.
Niðurstöður könnunarinnar:
Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 21,1% og var 24,4% í síðustu kosningum.
Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 17,9% og mældist 17,3% í síðustu kosningum.
Fylgi Vinstri grænna mældist nú 12,1% og mældist 12,6% í síðustu kosningum.
Fylgi Pírata mældist nú 11,7% og mældist 8,6% í síðustu kosningum.
Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 10,1% og mældist 9,9% í síðustu kosningum.
Fylgi Viðreisnar mældist nú 10,0% og mældist 8,3% í síðustu kosningum.
Fylgi Flokks fólksins mældist nú 7,8% og mældist 8,8% í síðustu kosningum.
Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 5,5% og mældist 4,1% í síðustu kosningum.
Fylgi Miðflokksins mældist nú 3,2% og mældist 5,4% í síðustu kosningum.
Stuðningur við aðra mældist 0,6% samanlagt.