ASÍ telur verulega hættu á að erlendir fjárfestar skilji lítið annað eftir en tóma skel Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. október 2021 22:01 Síminn kynnti í fyrradag fyrirhugaða sölu á dótturfyrirtækinu Mílu til franskra fjárfesta. Vísir/Hanna Miðstjórn Alþýðusambands Íslands varar sterklega við sölu Mílu til erlendra fjárfesta. Sambandið segir verulega hættu á því að erlendir eigendur dragi úr fjárfestingum og viðhaldi á innviðum, selji eignir og skilji lítið annað eftir en eintóma skel. Þetta kemur fram í ályktun miðstjórnar Alþýðusambandsins. Síminn tilkynnti í fyrradag að fyrirtækið hefði skrifað undir samkomulag við alþjóðlega franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian France SA sem rekur Ardian Infrastructure Fund V, um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu Símans á dótturfélaginu ehf. Míla er heildsölufyrirtæki á fjarskiptamarkaði og felst kjarnastarfsemi fyrirtækisins í að byggja upp og reka innviði fjarskipta á landsvísu. Fyrirætluð sala hefur verið tekin fyrir í Þjóðaröryggisráði en samgönguráðherra segir það ásættanlegt að Míla sé seld til erlendra aðila að því gefnu að gengið sé frá ákveðnum úrlausnarefnum sem stjórnvöld telja upp á borði. Fram kom í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í gær að gæta þurfi að sölu nauðsynlegra innviða til erlendra fjárfesta. Míla sinni innviðastarfi sem nauðsynlegt sé fjarskiptum í landinu og skipti því gríðarlegu máli fyrir almannaöryggi að þessir innviðir séu í lagi. Einokun kostnaðarsöm fyrir almenning, fyrirtæki og opinbera aðila „Miðstjórn Alþýðusambands Íslands varar sterklega við sölu á grunnneti íslenska símkerfisins úr landi. Innviðir fjarskiptakerfisins eru dæmi um starfsemi sem í eðli sínu ber helstu einkenni náttúrulegrar einokunar þar sem mikill kostnaður við að setja upp slíkt erfi kemur í veg fyrir samkeppni,“ segir í ályktun miðstjórnar ASÍ um fyrirhugaða sölu Mílu. Að mati ASÍ geti slík einokun verið mjög kostnaðarsöm fyrir almenning, fyrirtæki og opinbera aðila þar sem ákvarðanir um verðhækkanir yrðu teknar einhliða og neytendur eigi ekki í önnur hús að vernda. Áhrifin gætu því oft margfaldast í tilfelli dreifðari byggða. „Um allan heim leitast fjármagnseigendur við að komast yfir samfélagslega innviði þar sem innkoman er stöðug en einnig mögulegt að draga fjármagn út með einföldum hætti. Þar geta skapast óeðlilegir hvatar til að draga úr fjárfestingum og viðhaldi, selja eignir og skilja eftir lítið annað en skel utan um starfsemina.“ Krefjast þess að stjórnvöld tryggi almannahagsmuni Sambandið metur hættuna verulega í tilvelli Mílu og ljóst sé að íslenskt samfélag sæti upp með kostnaðinn. Þá gæti röskun á starfsemi Mílu hamlað eðlilegu gangverki samfélagsins. „Áhættan liggur því hjá íslenska ríkinu og þar með íslenskum almenningi, ekki hjá erlendum fjárfestum. Gróði eigenda Símans getur orðið skammgóður vermir en þar á meðal eru nokkrir lífeyrissjóðir sem samanlagt fara með meirihlutaeign og berea skyldur gagnvart samfélaginu öllu,“ segir í ályktuninni. „Miðstjórn ASÍ krefst þess að stjórnvöld grípi til aðgerða til að tryggja almannahagsmuni í málinu og bæti þannig fyrir fortíðarmistök þegar grunnnet símakerfisins var einkavætt samhliða sölu á Símanum.