Telja að stýrivextir nái 4,25 prósentum árið 2023 Eiður Þór Árnason skrifar 20. október 2021 09:32 Landsbankinn birti nýja þjóðhags- og verðbólguspá í dag. Vísir/Vilhelm Efnahagsbatinn er hafinn af fullum krafti og horfur eru á kröftugum hagvexti á þessu og næsta ári. Reiknað er með samfelldum hagvexti næstu þrjú árin, 5,5% á næsta ári, 1,7% árið 2023 og 2% árið 2024. Áætlað er að verg landsframleiðsla nái sama stigi og fyrir faraldurinn undir lok næsta árs. Þetta kemur fram í nýrri þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2021 til 2024. Verðbólga hefur reynst þrálátari en horfur voru á í maí og skýrist það fyrst og fremst af verðhækkunum á íbúðamarkaði. Spáir hagfræðideildin að verðbólga nái fljótlega hámarki og gangi rólega niður á næsta ári samhliða því að áhrif faraldursins á hrávöruverð og flutningskostnað fjari út. Verðbólga nái hámarki í lok árs Útlit er fyrir að verðbólga nái hámarki undir lok þessa árs en hjaðni síðan og verði komin niður í 3% á fjórða ársfjórðungi næsta ári. Reiknar hagfræðideildin með því að verðbólga verði við 2,5% markmið Seðlabankans á þriðja fjórðungi 2023 og verðbólgan verið í kringum markmið út 2024. Telur Landsbankinn að kröftugur efnahagsbati og þrálát verðbólga muni knýja á um hækkun stýrivakta í varfærnum og ákveðnum skrefum. Er því spáð að stýrivextir verið hækkaðir samfellt til þriðja ársfjórðungs 2023 og að þá verði þeir orðnir 4,25%. Þá er reiknað með því að verðbólgumarkmiðinu verði náð, vextir taki að lækka á ný og verði komnir í 3,5% í lok spátímans. Stýrivextir standa nú í 1,5%. Tvöfallt fleiri ferðamenn á næsta ári Gert er ráð fyrir að áhrif mikilla loðnuveiða á næsta ári muni hafa 1,7 prósentustiga jákvæð áhrif á hagvöxt, að öllu breyttu. Hagfræðideildin spáir því að um 720 þúsund erlendir ferðamenn komi til landsins í ár, 1,5 milljón á næsta ári, 1,8 milljón árið 2023 og 2,1 milljón árið 2024. Landsframleiðslan hér á landi jókst um 3,5% á fyrri helmingi árs 2021. Landsbankinn spáir 5,1% hagvexti á þessu ári eftir 6,5% samdrátt á árinu 2020. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi haldi áfram að lækka út árið 2024, verði 4,8% í lok yfirstandandi árs og að meðaltali 4,7% á næsta ári, 4,1% árið 2023 og 3,5% árið 2024. Hagfræðideild Landsbankans telur að vísitala íbúðaverðs hækki um 14% í ár milli ársmeðaltala en að hægi verulega á hækkunartaktinum næstu ár. Spáð er 9% hækkun á næsta ári og svo á bilinu 4 til 5% árin 2023 og 2024. Efnahagsmál Seðlabankinn Verðlag Ferðamennska á Íslandi Íslenskir bankar Íslenska krónan Tengdar fréttir Aukinn hagvöxtur og hraðari efnahagsbati þökk sé loðnunni Greining Íslandsbanka telur að aukin loðnuveiði komi til með að auka hagvöxt um 0,8 prósentustig á næsta ári og ýta undir efnahagsbata eftir faraldurinn. 5. október 2021 16:07 Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. 6. október 2021 08:30 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2021 til 2024. Verðbólga hefur reynst þrálátari en horfur voru á í maí og skýrist það fyrst og fremst af verðhækkunum á íbúðamarkaði. Spáir hagfræðideildin að verðbólga nái fljótlega hámarki og gangi rólega niður á næsta ári samhliða því að áhrif faraldursins á hrávöruverð og flutningskostnað fjari út. Verðbólga nái hámarki í lok árs Útlit er fyrir að verðbólga nái hámarki undir lok þessa árs en hjaðni síðan og verði komin niður í 3% á fjórða ársfjórðungi næsta ári. Reiknar hagfræðideildin með því að verðbólga verði við 2,5% markmið Seðlabankans á þriðja fjórðungi 2023 og verðbólgan verið í kringum markmið út 2024. Telur Landsbankinn að kröftugur efnahagsbati og þrálát verðbólga muni knýja á um hækkun stýrivakta í varfærnum og ákveðnum skrefum. Er því spáð að stýrivextir verið hækkaðir samfellt til þriðja ársfjórðungs 2023 og að þá verði þeir orðnir 4,25%. Þá er reiknað með því að verðbólgumarkmiðinu verði náð, vextir taki að lækka á ný og verði komnir í 3,5% í lok spátímans. Stýrivextir standa nú í 1,5%. Tvöfallt fleiri ferðamenn á næsta ári Gert er ráð fyrir að áhrif mikilla loðnuveiða á næsta ári muni hafa 1,7 prósentustiga jákvæð áhrif á hagvöxt, að öllu breyttu. Hagfræðideildin spáir því að um 720 þúsund erlendir ferðamenn komi til landsins í ár, 1,5 milljón á næsta ári, 1,8 milljón árið 2023 og 2,1 milljón árið 2024. Landsframleiðslan hér á landi jókst um 3,5% á fyrri helmingi árs 2021. Landsbankinn spáir 5,1% hagvexti á þessu ári eftir 6,5% samdrátt á árinu 2020. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi haldi áfram að lækka út árið 2024, verði 4,8% í lok yfirstandandi árs og að meðaltali 4,7% á næsta ári, 4,1% árið 2023 og 3,5% árið 2024. Hagfræðideild Landsbankans telur að vísitala íbúðaverðs hækki um 14% í ár milli ársmeðaltala en að hægi verulega á hækkunartaktinum næstu ár. Spáð er 9% hækkun á næsta ári og svo á bilinu 4 til 5% árin 2023 og 2024.
Efnahagsmál Seðlabankinn Verðlag Ferðamennska á Íslandi Íslenskir bankar Íslenska krónan Tengdar fréttir Aukinn hagvöxtur og hraðari efnahagsbati þökk sé loðnunni Greining Íslandsbanka telur að aukin loðnuveiði komi til með að auka hagvöxt um 0,8 prósentustig á næsta ári og ýta undir efnahagsbata eftir faraldurinn. 5. október 2021 16:07 Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. 6. október 2021 08:30 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Aukinn hagvöxtur og hraðari efnahagsbati þökk sé loðnunni Greining Íslandsbanka telur að aukin loðnuveiði komi til með að auka hagvöxt um 0,8 prósentustig á næsta ári og ýta undir efnahagsbata eftir faraldurinn. 5. október 2021 16:07
Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. 6. október 2021 08:30