“ Sambandið segir ekki nóg að málið sé rætt í Þjóðaröryggisráði þar sem málið varði öryggi samfélagsins alls. „Hagsmunir sem varða þjóðaröryggi eru aðeins einn hluti af stærra vandamáli. Ekki nægir að vísa til umræðu á vettvangi Þjóðaröryggisráðs sem fram fer fyrir luktum dyrum, enda snertir þetta mál samfélagið allt, uppbyggingu þess og atvinnulíf. Stjórnvöldum ber að standa vörð um grunninnviði landsins og tryggja að þeir séu í samfélagslegri eigu.“ Fjarskipti Öryggis- og varnarmál Salan á Mílu Tengdar fréttir Verðmiðinn á Mílu yfir 70 milljarðar og lífeyrissjóðir geta keypt fimmtungshlut Franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian, sem hefur skrifað undir samkomulag um einkaviðræður og helstu skilmála vegna áformaðra kaupa á Mílu, dótturfélagi Símans, mun bjóða íslenskum lífeyrissjóðum aðkomu að viðskiptunum með því að eignast 20 prósenta hlut á sömu kjörum og Ardian sem færi þá á móti með 80 prósenta eignarhlut í fyrirtækinu. 20. október 2021 08:01 „Það sem öll njósnakerfi heimsins ganga út á“ Formaður Viðreisnar vill fund með ráðherrum til að ganga úr skugga að þjóðaröryggi Íslendinga sé ekki ógnað með sölu á Mílu, dótturfélagi Símans, til fransks fyrirtækis. Tryggja verði að viðkvæmar upplýsingar rati ekki í rangar hendur. 19. október 2021 18:29 Sigmundur vill að ríkisstjórnin grípi inn í Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, vill að ríkisstjórnin grípi inn í fyrirhugaða sölu Símans á Mílu. 19. október 2021 17:39 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira
Þetta kemur fram í ályktun miðstjórnar Alþýðusambandsins. Síminn tilkynnti í fyrradag að fyrirtækið hefði skrifað undir samkomulag við alþjóðlega franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian France SA sem rekur Ardian Infrastructure Fund V, um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu Símans á dótturfélaginu ehf. Míla er heildsölufyrirtæki á fjarskiptamarkaði og felst kjarnastarfsemi fyrirtækisins í að byggja upp og reka innviði fjarskipta á landsvísu. Fyrirætluð sala hefur verið tekin fyrir í Þjóðaröryggisráði en samgönguráðherra segir það ásættanlegt að Míla sé seld til erlendra aðila að því gefnu að gengið sé frá ákveðnum úrlausnarefnum sem stjórnvöld telja upp á borði. Fram kom í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í gær að gæta þurfi að sölu nauðsynlegra innviða til erlendra fjárfesta. Míla sinni innviðastarfi sem nauðsynlegt sé fjarskiptum í landinu og skipti því gríðarlegu máli fyrir almannaöryggi að þessir innviðir séu í lagi. Einokun kostnaðarsöm fyrir almenning, fyrirtæki og opinbera aðila „Miðstjórn Alþýðusambands Íslands varar sterklega við sölu á grunnneti íslenska símkerfisins úr landi. Innviðir fjarskiptakerfisins eru dæmi um starfsemi sem í eðli sínu ber helstu einkenni náttúrulegrar einokunar þar sem mikill kostnaður við að setja upp slíkt erfi kemur í veg fyrir samkeppni,“ segir í ályktun miðstjórnar ASÍ um fyrirhugaða sölu Mílu. Að mati ASÍ geti slík einokun verið mjög kostnaðarsöm fyrir almenning, fyrirtæki og opinbera aðila þar sem ákvarðanir um verðhækkanir yrðu teknar einhliða og neytendur eigi ekki í önnur hús að vernda. Áhrifin gætu því oft margfaldast í tilfelli dreifðari byggða. „Um allan heim leitast fjármagnseigendur við að komast yfir samfélagslega innviði þar sem innkoman er stöðug en einnig mögulegt að draga fjármagn út með einföldum hætti. Þar geta skapast óeðlilegir hvatar til að draga úr fjárfestingum og viðhaldi, selja eignir og skilja eftir lítið annað en skel utan um starfsemina.“ Krefjast þess að stjórnvöld tryggi almannahagsmuni Sambandið metur hættuna verulega í tilvelli Mílu og ljóst sé að íslenskt samfélag sæti upp með kostnaðinn. Þá gæti röskun á starfsemi Mílu hamlað eðlilegu gangverki samfélagsins. „Áhættan liggur því hjá íslenska ríkinu og þar með íslenskum almenningi, ekki hjá erlendum fjárfestum. Gróði eigenda Símans getur orðið skammgóður vermir en þar á meðal eru nokkrir lífeyrissjóðir sem samanlagt fara með meirihlutaeign og berea skyldur gagnvart samfélaginu öllu,“ segir í ályktuninni. „Miðstjórn ASÍ krefst þess að stjórnvöld grípi til aðgerða til að tryggja almannahagsmuni í málinu og bæti þannig fyrir fortíðarmistök þegar grunnnet símakerfisins var einkavætt samhliða sölu á Símanum.“ Sambandið segir ekki nóg að málið sé rætt í Þjóðaröryggisráði þar sem málið varði öryggi samfélagsins alls. „Hagsmunir sem varða þjóðaröryggi eru aðeins einn hluti af stærra vandamáli. Ekki nægir að vísa til umræðu á vettvangi Þjóðaröryggisráðs sem fram fer fyrir luktum dyrum, enda snertir þetta mál samfélagið allt, uppbyggingu þess og atvinnulíf. Stjórnvöldum ber að standa vörð um grunninnviði landsins og tryggja að þeir séu í samfélagslegri eigu.“
Fjarskipti Öryggis- og varnarmál Salan á Mílu Tengdar fréttir Verðmiðinn á Mílu yfir 70 milljarðar og lífeyrissjóðir geta keypt fimmtungshlut Franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian, sem hefur skrifað undir samkomulag um einkaviðræður og helstu skilmála vegna áformaðra kaupa á Mílu, dótturfélagi Símans, mun bjóða íslenskum lífeyrissjóðum aðkomu að viðskiptunum með því að eignast 20 prósenta hlut á sömu kjörum og Ardian sem færi þá á móti með 80 prósenta eignarhlut í fyrirtækinu. 20. október 2021 08:01 „Það sem öll njósnakerfi heimsins ganga út á“ Formaður Viðreisnar vill fund með ráðherrum til að ganga úr skugga að þjóðaröryggi Íslendinga sé ekki ógnað með sölu á Mílu, dótturfélagi Símans, til fransks fyrirtækis. Tryggja verði að viðkvæmar upplýsingar rati ekki í rangar hendur. 19. október 2021 18:29 Sigmundur vill að ríkisstjórnin grípi inn í Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, vill að ríkisstjórnin grípi inn í fyrirhugaða sölu Símans á Mílu. 19. október 2021 17:39 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira
Verðmiðinn á Mílu yfir 70 milljarðar og lífeyrissjóðir geta keypt fimmtungshlut Franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian, sem hefur skrifað undir samkomulag um einkaviðræður og helstu skilmála vegna áformaðra kaupa á Mílu, dótturfélagi Símans, mun bjóða íslenskum lífeyrissjóðum aðkomu að viðskiptunum með því að eignast 20 prósenta hlut á sömu kjörum og Ardian sem færi þá á móti með 80 prósenta eignarhlut í fyrirtækinu. 20. október 2021 08:01
„Það sem öll njósnakerfi heimsins ganga út á“ Formaður Viðreisnar vill fund með ráðherrum til að ganga úr skugga að þjóðaröryggi Íslendinga sé ekki ógnað með sölu á Mílu, dótturfélagi Símans, til fransks fyrirtækis. Tryggja verði að viðkvæmar upplýsingar rati ekki í rangar hendur. 19. október 2021 18:29
Sigmundur vill að ríkisstjórnin grípi inn í Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, vill að ríkisstjórnin grípi inn í fyrirhugaða sölu Símans á Mílu. 19. október 2021 17:39